Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 5
EFNISYFIRLIT: Ráöstefna um jarðgöng á islandi: Bls. Birgir Jónsson: Undirbúningsrannsóknir vegna jaröganga við vatnsaflsvirkjanir á íslandi 21 Búrfellsvirkjun Páll Olafsson: jarögangageró 44 Haukur Tómasson: Jarðgangagerð við Búrfell. Rannsóknir og jaröfræöilegar aðstæður 54 • Nýir félagsmenn 60 Orðasafn um fráveitur, framhald 61 ÚTGEFANDl: VERKFRÆDINGAFÉLAG ÍSLANDS BRAUTARHOLTI 20, SÍMI 19717 KYNNINGAR- OG RITNEFND: JÓN ERLENDSSON, form. BJÖRN MARTEINSSON EGILL B. HREINSSON GÚSTAV ARNAR HELGI SIGVALDASON JÓNAS FRÍMANNSSON PÁLL LÚÐVÍKSSON RITSTJÓRI: PÁLL LÚÐVÍKSSON UMBROT OG PRÓFARKALESTUR: GISLI OLAFSSON ÁRGANGURINN 6 HEFTI PRENTAD i STEINDÓRSPRENTI HF -." ¦-•' Forsiöumyndin: Aörennsiisgöng Búriellsvirkjunar: Myndin er tekin nálægt gangamunna i byrjun júni 1964, •¦< göngln voru tæmd i nokkra daga til ettlrllts. Á þessum stað enj göngin i smástuðluöu basalti, þ. e. kubbabergi, sem myndaöi vel lagaða þakhvellingu. (Ljósm.: Ág. Guöm.) Tímarit VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 69. árg. — 2.-4. hefti 1984 RAÐSTEFNA UM JARÐGONG A ISLANDI Birgir Jónsson, jarðverkfræðingur: Undibúningsrannsóknir vegna jarðganga við vatnsaflsvirkjanir á íslandi Grein byggð á erindi sem höfundur flutti á ráðstefnu um jarðgöng á íslandi 3. apríl 1981. "It is more important to do the riglu things than to do the things right". (óþekktur höf.) 1. INNGANGUR Jarðgöng eru mjög dýr mannvirki og oft er mikil óvissa um jarðfræðilegar aðstæður við gangagerðina áður en verkið hefst. Þess vegna er nauðsynlegt að rannsaka aðstæður sem allra best áður en byrjað er á göngunum. í flestum tilfellum er um að ræða val milli mismunandi legu jarðganganna og und- irbúningsrannsóknir þurfa því að leiða í Ijós hvernig jarðlögin liggja, hverjir séu eiginleikar þeirra og í ljósi þess, hvaða kostur sé hagkvæmastur. Mikilvægt við gerð jarðganga er að valda eins lítilli röskun á berginu umhverfis göngin og unnt er til þess að nýta styrk bergsins til hins ýtrasta. Til þess að þetta sé mögulegt, þarf að þekkja jarðfræði svæðisins mjög vel og er þá ekki nóg að gera nákvæmt jarð- lagalíkan af mögulegum gangaleiðum, heldur þarf einnig að þekkja vel eiginleika líkansins, þ.e. gerð jarðlaga, lagamót, sprungur og misgengi og ekki síst möguleg áhrif grunnvatns á mann- virkjagerðina. Inn í þetta spilar mis- munandi menntun og reynsla jarðfræð- inga og verkfræðinga; jarðfræðingum Birgir Jónsson lauk B.Sc.Hons. prófi í jarðfrœði frá University of Manchester, Englandi 1969 og M.Sc. prófi í verk- frœðilegri jarðfrœði frá University of Durham, Englandi 1971. Sérfrœðingur og verkefnisstjóri hjá Orkuslofnun 1969 til 1980. Deildarstjóri í mannvirkjajarð- frœði frcí 1980. Slarfaði hjá VST hf í leyfifyrri hluta árs 1982. Hefur aðallega starfað við undirbúning vatnsaflsvirkj- ana; fyrir 1974 við Tungnaá/Þjórsá og eftir það við Eljótsdals- og Blönduvirkj- anir. Stundakennari í verkfræðilegrijarð- frceði við jarðfrceðiskor H.í. frá 1976 og við byggingaverkfrœðiskor frá 1980. er tamt að nota fremur lýsingarorð en tölur i lýsingum sínum á tæknilegum eiginleikum bergsins, en verkfræðingar þurfa að nota talnagildi til þess að hanna jarðgöngin og styrkingar í þau. Innan mannvirkjajarðfræði og bergtækni hefur því verið reynt að koma á flokkunarkerfum fyrir jarð- gangaberg, þ.e. reynt er að brúa bilið frá jarðfræði til hönnunar með því að mæla og meta vissa þætti í berginu og gefa þeim einkunnir. Þá er hægt að bera saman mismunandi jarðgangaleiðir og auðveldara að velja hagkvæmasta kost- inn. Þá jarðfræðilegu þætti, sem helst geta haft áhrif á vinnslu jarðganga, má TIMARIT VFI 1984 - 21

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.