Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1981, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1981, Blaðsíða 17
efla rannsóknir og þróanir á þeim svið- um og gera sérþekkinguna staðbundna. Þekkingin og hráefnin eru ekki síður verðmæti við framleiðsluna en orkan og vinnuaflið. VAL FRAMLEIÐSLUGREINA Þegar við stöndum frammi fyrir því að nýta raforkuna til ákveðinnar fram- leiðslu, þá er valið ekki auðvelt. En ef takmarkið er að nýta raforkuna sem best þá hljótum við að leita eftir fram- leiðslu, sem þarfnast mikillar raforku á framleidda einingu, hefur lágan stofn- kostnað, miðað við framleiðsluverð- mæti, það er að orkuverðið sé hátt hlut- fall af endanlegu söluverði vörunnar, sem minnkar m.a. áhrif flutningskostn- aðar á heildarkostnaðinn. Einnig viljum við að framleiðslan byggi á okkar sér- stöðu og að hún sé skref í átt að því marki, sem við stefnum að. Við þurfum að spyrja: Mun hún gefa möguleik á úrvinnslu og/eða gefur hún okkur aukna þekkingu á því sviði, sem við höfum ákveðið að kanna? SAMKEPPNISHÆFNI RAFORKU VIÐ AÐRA ORKUGJAFA Rafhitun yfir 2000°C hefur lítið verið könnuð, en á því hitastigsbili og ofar hefur raforka mikla sérstöðu fram yfir lífrænu orkugjafana. Þegar lífrænir orkugjafar brenna myndast afgös, sem eru CO^ og vatnsgufa, auk þess er 80% af brennsluloftinu köfnunarefni, sem tekur ekki þátt í efnahvarfinu, en tekur til sín orku við upphitun. Hámarkshiti, sem hægt er að ná með þessum orku- gjöfum er mismunandi, en þó hæstur með olíu og hreinu súrefni, en það er um 2600°C. Þegar við nálgumst hámarkshita lifrænu orkugjafanna þá nýtist aðeins brot af efnaorku þeirra til hitunar, sem mest öll orkan er bundin í afgasinu (sjá línurit 28.1). Hámarks hitastig, sem hægt er að fá með raf- magni er háð efninu, sem nota á við það að hemja hitann. Með góðri hönnun er hægt að fá t.d. upphitaðan gasblástur í miklu magni um 5500—6000°C heitan. Við upphitun yfir 2000°C hefur raf- magn algera yfirburði, aðrir orkugjafar, sem gefa slíkan hita, eru miklu dýrari í framleiðslu en rafmagnið. Línurit 28.2 sýnir kostnað við að halda hitastigi X°C með mismunandi orkugjöfum og línurit 28.3 sýnir hutfallslegan kostnað við upphitun að X°C fyrir mismunandi orkugjafa. Á síðustu árum hefur fengist reynsla hér á landi á meðhöndlun efna við til- tölulega hátt hitastig. Reynslan hefur áunnist við framleiðslu sements (1450°C), áls (750°C) og járnblendis (1800°C). Fyrirhuguð steinullarverk- smiðja mun nota rafbræðsluofn (1600°C) og tilraunaframleiðsla hjá Iðnþróunardeild TSÍ á rafbræðslu sements hefur þurft um 2000°C hita til framleiðslunnar. Enginn vafi er á því að raforkan á mikla framtíð fyrir sér við ýmisskonar rafbræðslu og háhitaframleiðslu. HVERNIG FÆST HÁHITI? Háhita er hægt að ná með ýmsum hætti. Hægt er að fá háan hita með beinni rafhitun (viðnámshitun), þar sem notuð eru rafhitunareliment, en hámarkshitastig fer eftir því hversu tæringarsamt umhverfið er og efninu í rafhitaelimentinu. Á töflu 28.1 sjást ýmsar gerðir rafhit- unarelimenta og hámark hitastigs við notkun. Rafbræðsla í ljósbogaofni telst til beinnar viðnámshitunar, þar sem raf- straumur fer í gegnum rafskaut og bráð. Þar takmarka rafskautin hámarkshita ofnsins. Á mynd 28.3 sést einfaldur raf- bræðsluofn. Obein rafhitun er spanhit- un, örbylgjuhitun og „dielectric” hitun (torleiðnihitun). Óbeina rafhitunin er lítið þekkt hér á landi nema örbylgjuhitun við matar- gerð. Spanhitun er hægt að beita við efni, sem leiða rafstraum og takmarkast hitinn við ílátið sem inniheldur bráðið. Örbylgjuhitun og ,,dielectric”-hitun (torleiðnihitun) er liægt að beita við upphitun efna, sem leiða ekki, eða illa rafstraum. Plasmi er fjórða stig efnis og lýsir lofttegund, sem leiðir rafstraum. Gös leiða rafstraum, þegar liiti þeirra er nægjanlegur. Venjuleg rafsuða byggir á TÍMARIT VFÍ 1981 — 45

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.