Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1984, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1984, Blaðsíða 12
Sigmundur Guðbjarnarson og Unnsteinn Stefánsson til vara. 4. Nefnd til að undirbúa 9. norræna ráðstefnu um snefilefni hér á landi 19.—23. júní 1983. skipuð 26/10 1982. Halldór Ármannsson formaður, Jón Ólafsson, Pétur Reimarsson. Nefndin undirbjó ráðstefnuna og hún var haldin á tilskild- um tima. Nefndin hefur því lokið störfum. 5. Nefnd til að hugleiða menntun og starfsreynslu verk- fræðinga og gera tillögur um lágmarkskröfur um menntun og starfsreynslu manna til að þeir geti öðlast starfsheitið verk- fræðingur, eða t. d. sérfræðingur á einhverju sviði, deildar- verkfræðingur eða yfirverkfræðingur. skipuð 26/10 1982. Júlíus Sólnes formaður, Claus Ballzus, Jón Þ. Jónsson, Sigurbjörn Guðmundsson. Nefndin lauk störfum og skilaði áliti, sem er lagt fyrir aðal- fund 1984. Fulltrúar VFÍ í nefndum og öðrum samtökum: 1. Alþjóða orkumálaráðstefna, AOR: Skipaðir 26/4’83 til tveggja ára: Andrés Svanbjörnsson og Loftur Þorsteinsson til vara. 2. Alþjóðanefndin um stórar stíflur, ANSS: Skipaðir 26/4’83 til tveggja ára: Pálmi R. Pálmason og Pétur Stefánsson til vara. 3. Norrænn byggingardagur: Óttar P. Halldórsson til ótil- tekins tíma. 4. íslandsnefnd FEANI: Formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri VFÍ. Helslu mál, sem sljórnin hefur fjallað um á starfsárinu. 1. Á fundi framkvæmdastjórnar 19/4 1983 var fjallað um ráðningu útgáfustjóra fyrirTímarit VFÍ, Fréttabréf VFÍ o. fl. í því sambandi var ákveðið að gera drög að starfslýsingu fyrir útgáfustjórann til nánari glöggvunar á málinu. Á fundi fram- kvæmdastjórnar 30/8 1983 var gengið frá auglýsingu eftir út- gáfustjóra. Alls bárust 12 umsóknir um starfið. Formaður og framkvæmdastjóri ræddu við umsækjendur og að athuguðu máli var Páll Magnússon fréttamaður ráðinn útgáfustjóri VFÍ til að annast útgáfustarf og kynningarstarf fyrir félagið frá 1. nóv. 1983 að telja. Hann hóf þá þegar störf að útgáfu Frétta- bréfs VFÍ, sem ákveðið var að leggja niður í lok ársins 1983, en sér nú alfarið um útgáfu á hinu nýja fréttablaði VERK- TÆKNI, sem Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðinga- félag íslands standa sameiginlega að. 2. Á fundi framkvæmdastjórnar 13/5 1983 var lagt fram bréf frá Ingenjörsvetenskapsakademien í Stokkhólmi og VFI boðið að senda fulltrúa á fund Convocation of Engineering Academies, í Stokkhólmi dagana 29. maí—2. júní 1983. Á fundi stjórnarinnar 24. mai 1983 var samþykkt að J. Ingimar Hansson sækti þennan fund sem fulltrúi VFÍ. Hann skýrði svo frá eftir fundinn, að hann hefði verið mjög ánægjulegur og fróðlegur, sérlega vel skipulagður og miklu betri en hann hefði gert ráð fyrir. Af þessu tilefni hefur félagið óskað eftir samstarfi við IVA í framtíðinni. 3. Á fundi framkvæmdastjórnar 13/5 1983 voru lögð fram erindi frá Ríkharði Kristjánssyni, dags. 17/1 1983, og Andrési Svanbjörnssyni varðandi styrk vegna fundar erlendis um tæknimál. Að fengnu áliti Menntamálanefndar VFI var ákveðið að veita þeim báðum styrk úr Rannsókna- og mennt- unarsjóði, sem var stofnaður á seinasta aðalfundi, 10.000 kr. hvorum. 