Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 10
Sú vinna, sem hér hefur verið greint frá, hefur verið unnin aðallega í þeim tilgangi að fá fram heildarmat á stærð þeirrar orkulindar, sem í jarðhita lands- ins felst. Ástæða er til að leggja áherslu á hina miklu óvissu, sem í mörgum for- sendum matsins er. Reynt hefur verið að nota sambærilegar aðferðir á hinum ýmsu jarðhitasvæðum, enda þótt þekking á þeim sé á mjög mismunandi stigi. Forsendurnar ber að skoða á gagn- rýninn hátt og reyna að endurbæta þær eftir þvi sem aukin þekking gefur tilefni til. TILVITNANIR: (1) Gunnar Böðvarsson 1956. Natural heat in Iceland. 5th World Power Conference, Paper 197 K/8, Wien. (2) Gunnar Böðvarsson, 1962. An appraisal of the potentialities of the geothermal resources in Iccland. Sixth World Power Conference, Paper 206 III. 6/3, Melbourne. (Prentað í TVFÍ, 1963). (3) Gunnar Böðvarsson, 1970. An estimate of the natural heat resources in a thermal area in Iceland. Geothermics, Spec. Issue 2, Vol. 2, Part 2, 1289-1293. (4) Muffler, P. og R. Cataldi, 1977: Methods for regional assessment of geothermal resources. Larderello Workshop on Geothermal Resource Assessment and Reservoir Engineering, Larderello, Ítalíu. (5) Gumundur Pálmason, 1981. Crustal rifting, and related thermo-mechanical processes in the lithosphere beneath Iceland. Geologische Rundschau, 70, 224—260. (6) Gunnar Böðvarsson, 1974. Geothermal resource energetics. Geothermics, 3, 83-92. Nýir félagsmenn Þorbergur Stcinn Leifsson (V 1980) f. 12. des. 1956 á Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar Leifur skipstjóri þar f. 21. des. 1915 Þor- bergsson Steins skipstjóra þar Steinssonar og kona hans Áslaug f. 20. maí 1919 Árnadóttir sjómanns og bónda þar Guðmundssonar. Stúdent MR 1976, próf í byggingaverkfræði frá HÍ 1980. Verkfr. i Straum- fræðistöð Orkustofnunar í Keldnaholti Rvík sumarið 1980, en fór til framhaldsnáms við Colorado State University USA haustið 1980. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 18. ágúst 1980. H.G. Jan Egil Arneberg (V 1980) f. 30. maí 1954 í Osló. For- eldrar Egil Arneberg verkfr. i Eiksmarka Noregi f. 23. febr. 1923 sonur Jan Arne- berg Dr. techn. í Þránd- heimi og kona hans Rönnaug Arneberg f. 9. apríl 1931 dóttir Halvor Halvorsen klæðskera í Osló. Stúdent frá Eikeli Gymn- as í Bærum Noregi 1973, próf í olíuverkfræði frá NTH í Þrándheimi 1978. Verkfr. hjá Saga Petroleum A/S i Osló 1978-79, Sintef við NTH í Þrándheimi 1979-80 og hjá Jarðborunum ríkisins í Rvík frá 1980. Maki 16. febr. 1979 Sólveig stúdent f. 12. des. 1955 í Rvík Þórisdóttir Tryggvasonar og konu hans Bergþóru gjaldkera þar Viglundsdóttur. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 22. sept. 1980. H.G. Kjartan Haraldsson Bjarna- son (V 1980) f. 26. apríl 1952 í Rvík. Foreldrar Har- aldur Á. Bjarnason raf- virkjameistari þar f. 9. marz 1922 sonur Ágústs H. Bjarnasonar prófessors og kona hans Sigurbjörg f. 1. júlí 1918 Guðmundsdóttir bónda á Ragnheiðarstöðum í Flóa Árn. Guðmundsson- ar. Stúdent MT 1972, próf í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1980, Verkfr. hjá Hitaveitu Reykjavíkur frá 1980. Kjartan H. Bjarnason er bróðir Ágústs H. Bjarnasonar rafmagnsverkfr. og Þórarins Benedikz rafmagnsverkfr. Þeir bræður og bræðurnir Ágúst Valfells Ph. D. efnaverkfr. og Sveinn S. Valfells byggingaverkfr. svo og Halldór Jónsson byggingaverkfr. og Laufey Hákonardóttir kona Rúnars Sigmarssonar byggingaverkfr. eru systkinabörn. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 22. sept. 1980. H.G. Krístján Helgi Bjartmarsson (V 1980) f. 7. júní 1947 að Mælifelli í Skagafirði. For- eldrar Bjartmar prestur í Gundarþingum í Eyjafirði f. 14. apríl 1915 Kristjánsson bónda og hreppstjóra að Ytri-Tjörnum í Eyjafirði Benjamínssonar og kona hans Hrefna f. 3. marz 1920 Magnúsdóttir járnsmíða- meistara á Akureyri Árna- sonar. Stúdent MA 1967, f. hl. próf í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1973, próf í rafmagnsverkfræði frá LTH í Lundi 1980. Verkfr. hjá Landssíma íslands í Rvík frá 1980. Sambýlingur Halldóra sjúkraliði f. 14. júní 1950 í Rvík Guðmundsdóttir pípulagningameistara þar A. Jensen og Kristínar Halldórsdóttur útgerðarmanns í Vörum í Garði Þor- steinssonar. Börn 1) Bjartmar f. 22. des. 1977 í Lundi, 2) Grétar f. 2. júlí 1980 í Rvík. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 22. sept. 1980. H . G . 54 _ TÍMARIT VFÍ 1981

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.