Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1981, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1981, Blaðsíða 14
FJÖ LDl 2.5 2jS 2.7 2.8 29 30 3.1 32 KORNARUMÞYNGD CT/a>3 Mynd 7. Kornarúmþyngdir. 7. NIÐURSTÖÐUR Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum greinar minnar: 7.1 Silt er efni með kornastærðir á milli 0,074 mm og 0,002 mm. Efnið kem- ur hér á landi fyrir sem eftirfarandi fjórir aðalefnisflokkar. Eðlilega styrkt silt sem er lýst með jarðsniði úr Gilsfirði á mynd 2. Yfirstyrkt silt sem er lýst með jarðsniði frá Kjalarnesi á mynd 3. Á mynd 4 er sýnd botnleðja með dæmi úr Hval- firði og á mynd 5 lífrænt silt með dæmi frá Hafnarfirði. 7.2 Á mynd 9 eru sýnd dæmi um niður- stöður þríásaprófa á helstu efnis- flokka silts. Prófin sýna að póru- þrýstingur vex hratt og er ætíð pósi- tífur. Sjaldgæft er að póruþrýsting- ur falli nokkuð sem nemur við mikla samþjöppun sem bendir til þess að silt sé yfirleilt laust pakkað efni. Prófin sýna litla sem enga samloðun nema við mjög lágar spennur. 7.3 Til einföldunar á samanburði var valið að lýsa skerstyrk með við- námshorni og engri samloðun, en reikna liana með ef hún mælist. Talið er að þetta valdi óverulegum skekkjum og þá eingöngu við mjög lágar spennur. Á mynd 11 eru sýnd- ar niðurstöður allra príásaprófa á silt. Er þar sýnt hvernig viðnáms- horn og hlutfall skerstyrks og virks lóðrétts álags er háð virku hliðar- álagi viéT y og crj/o( mín. Með ry er átt við þá skerspennu þar sem sýnið fer að fá miklar formbreyt- ingar en við hlutfallið o(/o{ mín. fæst hæsta gildi á viðnámshorni. 7.4 Á mynd 12 er sýndur samanburður á mældu viðnámshorni silts og sjávarsands samkvæmt (2), mælt á svo til óhreyfðum sýnum. Af þess- um samanburði sést að ef viðnáms- O 123456789 10 5vlag <r, cXfl/cnfa Mynd 8. Samband álags og pórutölu fyrir íslenskt og erlent silt. horn sands og silts er sett upp sem fall af virkum spennum þá er eng- inn munur á burðargildum þessara efna. 7.5 Við áætlanir þar sem þarf að athuga stæðni er hægt að nota við- miðunargildi sem eru sýnd á mynd 11 á eftirfarandi hátt: Ef mannvirki er viðkvæmt fyrir hreyfingum á að taka mið af burðargildum sam- kvæmt Ty þó þannig að skerstyrkur sé ekki valinn lægri en 2 t/m2. Þar sem hægt er að sætta sig við veru- legar hreyfingar er tekið mið al' burðargildum við o{/o( mín. með skerstyrk ekki lægri en 3 t/m2. í báðum tilvikum er rétt að krefjast öruggisstuðuls upp á minnst 1,5 reiknuðum eins og gert er í Publ. 16 frá N.G.l. (1). Komi í ljós að öryggi verði of lítið á byggingartíma þá er oftast hægt að vinna verkið í áföng- um og reikna sér til breytingar í stæðni sem fall af tíma og konsolideringu. Á tilraunastofu hefur styrkingarstuðullinn cv yfir- leitt mælst á bilinu 0,2 til 1,0 cm2/mín. 26 — TÍMARIT VFÍ 1981

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.