Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1981, Blaðsíða 20

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1981, Blaðsíða 20
Ágúst Ármann Þórhallsson (V 1975) f. 23. júní 1950 í Rvík. Foreldrar Þórhallur framkvæmdastjóri þar f. 28. júlí 1923 Arason bóksala á Patreksfirði Jónssonar og kona hans Kartrín María Ármann f. 29. júní 1923 Valdimarsdóttir kaupmanns á Hellisandi Ármanns. Stúdent MH 1970, próf í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1975. Verkfr. hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur sumarið 1975, en fór til framhaldsnáms við Chalmers TH í Gautaborg 1975—76, verkfr. hjá ASEA AB í Vásterás í Svíþjóð 1976—77, við kennslu og rannsóknir við Chalmers TH 1977—80, og verkfr. hjá Raunvísindastofnun háskólans í Rvík frá 1980. Ritstörf: Two Controllers for Fish Interception, Report R80-07 June 1980 Chalmers TH Contr. Eng. Lab. Maki 27. sept. 1974 Hallbera hjúkrunarfræðingur f. 21. febr. 1951 í Rvík Friðriksdóttir húsvarðar þar Ingþórssonar og konu hans Láru símavarðar Vilhelmsdóttur verzlunar- manns í Rvík Jónssonar. Barn Þórhallur f. 13. ág. 1974 í Rvík. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 18. ágúst 1980 H.G. Birgir Már Baldursson Norðdahl (V 1980) f. 19. nóv. 1944 að Úlfarsfelli í Mosfellssveit. Foreldrar Baldur Norðdahl bóndi þar f. 17. okt. 1922 sonur Kjart- ans S. Norðdahl bónda þar og kona hans Oddný f. 8. apríl 1923 Gísladóttir hrepp- stjóra að Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi, Árn. Jónssonar. Þau skildu. Próf frá Raungreinadeild TÍ 1967, próf í skipatækni- fræði frá Helsingör Teknikum í Danmörku 1971, próf í skipa- verkfræði frá DTH í Khöfn 1978. Verkfr. við rannsóknir hjá Skibsteknisk Laboratorium í Lyngby, Danmörku, 1978—80 og tæknilegur framkvæmdastjóri Stálvíkur hf í Garðabæ frá 1980. Ritstörf: Ship Hull Definition (Stöðugleikaforrit skipa), Institutet for skibs- og havteknik, DTH 1979. Sambýlingur 14. apríl 1974 Ruth Overgaard Nielsen stúdent f. 30. ág. 1952 á Helsingjaeyri í Danmörku dóttir Verner Niel- sen málarameistara þar og konu hans Karen Kristine f. Mad- sen. Börn 1) Baldur Björn f. 21. apríl 1975 í Khöfn, 2) Magnús Bo f. 21. apríl 1978 s.st., 3) Bjarni Þór f. 20. júlí 1980 í Rvík. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 18. ágúst 1980 H.G. Grétar Tryggvason (V 1980) f. 2. febr. 1956 í Rvík. For- eldrar Tryggvi bóndi í Skrauthólum á Kjalarnesi f. 31. okt. 1898 Stefánsson bónda Þorsteinssonar og kona hans Sigríður f. 20. júní 1922 Arnfinnsdóttir skipasmiðs og bónda á Litla-Miðfelli á Hval- fjarðarströnd Björnssonar. Stúdent MH 1975, próf í vélaverkfræði frá HÍ 1980. Verkfr. í Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf Rvík sumarið 1980, en fór um haustið til framhaldsnáms í straum- og varmafræðum við Brown University í Providence USA. Maki 24. nóv. 1979 Jóna Elfa kennari f. 5. júní 1956 í Rvík Jónsdóttir vélaverkfræðings þar Brynjólfssonar og konu hans Unnar Bjarnadóttur. Þau skildu. Barn Unnur Ósk f. 10. marz 1978 í Rvík. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 18. ágúst 1980 H.G. Steinar Jónsson (V 1980) f. 23. marz 1956 í Rvík. For- eldrar Jón //elgi bankamað- ur þar f. 16. júlí 1936 Frið- steinsson veitingamanns þar Jónssonar og kona hans Rósa f. 1. júlí 1939 Sigur- steinsdóttir verkamanns í Rvík Guðjónssonar. Stúdent MR 1976, próf í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1980. Verkfr. hjá Lands- virkjun í Rvík sumarið 1980, en fór um haustið til fram- haldsnáms í veikstraumsfræðum við Georgia Institute of Technology í Atlanta USA. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 18. ágúst 1980 H.G. Tryggvi Jónsson (V 1980) f. 11. nóv. 1954 í Rvík. For- eldrar Jón Viðar múrari í Kópavogi f. 18. sept. 1925 Tryggvason verzlunarmanns á Akureyri Jónssonar og kona hans Guðmunda Sig- ríður hjúkrunarfræðingur f. 12. jan. 1932 Sigurðardóttir verkamanns á ísafirði Bjarnasonar. Stúdent MT 1975, próf í byggingaverkafræði frá HÍ 1980. Verkfr. hjá Almennu verkfræðistofunni hf í Rvík frá 1980. Tryggvi Jónsson er bróðursonur Njarðar Tryggvasonar byggingaverkfr. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 18. ágúst 1980 H.G. 32 — TÍMARIT VFÍ 1981

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.