Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1981, Blaðsíða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1981, Blaðsíða 13
BORHOLA 2 þar sem sýnið fer að fá mikla samþjöpp- un en við hlutfallið a{/a[ mín. fæst hæsta gildi á viðnámshorni. Á mynd 10 er sýnt samband sam- þjöppunar og hliðarálags við brot. Af samantektinni sést að ekki er neitt sam- band milli samþjöppunar og virkrar spennu við brot. Á mynd 11 eru sýndar niðurstöður allra þrírásaprófa á silt. Er þar sýnt hvernig viðnámshorn og hlutfall sker- styrks og virks lóðrétts álags er háð virku hliðarálagi við ry og a^/a[ mín. Einnig er sýnd tillaga að markalínum til viðmiðunar fyrir þessa efnisflokka. Á mynd 12 er sýndur samanburður á mældu viðnámshorni silts og sjávar- sands samkvæmt (2), mælt á svo til óhreyfðum sýnum. Af þessum saman- burði sést að ef viðnámshorn sands og silts er sett upp sem fall af virkum spennum þá er enginn munur á burðar- gildum þessara efna. Það ber þó að hafa í huga að skerstyrkur þessara efna getur orðið mjög mismunandi við álags- breytingu þó upphafsálag sé hið sama. Ástæðan er að silt byggir upp hærri pósitífan póruþrýsting en sandur og einnig vegna þess að þrýstingurinn jafn- ast hraðar út i sandi, því lekt hans er meiri. Sandur hefur því að jafnaði hærri skerstyrk við álagsaukningu en silt, þó burðargildið <p sé svipað við sama virkt álag. 6. STÆÐNI SILTS Reynsla liðinna ára hefur sýnt að í silti eru líkur á skriði mestar á byggingartíma. Á notkunartíma mannvirkja er stæðni 0 10 20 30 40 80 60 70 Mynd 6. Samband rwnþyngdar og raka. yfirleitt orðin góð enda sýna mælingar í þríásatæki að viðnámshorn silts er stórt. Við athuganir á stæðni bendir alll til þess að höfuðáherslu eigi að leggja á ná- kvæmar mælingar á skerstyrk án af- vötnunar og lekt. Rannsóknirnar gefa tilefni til að auka notkun vængjaprófs í silti sem hefur lítið af skel og sendnum linsum og athuga möguleika á mælingu lektar á staðnum t.d. með pisometer. Einnig væri þörf á tíðari mælingum á þjálni (plasticity) slíkra efna til að auð- velda samanburð þeirra við fínkorna efni frá öðrum löndum. Við áætlanir þar sem þarf að athuga stæðni er hægt að nota viðmiðunargildi sem eru sýnd á mynd 11 á eftirfarandi hátt: Ef mannvirki er viðkvæmt fyrir 80 90 100 IIO 120 130 140 180 160 170 RAKl W C%3 hreyfingum á að taka mið af burðargild- um samkvæmt ry þó þannig að sker- styrkur sé ekki valinn lægri en 2 t/m2. Þar sem hægt er að sætta sig við veru- legar hreyfingar er tekið mið af burðar- gildum við aj/a[ mín. með skerstyrk ekki lægri en 3 t/m2. í báðum tilvikum er rétt að krefjast öryggisstuðuls upp á minnst 1,5 reiknuðum eins og gert er í Publ. 16 frá N. G. I. (1). Komi í ljós að öryggi verði of lágt á byggingartíma þá er oftast hægt að vinna verkið í áföng- um og reikna sér til breytingar í stæðni sem fall af tíma og styrkingu. Á til- raunastofu hefur styrkingarstuðullinn cv yfirleitt mælst á bilinu 0,2 til 1,0 cm2/mín. TÍMARIT VFÍ 1981 - 25

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.