Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Síða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Síða 6
flokka lauslega í fjóra flokka (Hoek og Brown 1980). 1. Sprungur, lagamót og aðrar misfell- ur í berginu. 2. Bergspenna. 3. Veðrun og þensla á jarðlögum, aðallega setbergslögum. 4. Grunnvatn. Oft valda tveir eða fleiri þessara þátta erfiðleikum samtímis, en grunnvatns- vandamál eru algengust, eða um 60% tilfella. Einföld líkön lýsa þó aldrei nákvæmlega hegðun bergmassans í jarðgöngum, svo að lokahönnun og ákvörðun um styrkingu jarðganga verður raunverulega að fara fram eftir ýtarlegar athuganir í göngunum í ljósi reynslu sem fæst er verkinu nriðar áfram og með hliðsjón af reynslu sem fengist hefur við svipaðar aðstæður annars staðar. Það er lítill vandi að reikna alls kyns styrkingar í jarðgöng, þegar búið er að mæla eða álykta út frá jarðlagalíkani þá þætti sem til þarf í útreikningana. Mesti vandinn er að ákvarða þessa þætti, þ.e. að skilja hvernig líkanið virkar og hvað, hvar og hvernig á að mæla eða álykta. Útreikningarnir koma síðan af sjálfu sér í kjölfar þessa. Eða eins og segir í til- vitnuninni í byrjun inngangsins: ,,Það er mikilvægara að gera réttu hlutina en að gera hlutina rétt”. Undirbúningur virkjana og jarðganga þeirra byggir á samspili áætlana, rannsókna og ákvarðana. Sérfræðingar á sviði vatnsorkuvirkjana hafa hin síðari ár gert sér far um að koma á staðlaðri áfangaskiptingu á rann- sóknarferli fyrir vatnsaflsvirkjanir og þó að það sé gert fyrir virkjunina í heild, á það ágætlega við um jarðgöng virkj- unarinnar ef þau eru til staðar (Jón Ingimarsson o.fl. 1983). Líkt og mynd 1 sýnir er þetta samfellt ferli þar sem hvert atriði leiðir af öðru og hverjum áfanga verður að vera lokið áður en annar dýr- ari og viðameiri tekur við. Alls tekur rúmlega áratug að rannsaka virkjun- arstað þannig að hægt sé að bjóða út byggingu virkjunar og yfirleitt eru rannsóknir vegna jarðganganna dýrasti hluti undirbúningsins. Fyrsta áætlun um verkið er byggð á almennum gögnum. Hún er notuð til að finna hagkvæma virkjunarstaði. Frek- ari rannsóknir geta bent á annmarka á þessum frumhugmyndum. Slíkt leiðir yfirleitt til breyttra viðhorfa í næstu áætlun. Óvissa um framkvænrd og kostnað minnkar þannig stig af stigi í undirbúningum, sbr. mynd I. Á síðari stigum ferilsins breytist áætlanagerðin yfir í hönnun á vissri tilhögun mannvirkja. Rannsóknin bein- ist þá að því að afla þeirra upplýsinga sem þarf fyrir þá tilteknu tilhögun. Kostnaðarlínuritið á hægra helnringi myndar 1 er að mestu byggt á rannsókn- arkostnaði við Blönduvirkjun (sjá mynd 2) en stuðst við upplýsingar frá öðrum virkjunarstöðum. Á mynd 3 er sýnt að hvaða þáttum er unnið á hverju rannsóknarstigi fyrir virkjunina í heild, en flestir þættirnir eiga einnig við um rannsóknir vegna jarðgangagerðar sé um að ræða slíka til- högun á virkjuninni. 2. YFIRBORÐSRANNSÓKNIR Á mynd 3 er ýtarlegur listi yfir þá verkþætti sem vinna þarf á hverju und- irbúningsstigi fyrir virkjun. Hvað FERLI TlMI KOSTNAÐUR N AF UNDIRBUNINGSKOSTNAOI VIRKJUNAR 0 50 100 í? ALMENN GOGN FYRSTA FORATHUGUN Lokaákvöröun, eiganda og. Alþmgis RANNSÓKNIR V/ÚTBODSGAGNA ÚTBOOSGOGN ALMENN GOGN • FYRSTA FORATHUGUN ■ -GRUNNRANNSOKNIR •ENDANLEG FORATHUGUN FORHONNUNAR- ‘rannsóknir /0 1 2345 - s AF HEILDARKOSTNAOI virkjunar 8YGGING | MONXUN ' | F / RANNSOKNIR A BYGGINGARSTIGI Rannsóknir (vatnalræöi. mannvirkjajaröfræöi o fl ) Hónnun og bygging AkvarOamr. forgangsroöun mogulegra virkjana 82.09.II3I Mynd I. Æskilegt ferli og áfangaskipting í rannsóknum, hönnun og byggingu virkjana og ann- arra stórra mannvirkja eins og neöanjurðarvirkju. Ronnsöknorkostnaður Mkr 24n FORATH 2% FORHONNUN 18% VERKHÖNNUN 80% / / y / s /I 97A ~T 1975 1976 1977 Virkjunarkostnoður 740 Mkr. (& des 19 80 Ronnsóknarkostnoður 24 Mkr (3) des I980r32% 1978 1979 Rannsóknarkostnoði 100 -90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Mvnd 2. Kostnuður við runnsókn og hönnun Blönduvirkjunar upp að útboðsstigi 22 — TÍMARIT VFÍ 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.