4. Á fundi aðalstjórnar 24. maí 1983 var ákveðið að leið- rétta gjaldskrá fyrir verkfræðistörf skv. tillögu Félags ráð- gjafarverkfræðinga frá 2. febr. 1983. Þóknunarstuðull í greinum 2.28, 3.28, 4.28 og 5.28 var hækkaður úr 1,63 í 1,93 og tímagjaldinu breytt í 1,62% af mánaðarlaunum. Hér var um að ræða nauðsynlega lagfæringu á gjaldskránni vegna lækkunar hennar af völdum verðbólgu og lengingar orlofs með lögum frá Alþingi frá því gjaldskráin var lagfærð síðast 15. maí 1982. 5. Dagana 16.—18 júní 1983 var haldinn sameiginlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra norrænu verk- fræðingafélaganna, NIM-83, í boði Norske Sivilingeniörers Forening í Osló. Þátttakendur í fundinum af hálfu VFÍ voru Júlíus Sólnes og Hinrik Guðmundson ásamt konum. Á dag- skrá fundarins voru m. a. skýrslur um starfsemi félaganna, félagafjölgun, atvinnumál verkfræðinga á Norðurlöndum, menntamál, ný viðfangsefni og framtíðarspár á sviði verk- fræði og raunvísinda. Farið var í kynnisferð um Oslóarfjörð og „Det Norska Veritas” í Hövik heimsótt, fyrirtækið skoðað og skýringar fengnar á starfsemi þess. Næsti fundur, NIM-84, verður haldinn í Finnlandi í júní 1984. 6. Norrænn byggingardagur var haldinn í Reykjavík um mánaðamótin ágúst-september 1983. í því sambandi hélt VFÍ og Tæknifræðingafélag íslands sameiginlegt hóf í félags- heimili Rafmagnsveitu Reykjavíkur fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga, sem sóttu Norræna byggingardaginn. 7. Hinn 19/8 1983 skrifuðu þeir Birgir Jónsson, jarðverkfr., Davíð Egilson, jarðverkfr., og Jón Ingimarsson, byggingaverkfr., stjórn VFÍ bréf, þar sem þeir félagar bjóðast til að leggja fram endurgjaldslaust jarðvegsathugun og mælingu á dýpi á klöpp fyrir nýja Verkfræðingahúsið í Ásmundarreit. Þetta þótti stjórn VFÍ drengilega boðið og öðrum félagsmönnum til fyrirmyndar. 8. Á fundi framkvæmdastjórnar 20/9 1983 var lögð fram umsókn um styrk úr Rannsóknar- og menntunarsjóði VFÍ frá Sigurði Lárusi Hólm til greiðslu á kostnaði vegna þátttöku í námskeiði í Noregi. Að fengnu áliti Menntamálanefndar VFÍ ákvað framkvæmdastjórn á fundi sínum 28/11 1983 að veita honum styrk að fjárhæð 10.000,- kr. 9. Á fundi framkvæmdastjórnar 1/11 1983 var ákveðið að fela Kynningar- og ritnefnd að eiga viðræður við hliðstæða nefnd Tæknifræðingafélags Islands um hugsanlega útgáfu á sameiginlegu fréttablaði og gera tillögur í því efni. Þetta leiddi til samkomulags beggja félaganna um útgáfu á sameiginlegu fréttablaði, sem tæki við af Fréttabréfi VFÍ um áramótin 1983/84. Fréttabréf VFÍ hætti þá að koma út en nýja frétta- blaðið VERKTÆKNI hóf göngu sína um miðjan febrúar sl. og á að koma út hálfsmánaðarlega eins og Fréttabréf VFÍ gerði. Páll Magnússon, útgáfustjóri VFÍ, annast útgáfuna en VFÍ og TFÍ bera ábyrgð á kostnaði hennar þannig að VFÍ ber 2A en TFI lA ábyrgðarinnar. 10. Á fundi framkvæmdastjórnar 28/11 1983 samþykkti stjórnin að leggja til við aðalfund, að á árinu 1984 yrði um 36.000,- kr. ráðstafað á fjárhagsáætlun til endurmenntunar- nefndar skv. samkomulagi Háskóla íslands, Tækniskóla Is- lands, Bandalags háskólamanna, Hins íslenska kennarafélags, Tæknifræðingafélags íslands og Verkfræðingafélags íslands frá 20/12 1982. 11. Á sama fundi var fjallað um bréf frá Verðlagsstofnun, dags. 28/10 1983, varðandi gjaldskrá fyrir verkfræðistörf. Fulltrúi Verðlagsstofnunar óskaði eftir fundi með fulltrúum VFÍ um þetta mál. Fundurinn var haldinn í skrifstofu VFÍ og 4 _ TÍMARIT VFÍ 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.