Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 6
þeirra var þá áætlaður, væri vinnanleg raforka um 17000 MWár og hið stöðuga náttúrulega varmaafl svaraði til um 300 MW rafafls. Ekki liggja ljósar fyrir allar forsendur þessa mats, en svo virðist sem reiknað sé með nýtingu á varmainnihaldi bergsins niður á um 2 km dýpi. í síðari greinum (2,3) áætlar Gunnar, að á háhitasvæði megi vinna raforku sem svarar 100 MWár/km2, eða 1 MW/km2 i 100 ár, og er þá einnig gert ráð fyrir að nýta megi varma bergsins niður á um 2 km dýpi. AÐFERÐIR VIÐ MAT Á ORKUGETU JARÐHITASVÆÐA Á síðari árum hefur talsvert verið gert að því að reyna að meta (áætla) orku jarðhitasvæða einkum í löndum þar sem jarðhitanýting á sér orðið alllanga sögu eins og á Ítalíu og í Bandaríkjun- um. Hefur þá gjarnan verið stuðst við aðferðir og hugtök, sem um langan aldur hafa verið notuð í námaiðnaðin- um og olíuiðnaðinum til að meta magn verðmætra jarðefna í berggrunninum á ýmsum svæðum. Nauðsynlegt er þó að taka tillit til þess, að jarðhitinn hefur sín sérkenni og aðlaga þarf aðferðir náma- iðnaðarins þeim. í nýlegri grein hafa Bandaríkjamaðurinn P. Muffler og ítalinn R. Cataldi (4) fjallað ítarlega um helstu aðferðir við mat á orkugetu jarð- hitasvæða og hefur verið höfð hliðsjón af henni í því mati á jarðhita íslands, sem hér verður sagt frá. Sú aðferð, sem mest er notuð, byggist á því að áætla út frá rúmmáli og hitastigi það varma- magn, sem fyrir hendi er undir jarðhita- svæði og siðan, hversu stórum hluta þess megi ná upp á yfirborð með vatni gegnum borholur. Er þá litið á jarðhita- svæðin fyrst og fremst sem varma- geyma, sem taka megi af og minnki að sama skapi að innihaldi. Aðferðin er einföld í notkun miðað við gefnar for- sendur, en galli hins vegar sá, að hún segir ekkert um afl svæðanna, þ.e. hve hratt megi vinna varmann úr svæðinu. Aflið er fyrst og fremst háð vatnafræði- legum eiginleikum bergsins og verður einungis fundið á hverju svæði með borunum og rennslisprófunum. Aðferð- in tekur ekki beint tillit til mismunandi kostnaðar við vinnsluna, þótt í sumum forsendum hennar séu kostnaðarleg sjónarmið innifalin. í meginatriðum er þetta sama aðferð og Gunnar Böðvars- son notaði í upphaflegu mati sínu á íslensku háhitasvæðunum, þar sem í báðum tilvikum er um að ræða mat á stærð viss varmageymis. Sú spurning vaknar í þessu sambandi, hvort líta beri á jarðhitann sem endan- lega orkulind, sem eyðist þegar af er tekið, eða varanlega, sem endurnýjast jafnóðum og af er tekið. Verður þá að líta á málið á tímakvarða mannlegra at- hafna, t.d. 50—100 ára. Á því er lítill vafi, að á jarðfræðilegan tímakvarða, sem reikna má í tugþúsundum eða hundruðum þúsunda ára, er jarðhitinn varanleg orkulind, en þó endanleg að stærð. Það sem gerir vinnslu hins vegar hagkvæma á jarðhitasvæðum, einkum háhitasvæðum, er að þar hefur safnast saman á löngum tíma og á tiltölulega litlu dýpi mikill varmaforði, sem borist hefur með vatnsstreymi neðan af meira dýpi. Þessi varmaforði er náma, sem eyðist þegar af er tekið, ef varmavinnsl- an er meiri en hið náttúrulega varmatap viðkomandi svæðis til yfirborðs. End- ingu geymisins verður þá að reyna að meta út frá líklegri stærð hans í hlutfalli við það varmaafl, sem tekið er út, og það varmaafl, sem berst inn í hann að neðan. Áður en lengra er haldið er rétt að gera grein fyrir helstu hugtökum, sem notuð eru í jarðvarmamatinu, og er þá heppilegt að ganga út frá s.k. McKelvey línuriti (1. mynd), sem notað er til svip- aðra hluta i námaiðnaðinum. Allur myndflöturinn sýnir heildarmagn þess varmaforða (geothermal resource base), sem í berginu er niður á dýpi, sem valið hefur verið 10 km í samræmi við það, sem annars staðar hefur verið gert. Aðeins hluti þessa varmaforða er aðgengilegur vegna dýpis og vatns- gengni berglaga. Mörk aðgengileika eru sett við visst dýpi, sem við höfum valið 3 km hér á landi. Af hinum aðgengilega jarðvarma er ekki við að búast að hægt sé að ná nema hluta upp á yfirborðið með borunum og vatnstöku. Höfum við kallað þennan hluta tæknilega vinnan- legan jarðvarma. Honum má síðan aftur skipta í hagkvæman og óhag- kvæman hluta og fer það m.a. eftir markaði á hverjum tíma, hvernig sú skipting er. Á lárétta ásnum í McKelvey línuritinu er þekkingarstig sett út, og ÞEKKT-----------•+*-------- ÓÞEKKT ---------- TÆKNILEG MÖRK DÝPTARMÖRK I. mynd: McKelvey línurit til skýringar á hugtökum, sem notuð eru í jarðvarmamatinu. 50 — TÍMARIT VFÍ 1981

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.