Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1981, Blaðsíða 19

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1981, Blaðsíða 19
smiðjunni vera 70—75°C. Saltafköst pannanna geta numið 30-100 kg á hvern fermetra pönnuyfirborðs á sólarhring, eftir hitastigi og styrkleika saltlagar inn og út úr pönnum. 6.5 Þvottur og frágangur fisksalts í tilraunaverksmiðjunni er saltið fært upp á úrsigspall þegar kristöllun lýkur, og sígur þá mesti hluti móðurlagarins úr, en eftir verður um 13% raki í saltinu. Sogsíun minnkar raka niður í 3—4%. Raki þessi er jafnframt mæli- kvarði á það hve mikil aukasölt fylgja saltinu, því efnainnihald rekjunnar er að sjálfsögðu eins og í móðurlútnum, sem inniheldur nokkurt magn kalsíum- klóriðs og kalíumklóriðs. Nú þykir ákveðin efnasamsetning saltsins heppileg fyrir saltfisk. Til þess að ná slíkri samsetningu þarf einungis að skola saltið með saltupplausn af ákveðnum styrkleika og þvo þannig burt saltlöginn sem fylgdi saltinu úr pönnunum þannig að vallausnin kemur í staðinn. Á þann hátt hefir náðst full- komin stjórnun á efnainnihaldi saltsins. 6.6 Framleiðsla kalsíumklóriðs, kalíum- klóriðs og bróms Móðurlögur sá, sem frá saltvinnsl- unni kemur, inniheldur ennþá töluvert af salti og svo til allt kalsíumklór- ið, kalíumklórið, bróm o.fl., sem upp- haflega var fyrir hendi. Ákveðnar hugmyndir voru þegar fyrir hendi um vinnsluferil þessara efna. Var farið í gegnum þessa ferla í tilraunaverksmiðj- unni í smáum mælikvarða. Safnað var mikilvægum upplýsingum varðandi uppleysanleika o.fl., sem máli skipti í þessari vinnslu. Að þessu loknu var keyrt samfellt í gegnum þessa þætti í tilraunaskyni, að þeim breytingum loknum, sem æskilegar höfðu reynst á aðferðum og meðferð efna. 6.7 Tilraunir með notkun saltsins Mestur hluti þess salts, sem framleitt var í tilraunaverksmiðjunni var notaður til fisksöltunartilrauna og liggja fyrir veigamiklar upplýsingar þar að lútandi. Þessar prófanir ná þó einungis til gróf- salts, því það var sú eina gerð, sem framleidd var. Nokkrum tugum tonna af salti þessu var pakkað í smásölupakkingar og það selt í tilraunaskyni sem venjulegt matar- salt. Þetta salt fékk að því best er vitað undantekningarlaust góða dóma hjá matreiðslufólki, að því leyti að það þótti bragðhreint og gefa ferskan keim. Margt fleira var hægt af þessari tilraun að læra, sem varðar miklu þegar um fullgild söluáform verður að ræða. Prófun var gerð með söltun á sauða- gærum með salti þessu. Þótti söltunin gefa góða raun. Veigamestu tilraunirnar voru gerðar með söltun fisks. Þær voru fram- kvæmdar á vegum Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins undir stjórn Geirs Arnesen efnaverkfræðings. Hafa tilraunir þessar sérstaklega við það miðast, að kanna hvers konar salt væri heppilegast til söltunar. Gerðar voru fjölmargar fullgildar tilraunir með samanburði á saltgerð þeirri sem valin var hverju sinni og innfluttu, sólunnu salti. Saltaðir voru tugir tonna af fiski á mörgum stöðum á landinu. Ekki eru tök á að skýra öllu nánar frá tilraunum þessum hér, en óhætt er að segja að margir fiskverkunarmenn telja að Reykjanessaltið hafi ótvíræða kosti fram yfir það innflutta og að allir eru þeir ánægðir með hina endanlegu gerð þess eftir því sem best er vitað. 6.8 Tilraunir með vinnslu fínsalts Vinna má bæði venjulegt borðsalt og salt til iðnaðarþarfa úr þessum saltlegi jafnt og grófsalt. Það er fínsalt eða „vakuum” salt sem til þeirra þarfa er notað. Venjulega er finsalt miklu hreinna efnafræðilega séð en það gróf- salt, sem rætt var um að framan. Fínsalt þetta er búið til í lokuðum kristöllunareimum en því miður hafði tilraunaverksmiðjan ekki slík tæki. Þótt engin efi sé á að slíkt salt megi vinna þarna úr jarðsjónum með góðum árangri, væri fengur í að prófa vinnslu þess í tilraunaverksmiðjunni þótt síðar verði. Að sjálfsögðu er fínsalt líka einn af meginframleiðsluþáttum Sjóefna- vinnslu á Reykjanesi síðarmeir. 7. NIÐURLAGSORÐ Eðlilegt er að nú sé spurt, hver sé hinn raunhæfi árangur af tilraunastarfsemi þessari. Vill höfundur þá tiltaka eftir- farandi atriði framur öðrum.: 1. Tilraunir þessar sýndu svo ekki var um villst, að framleiðsla salts og fleiri efna er tæknilega raunhæf. 2. Starfsemin var mikilvægur undir- búningur starfsmanna jafnt sem stjórnenda, og veitti beina reynslu og starfsþjálfun við þessa sérstæðu framleiðslu. 3. Starfsemin knúði fram lausnir á tæknilegum vandamálum, sem komu fram við reksturinn. 4. Tilraunaverksmiðjan auðveldar uppbyggingu fullgildrar fram- leiðslu, með því að nýta má aðstöðu þá sem tilraunaverk- smiðjan hefir aflað til undirstöðu frekari starfsemi. Jafnframt gefur þessi háttur mikið öryggi í allri hönnun og nýsmíði. 5. Kostnaður við starfsemi þessa hefir síst verið hlutfallslega meiri, en títt er um undirbúning mannvirkja almennt. 6. Árangur af rekstri þessarar verk- smiðju og önnur starfsemi undir- búningsfélagsins, hefir þegar verið tekin til meðferðar á Alþingi. Þar voru gefin út lög um nýtt félag, sem skal taka við. Skal það nefnast Sjó- efnavinnslan hf. 7. Sjóefnavinnslan hf. skal hafa það hlutverk að framleiða ýmis konar sölt og önnur efni, úr venjulegum sjó og jarðsjó. Hún skal ennfremur stuðla að framleiðslu afieiddra orkufrekra efna svo sem vítissóda, klórs, natríumklórats, magnesíum- klóriðs o.fl. Ætla má að tilrauna- verksmiðjan se hin eiginlega kveikja að framgangi þessara mála. Lætur höfundur svo þessari grein lokið, fullviss þess, að þarna var vel að málum staðið hjá þeim, sem gerðu þessa tilraunaverksmiðju og árangursríkan rekstur hennar að veruleika. Höfundar þakkar stjórn Undir- búningsfélags saltverksmiðju á Reykja- nesi hf. fyrir leyfi til birtingar á þessari umræðu hér. Ennfremur þakkar höfundur Sigurði V. Hallssyni og Sigurði R. Guðmundssyni fyrir góðar ábendingar í sambandi við lestur handrits. TÍMARIT VFÍ 1981 — 79

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.