Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1981, Blaðsíða 20

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1981, Blaðsíða 20
rafskautum og háhitaþolnum einangrunarsteinum. Hráefni í rafskaut þyrfti að flytja inn í landið, en hráefni í hitaþolna steina má fá hér, svo sem CaO, MgO og Si02, en A1203 er flutt inn í miklu magni. LOKAORÐ Það er sýnt að virkjun fallvatna mun aukast verulega á næstu árum og raf- orkunni þarf að breyta í verðmæti. Þessi tiltölulega auðfengna orka gefur okkur sérstöðu sem við ættum að nýta skynsamlega. Langtímasjónarmið ættu að ráða ferðinni og heildarskipulagning að vera fyrir hendi. Lítið hefur farið fyrir rannsóknum og tilraunum á notkunarmöguleikum raforkunnar miðað við mikilvægi málsins, en þó bendir allt til þess að úrbóta sé að vænta. Þar er mikiivægast að auka öflun upplýsinga, stýra rannsóknum og fjölga tilraunum og finna valkostina áður en ráðist er i miklar framkvæmdir. Það er öruggt að allar nýjar orkulind- ir sem skoðaðar eru í heiminum í dag, svo sem vetnissamruni, vindorka, öldu- orka og sólarorka koma í formi rafstraums til neytandans í framtiðinni. Það er því skemmtileg tilhugsun að íslendingar hafa möguleika á því að nýta raforkuna til uppbyggingar iðnaðar og hafa í dag tækifæri til þess að þróa allskyns framleiðsluaðferðir sem nýta raforku á hagkvæman hátt. Þekkingin og vélarnar sem til þarf gætu orðið okkur söluvara á morgun. Mikil- vægast er þó að afmarka sviðið, setja markmið og hefjast handa strax. TAFLA 28.2 Notkunarsvið raforku eftir hitastigi 20—200°C 200—400°C 600—800°C 900—1000°C 1200—2000°C >2000°C Rafaflsvélar Rafþurrkun Rafgreining Rafhitun Rafbræðsla Rafbræðsla/sindrun^ Varmadælur Vikur og gjall Al^Oj CaCO^ Steinull Si 99.999% Kísill MgCl2 (MgC03) Basalt SiC Fiskur (H2) Sement MgO Fiskimjöl Si 98.5% CrO Gras FeSi Al2°3 FéCr Si02 FeSiCr C — grafít myndun t SiC (sintrun) CaC2 K-ULL Álsement MoSi2 Alkali þolnar trefjar UPGRADED CHROMITE Mynd 28.6. Járn-króm framleiðslan. (Notað krómgrýti með lágt króminnihald). 48 — TÍMARIT VFÍ 1981

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.