Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1981, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1981, Blaðsíða 6
Almennar rannsóknir hafa líka verið töluverðar á Reykjanesskaga og má þar nefna jarðfræðikort sem nær austur til Þorlákshafnar (Jón Jónsson 1978) og jarðskjálftarannsóknir (Klein o.fl. 1977, Sveinbjörn Björnsson pers. uppl. 1981). Meðal nýjunga í rannsóknum á Svartsengissvæðinu er gerð reiknilíkans, sem tengir tölulega saman helstu eðlis- og efnafræðilega eiginleika jarðhita- vatnsins á leið þess um jarðhitakerfið, þ.e. aðrennsli, hringrás og frárennsli (Snorri Páll Kjaran o.fl. 1980). Líkanið er aðallega gert til þess að spá hvernig þrýstingur og afkastageta jarðhita- kerfisins kunni að breytast með langvar- andi orkuvinnslu. Því til grundvallar eru lagðar mælingar í borholum á jarðhita- svæðinu í Svartsengi og ákveðnar jarð- fræðilegar forsendur, sem athygli verður nú beint að. Tvennt þarf að skýra jarðfræðilega í sambandi við líkanið. Annað er aðrennsli vatns, sem er að hálfu ferskt og að hálfu sjór. Hitt er að jarðhita- kerfið er ekki jafnopið til allra átta. Hvort tveggja má skýra þannig, að til jarðhitakerfisins liggi vatnsgeng rás, eins konar pípa grafin djúpt í jörðu, frá hálendinu austar á skaganum (Snorri Páll Kjaran o.fl. 1980). Einfalt líkan af þessari gerð er sýnt á mynd 1. En hvernig verður svona rás til á kafi í jarðlagastaflanum? Svarið finna líkan- smiðirnir í gögnum Raunvísindastofn- unar Háskólans um dreifingu jarð- skjálfta á Reykjanesi (Sveinbjörn Björnsson, óbirt gögn). Mynd 2 sýnir, að jarðskjálftamiðjur liggja á þröngu belti frá Reykjanesi austnorðaustur til Kleifarvatns. Mynd 3 sýnir, að við Svartsengi eigi flestir skjálftar upptök sín á 2—4 km dýpi og svo mun einnig um aðra skjálfta á beltinu, að upptök þeirra eru á fremur þröngu dýptarbili. Þetta er túlkað þannig, að flestir skjálftanna verði efst í hljóðhraðalagi 3, sem svo er nefnt (Guðmundur Pálmason 1971). Það hljóðhraðalag hefur yfirleitt verið talið óvatnsgengt og með háan hita- stigul. Nú stafar jarðskjálfti af því að bergið brotnar, þar sem skjálftinn á upptök sín, og ekki er ólíklegt að brotinu fylgi aukin vatnsleiðni. Því hugsa líkansmiðirnir sér að í skjálfta- beltinu, efst í hljóðhraðalagi 3, geti myndast vatnsgeng rás út eftir Reykja- nesskaganum. Vatnið sem færi eftir rás- inni væri að auki í snertingu við heitt berg í hljóðhraðalagi 3 og þaðan fengi jarðhitakerfið orku sína, en ekki frá staðbundnum varmagjafa undir Svarts- engi (Snorri Páll Kjaran o.fl. 1980, bls. 15-17). Nú er þess að geta, að öll þekkt háhitasvæði Reykjanesskagans eru á skjálftabeltinu eða beinu framhaldi þess til austurs. Talið er að eldvirkni á skaganum skiptist í fimm bergfræðilega aðgreinanlega sprungusveima og á hverjum þeirra miðjum sé háhitasvæði: Reykjanes, Svartsengi, Krísuvik, Brennisteinsfjöll og Hengill (Sveinn P. Jakobsson o.fl. 1978). Samkvæmt því eru háhitasvæðin staðsett þar sem sker- ast sprungusveimur og skjálftabelti, og kemur sú skoðun raunar fram hjá höfundum fyrrgreinds reiknilikans (Snorri Páll Kjaran o.B. 1980, bls. 15). Jónas Elíasson (1973) hefur sýnt fram á, að góð vatnsleiðni jarðlaga skiptir meira máli en hár hitastigull til að koma af stað þeirri hringrás vatns sem talin er skapa jarðhitasvæðin. Það liggur því beint við að álykta sem svo, að jarðhita- svæðin á Reykjanesskaga séu afleiðing af aukinni vatnsleiðni þar sem skerast tvær brotastefnur og jörðin er kross- sprungin. Ekki er þó útilokað að mikil innskotavirkni á mótum sprungusveims og skjálftabeltis valdi líka einhverju um tilvist háhitans. JARÐHITASVÆÐIÐ VIÐ KRÖFLU Við Kröflu er ætlunin að virkja gufu af háhitasvæði i fyrsta sinn til stórfelldr- ar raforkuframleiðslu. Stöðvarhús stendur þar fullbúið og verið er að leita að gufunni. Vegna jarðhitaleitarinnar hafa verið gerðar fjölþættar rann- sóknir, úr lofti, á landi og í borholum Mynd 1. Einfalt rennslislíkan af jarðhitasvœðinu við Svartsengi. Tölur í hringjum vísa til helstu þátta í hringrásarkerfi jarðhitans. 1: Innstreymi. 2: Uppstreymi. 3: Niðurstreymi. 4: Gufustreymi. 5: Affallsvatn. (Eftir Snorra Páli Kjaran o.fl. 1980) / A simplified hydrological model of the Svartsengi geothermal area. 1: Inflow. 2: Upflow. 3: Downflow. 4: Steam. 5: Runoff. i______________________i_____________________l ____:________i-------------1______________i_____________i_____________i_______________ Mynd 2. Staðsetning jarðskjálftamiðja á Reykjanesskaga 1971-1976. (Óbirt gögn frá Svein- birni Björnssyni, Raunvísindastofnun Háskólans. I: Snorri Páll Kjaran o.fl. 1980) / Earthquake epicenters in the Reykjanes Peninsula 1971-1976. 82 — TIMARIT VFI 1981

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.