Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1981, Blaðsíða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1981, Blaðsíða 13
Þinavallavoli f ÍNesjovelli Hveragerdi 7095- Jofntequiii ORKUSTOFNUN HENGILSSVffOI-FLUGSEGULKORT iB BOOmyt.Mœll Þ.S '75.Úrvmntlo Af Fnr 14320 Mynd 10. Flugsegulmœlingakorl af Hengli og nágrenni. (Mœlingar gerði Þorbjörn Sigurgeirsson fyrir Orkustofnun. I: Axel Björnsson 1980.) /Airborne magnetic map of the Hengill area. Mynd 11. Þversnið hitastigs I borholum I Ölfusdal, snið a-a’ á mynd 8. (Eftir Zhou Xi- Xiang 1980, dálítið breytt.) /Temperature profile in boreholes on line a-a’, fig. 8. anna með því brotakerfi sem kalla má gliðnun íslands um Mið-Atlantshafs- hrygginn. Samkvæmt þeirri hugmynd er ísland ofansjávarhluti af neðansjávar- hryggjakerfi, rifið um þvert af nokkrum gosbeltum. Þar gliðnar jarðskorpan, en sniðgengi tengja gosbeltin og þannig ná þau að mynda samfellda rifu í jarð- skorpuna. Önnur hugmynd virðist hins vegar henta betur til að skýra stóra drætti í brotakerfi landsins. Líta má á Island sem bungu á hafs- botninum. Landið stendur upp úr sjó og er í þeim skilningi bunga á jarðskorp- unni, en það hvílir iíka á bungu í möttl- inum. Margt bendir til þess að skilin milli skorpu og möttuls séu allmiklu brattari en yfirborð landsins. Til dæmis hafa rafsegulsviðsmælingar á viðnámi í skorpu og möttli verið túlkaðar þannig, að skorpan sé þynnst á gosbeltunum, 10 km, en þykkni hratt út frá þeim og virð- ist hallinn á skilunum milli skorpu og möttuls vera 1:5—1:10, samkvæmt þessum mælingum (Belbo, M. og Axel Björnsson 1980, Gylfi Páll Hersir 1980). Niður þennan halla rennur jarðskorpan undan eigin þunga. Spennusvið í skorp- unni verður því líkt og á útblásinni blöðru, tog til allra átta. Þegar skorpan lætur undan alhliða togi, opnast þrjú brot með um það bil 120° horni sín á milli; verður það hér nefnt þríbrot (triple junction). Alþekkt dæmi um net slíkra þríbrota er stuðlamyndun í bergi. Þar hefur nýstorkið hraun kólnað og dregist saman uns það tók að springa í togsviði til allra átta. Nær öll brot milli stuðla eru þríbrot og sjálfir verða þeir aðallega blanda af fimm- og sexhyrning- um. Brotakerfi skorpunnar á íslands- bungunni er þó ekki jafneinfalt og stuðlabrot í bergi, því fleira hefur áhrif á spennusviðið en togið vegna bung- unnar. Helstu áhrifavaldar aðrir eru Reykjaneshryggurinn, suðvestur af íslandi, og Kolbeinseyjarhryggurinn, norður af landinu. Þeir eru báðir gliðn- unarhryggir og eðlilegt er að hugsa sér, að gliðnunarhreyfingin tengist milli þeirra í krákustígum eftir þríbrotakerfi bungunnar. Það verður hlutskipti sumra brota að gliðna og verða áber- andi í landinu, en önnur nánast hverfa úr augsýn og þarf talsverða leit til að finna þau. Hér víkur nokkuð frá fyrri hugmyndum um þríbrot á íslandi (sjá t.d. Pál Einarsson o.fl. 1977 og Kristján Sæmundsson 1979), þar sem venjulega er gert ráð fyrir einu stóru þríbroti út frá bungumiðju, en hér er stungið upp á miklu smágerðara neti þríbrota. Stóra brotið á ætt að rekja til rannsókna á bungum sem rifnað hafa TÍMARIT VFI' 1981 — 89

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.