Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1981, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1981, Blaðsíða 9
á grunnvatnshæðarlínur. Til frekari skýringa eru dregnar á kortið nokkrar örvar sem sýna rennsli grunnvatnsins. Á kortinu vekur einkum athygli að milli Skálafells og Hengils er mikil lægð í grunnvatnið, einskonar grunnvatns- dalur. Eins og örvarnar á mynd 8 sýna, verður „dalurinn” til þess að afrennsli úr sunnanverðum Hengli leitar austur í Hveragerði og dalina þar norður af. Við frekari túlkun skiptir höfuðmáli, hvort grunnvatnshæðarkortið endurspeglar einungis vatnsrennsli í yfirborðslögum (svonefnt villuvatn eða falskt grunn- vatn). Niðurstöður viðnámsmælinga varðandi djúplægt viðnám (Gylfi Páll Hersir 1980) benda eindregið til þess að vatnsleiðarinn sé opinn niður á 1000 m dýpi eða svo, þ.e. að rennsli vatns í efstu 1000 m jarðskorpunnar sé í sam- ræmi við grunnvatnshæð. Mynd 9 sýnir niðurstöður hluta mælinganna. Þar sést að vatnaskil samkvæmt grunnvatns- hæðarkortinu falla saman við djúplæg viðnámsskil, sem trúlega marka út- breiðslu jarðhitavatns í berginu. Grunnvatnshæð virðist því stýra rennsli jarðhitavatns í Hengli. Frekari stuðning við þessa túlkun viðnámsmælinga er að finna í flugsegul- korti af Hengilsvæðinu, sem sýnt er á mynd 10. Tvennt einkennir það kort. Hið fyrra er hryggur í segulsviðinu sem liggur SV-NA eins og gossprungur gera almennt á svæðinu. Hann endurspeglar rétt segulmagnað berg á gosbeltinu. Hið síðara er segullægð, sem liggur VNV- ASA um miðbik kortsins. Þessa lægð liggur beint við að skýra með afsegul- mögnun bergs af völdum jarðhitavatns. Samanburður við grunnvatnshæðar- kortið á mynd 8 leiðir 1 ljós, að segul- lægðin svarar nokkuð greinilega til afrennslisleiða úr sunnanverðum Hengli, eins og þær má ráða af grunn- vatnshæðinni. Þetta gefur vísbendingu um að vatnsleiðarinn sé opinn, þ.e. jarðhitavatn djúpt í jörðu streymi eftir tilsögn grunnvatnshæðar. Framangreind túlkun viðnáms- og flugsegulmælinganna sýnir þá að grunn- vatnsstraumurinn úr Hengli er ekki falskur, heldur rennur jarðhitavatn úr Henglinum sunnanverðum í opnum vatnsleiðara til jarðhitasvæðisins við Hveragerði. Svipaða ályktun virðist mega draga af hitaþversniði úr bor- holum í Ölfusdal, sem sýnt er á mynd 11 (Zhou Xi-Xiang 1980, lítillega breytt). Þar sést hvernig heitur vatnsstraumur kemur úr norðvestri á 600—800 m dýpi og leitar upp til yfirborðs í Hveragerði í suðaustri. Með þetta í huga mætti ætla að jarðhitinn í Hveragerði sé eingöngu afrennsli frá Hengli, enda finnast ekki í jarðeðlismælingum neinar vísbendingar um annars konar uppstreymi við Hvera- gerði. Einhver jarðfræðileg rök kunna þó að vera fyrir sérstöku uppstreymi jarðhita við Hveragerði, óháð Hengli og jarðhitanum þar. Víkjum að lokum aðeins nánar að grunnvatnsdalnum milli Hengils og Skálafells. Svona „dalur” stafar af því að lekt eða vatnsleiðni bergsins þar er miklu meiri en lekt grannbergsins, í Hengli og Skálafelli. Ein skýring þess gæti verið sú að milli móbergshrúgalda sé uppfylling úr basalthraunum, sem eru miklu lekari en móberg. Ekki er hún þó allskostar sannfærandi ein sér. Önnur skýring gæti falist í brotasvæði með aukinni vatnsleiðni eftir stefnu brot- anna. Ýmis rök styðja þá skýringu, meðal annars VNV-ASA brotalínur í Henglinum. Brotasvæði sem lægi VNV frá jarðhitasvæðinu við Hvera- gerði upp á milli Hengils og Skálafells gæti sem best skýrt grunnvatnsdalinn og kæmi það heim við aðrar vísbendingar um þannig línun í landslagi og hvera- virkni á svæðinu. FLOKKUN JARÐHITA Lengi hefur tíðkast að flokka jarðhita eftir efnafræðilegum einkennum hvera- vatnsins eða hveraloftsins. Fram yfir miðja þessa öld var þannig algengast að skipta íslenskum hverum eftir sýrustigi vatnsins i súra hveri (pH<7) og alkal- íska (ph>7) og enn koma fram flokk- anir reistar á efnafræðilegum grunni. Gunnar Böðvarsson (1961) skipti íslenskum jarðhitasvæðum eftir útliti og hitastigi 1 lághitasvæði, sem einkennast af vatnshverum og lítilli ummyndun bergs, og háhitasvæði, sem einkennast af gufuhverum og mikilli jarðhitaum- myndun. Hann telur þennan útlitsmun einkum stafa af misháum hita í jarðhita- kerfunum og skilgreinir lághitasvæði þannig, að botnhiti sé þar eigi hærri en 150°C. Botnhiti merkir hér nokkurn Mynd 5. Bouguer-leiðrétt þyngdarkort af Kröflu-öskjunni. Jafnþyngdarlínur I mgal. (Eftir Gunnari V. Johnsen. f: Ragna Karlsdóttir o.fl. 1978). / A Bouguer gravity map of the Krafla caldera. Contour intervals in mgal. TÍMARIT VFÍ 1981 — 85

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.