Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 5
EFNISYFIRLIT: límarit VERKFRÆÐINCAFÉLAGS ISLANDS 66. árg. — 4. hefti 1981 Guðmundur Pálmason: Jarðhiti íslands Mat á stærð orkulindar Erindi flutt á Orkuþingi 1981 Bls. Guömundur Pálmason: Jaröhiti íslands 33 • Baldur Líndal: Not af jarðhita og ný tækifæri 38 • Gunnar Böðvarsson: Capacitive parturbations in Well interference testing 60 • Nýir félagsmenn 54, 59 og 62 ÚTGEFANDI: VERKFRÆÐINGAFÉLAG (SLANDS BRAUTARHOLTI 20, SÍMI 19717 KYNNINGAR- OG RITNEFND: ODDUR B. BJÖRNSSON, form. EGILL B. HREINSSON MAGNÚS JÓHANNESSON PÁLL LÚÐVlKSSON RAGNAR SIGBJÖRNSSON RfKHARÐUR KRISTJÁNSSON RÚNAR G. SIGMARSSON RITSTJÓRI: PÁLL LÚÐVÍKSSON UMBROT OG PRÓFARKALESTUR: GÍSLI ÓLAFSSON ÁRGANGURINN 6 HEFTI PRENTAÐ I STEINDÓRSPRENTI HF Heitavatnsgeymar á Öskjuhliö INNGANGUR Jarðhitinn er önnur meginorkulind okkar íslendinga, og leggur nú til um 'A af þeirri orku, sem þjóðin notar. Þrátt fyrir augljóst mikilvægi jarðhitans í orkubúskap þjóðarinnar verður að játa að þekking okkar á stærð þessarar orkulindar er enn harla ófullkomin. Veldur þar mestu um sú staðreynd, að orkulindin er neðanjarðar og þvi ekki eins aðgengileg til mælinga og t.d. fall- vötnin. Sitthvað hefur þó áunnist i þekkingaröflun á liðnum árum í tengsl- um við vaxandi nýtingu jarðhitans, og er því tímabært orðið að reyna að bæta fyrri áætlanir á þessu sviði. Á þessu og síðasta ári hefur verið unnið að því hjá jarðhitadeild Orkustofnunar að búa til nýtt mat á stærð þessarar orkulindar og er það verk nú langt komið. Ég mun hér á eftir rekja helstu niðurstöður og greina frá því, hvernig þetta mat er unn- ið. Allmargir sérfræðingar jarðhita- deildar hafa tekið þátt í þessu verki og í vinnuhópi um það eru auk mín þeir Gunnar V. Johnsen, Karl Ragnars, Gísli Karel Halldórsson, Helgi Torfason og Kristján Sæmundsson. Skýrsla um þetta mat er væntanleg innan skamms. ELDRI ATHUGANIR Fyrstu tilraun til að meta orkugetu Guðmundur Pálmason lauk prófi l eðlisverkfrœði frá KTH í Stokkhólmi 1955 og MS-prófi í eðlisfrœði frá Purdue University í Indiana 1957. Dr. scient. í jarðeðlisfræði frá HÍ 1971. Námsdvöl við Bundesanstalt fiir Boden- forschung í Hannover 1959. Verkfr. hjá Landssima Islands 1955, jarðhitadeild Raforkumálaskrifstofunnar 1955-1956 og frá 1957, forstöðumaður hennar (síðar jarðhitadeildar Orkustofnunar) frá 1964. Ráðgjafarstörf á vegum SÞ á Filippseyjum og í Mali 1965, El Salvador 1966 og 1967, Taiwan 1969 og á vegum Unesco í N-Kóreu 1978. Rann- sóknastörf við raunvísindastofnun HÍ 1968-1970. Gistiprófessor við Columbia University í New York 1973-1974 og starfaði þá jafnframt við Lamont- Doherty jarðfrœðistofnun skólans. jarðhitasvæðanna hér á landi gerði Gunnar Böðvarsson fyrir um 25 árum (1). Á þeim tíma voru dýpstu borholur landsins aðeins 7—800 m og verulega grynnri á háhitasvæðunum. Mælst hafði 230°C hiti á 220 m dýpi á háhita- svæði, en lítið var vitað um rennslis- eiginleika bergsins eða hversu djúpt vatnshringrás náði. Gunnar gerði sér ljósa grein fyrir mikilvægi varmaforð- ans í heitu bergi undir háhitasvæðun- um. Hann áætlaði, að á níu af tólf háhitasvæðum landsins eins og fjöldi TÍMARIT VFI 1981 — 49

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.