Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1981, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1981, Blaðsíða 17
var hætt í apríl 1981. Saltframleiðsla nam að jafnaði um 1 tonni á dag seinni hluta þessa tímabils. 5. HELSTU VIÐFANGSEFNI Þegar meta skal jarðsjóinn á Reykja- nesi sem hráefni til framleiðslu þeirra salta, sem uppleyst eru í honum, er það sér í lagi hið háa kísilinnihald hans og kísilskeljun í því sambandi, sem veldur óvissu um rekstrarskilyrði og þá jafn- framt um efnahagslegan grundvöll. Ekki er heldur vitað til að eiming hafi farið fram í stórum stíl á slíkum jarðsjó nokkursstaðar. Ennfremur voru kísil- skeljunareiginleikar jarðsjávarins við venjuleg aðfærsluskilyrði mjög í óvissu þegar hafist var handa. Auk hins háa kísilinnihalds er efna- innihald jarðsjávarins að öðru leyti frá- brugðið nokkru því efnainnihaldi salt- lagar sem kunnugt er um í vinnslu annarsstaðar, sem er önnur megin- ástæða til rannsókna á þessu sviði. Hér er hvorki ætlunin né tækifæri til að gefa sundurliðaða skýrslu um niður- stöður, en tæpt skal á meginatriðum. 6. BROT AF NIÐURSTÖÐUM Sem vænta mátti eru nú til umfangs- miklar skráðar upplýsingar, um öll megin atriði tilraunarekstrarins. Þess er vænst að birtar verði síðar sérfræðilegar skýrslur um hin ýmsu viðfangsefni og niðurstöður rannsóknanna. 6.1 Kísilskeljun í skilju og frárcnnsli Varðandi kísil liggja hin svonefndu opalmettunarmörk jarðsjávarins á Reykjanesi við um 10 bar. Því var ekki að vænta teljandi kísilskeljunar í aðfærsluæðinni, sem hefir þrýsting ofan við þessi mörk, enda hafa engir rekstrarerfiðleikar komið fram þar á nokkurn hátt. Þrýstingur í skiljunni og safngeymi hennar hefir hins vegar oftast verið neðan við opalmettunarmörk, og þá helst 6—7 bar. Þrátt fyrir þetta var kísil- skelin innan í þessum tækjum þunn að rekstri loknum (2—5 mm) og slíkt ætti ekki að vera til mikilla trafala í rekstri. Einu truflanir sem komu fram við rekstur voru, að á rist yfir fráfallsleiðslu jöfnunargeymis skiljanna safnaðist kísilhröngl, sem þurfti að fjarlægja tvisvar síðla á rekstrartímanum. Hin 100 m langa fráfallspípa fyrir jarðsjó, sem endar í hljóðdeyfi, hefir aldrei stíflast né óeðlileg mótstaða komið fram þar. Skeijun í henni var mæld í sept. 1981 og reyndist kísilút- felling 10 mm í nánd skiljanna, en 5 mm næst hljóðdeyfunum. Hinsvegar fellur kísillinn út strax og saltlögurinn kemur út úr hljóðdeyfum. Þar hrúgast upp kísilkvoða, sem verður að ræsa fram á nokkurra vikna fresti. Það sama á sér stað við hlóðdeyfi við borholu 8. Þar snarfellur kísillinn út í fráfallinu. Unnið er að lausn, þannig að þetta sé ekki til vandkvæða í framtíðarrekstri. Skýring- ar varðandi rennsli í kerfi þessu, má finna á mynd 6. 6.2 Eiming jarðsjávarins og kísilskcljun í því sambandi Eimingin innifelur uppgufun á um 85% jarðsjávarins og um sexföldun á seltu hans. Hugmyndir um framkvæmd þessa þáttar voru mjög óljósar áður en tilraunavinnslan hófst, þar sem ekki var vitað gerla um hegðan kísilsins. Erfiðleikar komu strax fram í rekstri eimanna varðandi skeljunina þar sem skeljunarhraði reyndist óviðráðanlegur. Var þá gripið til nýrra aðferða þessu til lausnar. Sú úrlausn var valin, að breyta sýru- stigi jarðsjávarins, þ.e. lækka sýrustigið meðan á eimingu stendur og hækka það svo aftur til þess að láta kísilinn falla út þar sem til var ætlast, þ.e. í kísilset- kerinu, eftir eimingu. Eiginleikar kísilsýru eru mjög háðir sýrustigi. Er þá einkanlega átt við, að það sé háð sýrustigi hve ört kísilsýran myndar svo stóra kjarna að þeir geti botnfallið eða valdið setskeljun á F'"SALT Mynd 5. Saltverksmiðjan á Reykjanesi. Yfirlitsmynd. TÍMARIT VFÍ 1981 — 77

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.