Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Qupperneq 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Qupperneq 5
EFNISYFIRLIT: Bls. Ráðstefna um jarðgöng á islandi: Birgir Jónsson: UndirbúningsrannsóKnir vegna jaröganga viö vatnsaflsvirkjanir á íslandi 21 Páll Ólafsson: Búrfellsvirkjun — jarðgangagerð 44 Haukur Tómasson: Jarögangagerð við Búrfell. Rannsóknir og jarðfræðilegar aðstæður 54 • Nýir félagsmenn 60 Orðasafn um fráveitur, framhald 61 ÚTGEFANDI: VERKFRÆÐINGAFÉLAG ÍSLANDS BRAUTARHOLTI 20, SÍMI 19717 KYNNINGAR- OG RITNEFND: JÓN ERLENDSSON, form. BJÖRN MARTEINSSON EGILL B. HREINSSON GÚSTAV ARNAR HELGI SIGVALDASON JÓNAS FRÍMANNSSON PÁLL LÚÐVÍKSSON RITSTJÓRI: PÁLL LÚÐVÍKSSON UMBROT OG PRÓFARKALESTUR: GÍSLI ÓLAFSSON ÁRGANGURINN 6 HEFTI PRENTAÐ i STEINDÓRSPRENTI HF Forsiöumyndin: Aörennslisgöng BúriellsvirVjunar Myndin er tekin nálægt gangamunna i byrjun júni 1984, er göngin voru tæmd i nokkra daga til ettirlits. Á þessum staö eru göngin i smástuöluöu basalti, þ. e. kubbabergi, sem myndaöi vel lagaöa þakhvellingu. (Ljósm.: Ág. Guöm.) límarit VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ISLANDS 69. árg. — 2.—4. hefti 1984 RÁÐSTEFNA UM JARÐGÖNG Á ÍSLANDI Birgir Jónsson, jarðverkfræðingur: Undibúningsrannsóknir vegna jarðganga við vatnsaflsvirkjanir á íslandi Grein byggð á erindi sem höfundur flutti á ráðstefnu um jarðgöng á íslandi 3. apríl 1981. ”It is more important to do the right tliings than to do the tliings right”. (óþekktur höf.) 1. INNGANGUR Jarðgöng eru mjög dýr mannvirki og oft er nrikil óvissa um jarðfræðilegar aðstæður við gangagerðina áður en verkið Ircfst. Þess vegna er nauðsynlegt að rannsaka aðstæður sem allra best áður en byrjað er á göngunum. í flestunr tilfellum er um að ræða val milli mismunandi legu jarðganganna og und- irbúningsrannsóknir þurfa því að leiða í Ijós hvernig jarðlögin liggja, hverjir séu eiginleikar þeirra og í ljósi þess, hvaða kostur sé hagkvæmastur. Mikilvægt við gerð jarðganga er að valda eins lítilli röskun á berginu unrhverfis göngin og unnt er til þess að nýta styrk bergsins til hins ýtrasta. Til þess að þetta sé mögulegt, þarf að þekkja jarðfræði svæðisins mjög vel og er þá ekki nóg að gera nákvæmt jarð- lagalíkan af mögulegum gangaleiðum, heldur þarf einnig að þekkja vel eiginleika líkansins, þ.e. gerð jarðlaga, lagamót, sprungur og misgengi og ekki síst möguleg áhrif grunnvatns á mann- virkjagerðina. Inn í þetta spilar mis- munandi menntun og reynsla jarðfræð- inga og verkfræðinga; jarðfræðingum Birgir Jónsson lauk B.Sc.Hons. prófi í jarðfrœði frá University of Manchester, Englandi 1969 og M.Sc. prófi í verk- fræðilegri jarðfrœði frá University of Durham, Englandi 1971. Sérfrœðingur og verkefnisstjóri hjá Orkustofnun 1969 til 1980. Deildarstjóri í mannvirkjajarð- frœði frá 1980. Starfaði hjá VST hf. í leyfi fyrri hluta árs 1982. Hefur aðallega starfað við undirbúning vatnsaflsvirkj- ana; fyrir 1974 við Tungnaá/Þjórsá og eftir það við Fljótsdals- og Blönduvirkj- anir. Stundakennari í verkfrœðilegri jarð- frœði við jarðfrœðiskor H.í. frá 1976 og við byggingaverkfrœðiskor frá 1980. er tamt að nota fremur lýsingarorð en tölur í lýsingunr sínum á tæknilegum eiginleikunr bergsins, en verkfræðingar þurfa að nota talnagildi til þess að hanna jarðgöngin og styrkingar í þau. Innan niannvirkjajarðfræði og bergtækni hefur því verið reynt að koma á flokkunarkerfum fyrir jarð- gangaberg, þ.e. reynt er að brúa bilið frá jarðfræði til hönnunar með því að mæla og meta vissa þætti í berginu og gefa þeinr einkunnir. Þá er hægt að bera saman mismunandi jarðgangaleiðir og auðveldara að velja hagkvæmasta kost- inn. Þá jarðfræðilegu þætti, sem helst geta haft áhrif á vinnslu jarðganga, má TIMARIT VFÍ 1984 — 21

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.