Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1984, Blaðsíða 25

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1984, Blaðsíða 25
AMERÍSKAR OG EVRÓPSKAR AÐFERÐIR í HV og EHV stöðvum í Bandaríkj- unum er 1 Vi aflrofakerfið hin hefð- bundna leið. Frá kostnaðarsjónarmiði er það æskilegra og hefur þann kost að einungis eina línu eða spenni þarf að af- tengja við skammhlaup í stöðinni. í Evrópu hafa fjölteinakerfi hins vegar orðið vinsæl. Yfirleitt er það tvö- falt eða þrefalt safnteinakerfi, sem einn- ig getur verið með safnteinatengirofa (bus coupler). Línurnar er hægt að tengja hvoru kerfinu sem er með tein- rofum. Aflflæðið raskast ekki við að skipta um safnteina. Margar orkuveitur hafa tölvubúnað til þess að stjórna slíkum aðgerðum. FYRIRKOMULAG í AÐVEITUSTÖÐ Á GEITHÁLSI Telja má aðveitustöðina á Geithálsi mikilvægustu orkuflutningsstöð (eða „hjarta”) landskerfisins í dag. Þangað liggja tvær 220 kV línur frá Þjórsár- virkjunarsvæðinu, ein 220 kV hring- tenging frá Brennimel, sem er veitu- punktur fyrir Norðurland, og 220 kV lína til iðnaðarrisa landsins, ISAL. Reykjavík og nágrenni fær orku sína frá 132 kV kerfinu, sem tengist Geithálsi. Bæði 220kV og 132 kV kerfin, sem tengjast Geithálsi eru annað hvort hringtengd eða möskvuð. Safnteina- kerfin, bæði 220 kV og 132 kV á Geit- hálsi eru einföld safnteinakerfi með hjáiparleinum. Þetta einfalda safnteina- kerfi hefur ekki skiptirofa (bus section- alizer). Jafnvel þó notkun hjálparteina sé gagnleg til eftirlits og viðhalds getur það ekki þjónað sem annað safnteina- kerfi. Frá rekstrarsjónarmiði verður þetta fyrirkomulag stöðvarinnar að telj- ast heldur ósveigjanlegt fyrir „hjarta” aðflutningskerfisins. Vert er að íhuga uppsetningu annars safnteinakerfis eða skiptiaflrofakerfis (bus sectionalizers) bæði á 220 kV og 132 kV teinum. Önnur lausn er að minnka mikilvægi Geithálsstöðvarinnar með því að tengja aðra ISAL línuna við aðra Búrfellslinuna án viðkomu á safn- teinum, umtengja 220 kV línuna frá Brennimel að Geithálsi um Korpu, og færa hluta álagsins frá Geithálsi til Korpu og ISAL. Hœttan við að skipuleggja aðveitu- stöð eins og Geitháls, með ósveigjan- legu og óáreiðanlegu safnteinakerfi og einnig það að byggja mikinn ,,orku kjarna” á óstöðugu jarðskjálftasvœði, má líkja við hættuna ,,að bera öll eggin ísömu körfu”. HEIMILDIR 1. Reliability in thc design of HHV substation availability as a function of component failure rate, repair and maintenance times. (CIGRE 23-77). R. J. Cakebread, K. Reichert, H. G. Schiitte. 2. The philosophy of HV and EHV Relaying in the USA and Europe. (Siemens Review, May 1979). G. Schumm. 3. Relaying analysis to improve system reliability. (Westinghouse Engineer, May 1970). W. E. Feero, J. A. Juves. 4. New aspects of the construction of outdoor switchgear installations for voltages up to 765 kV. (Brown Boveri Review, 4-1978). B. Stepin- ski. NÝIR FÉLAGSMENN Hallgrímur Gunnarsson (V 1983), f. 25. sept. 1949 í Rvík. Foreldrar Gunnar skrifstofustjóri þar, f. 28. des. 1911, d. 13. nóv. 1976, Pálsson kaupmanns í Hrísey Bergssonar og kona hans Ingileif Æryndís, f. 10. nóv. 1919, Hallgrímsdóttir stór- kaupmanns í Rvík Bene- diktssonar. Stúdent MR 1969, f. hl. próf í verkfræði frá HÍ 1973, próf í rafmagnsverk- fræði frá LTH í Lundi 1982. Starfaði með námi hjá MA-System AB, Lundi, 1980-82, verkfr. þar 1982-83 og hjá Ræsi hf í Rvík frá 1983. Maki 5. jan. 1974, Steinunn Helga, f. 12. mars 1950 í Rvík, Jónsdóttir framkvæmdastjóra í Ytri-Njarðvík Ásgeirssonar og konu hans Sigrúnar Helgadóttur bólstrunarmeistara í Rvík Sigurðssonar. Börn 1) Ingileif Bryndís, f. 6. maí 1975 í Lundi, Svíþjóð, 2) Sigrún, f. 8 des. 1981 s. st. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 7. júni 1983. H. G. Arinbjörn Friðriksson (V 1981), f. 30. júlí 1956 í Rvík. Foreldrar Friðrik húsa- smíðameistari í Bandar., f. 2. apríl 1926, Ingvarsson húsasmíðameistara í Vest- mannaeyjum Þórólfssonar og f. kona hans Pálína Ágústa skrifstofumaður, f. 2. júlí 1928, Arinbjarnar- dóttir húsasmíðameistara í Rvik Þorkelssonar. Þau skildu. Stúdent MT 1977, próf í byggingaverkfræði frá HÍ 1981, civiling. próf í sömu fræðum frá DTH í Khöfn 1983. Verkfr. hjá Línuhönnun hf. í Rvík frá 1983. Maki 17. júni 1981, Margrét Guðrún, f. 28. ág. 1956 í Rvík, Andrésdóttir Más rafeindatæknis þar Vilhjálmssonar og konu hans Guðrúnar Torfadóttur. Börn: 1) Vilhjálmur Þór, f. 6. sept. 1976 í Rvík., 2) Þorsteinn Már, f. 31. des. 1981 í Khöfn. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 24. maí 1983. H. G. TÍMARIT VFÍ 1984 — 17

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.