Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Qupperneq 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Qupperneq 7
varðar jarðgöngin sérstaklega eru mikil- vægustu liðirnir: Landmælingar Jarðfræði Grunnvatn Mannvirkjajarðfræði Bergtækni Á fyrri stigum er yfirleitt um að ræða tiltölulega ódýrar rannsóknir, en dýrari og flóknari aðferðum er beitt á síðari stigum. 2.1 Jarðfræðirannsóknir Við jarðfræðikortlagningu vegna jarðganga þarf góð landakort, helst með 5 m bili milli hæðarlína, í mæli- kvarða 1:20.000 til 1:50.000. Eftir að lokið hefur verið við yfirlitsjarð- fræðikort af virkjunarsvæðum, þarf að kortleggja jarðfræðina eins nákvæm- lcga og unnt er þar sem helstu mann- virki eru fyrirhuguð, ekki hvað síst á mögulegu jarðgangasvæði. Mikilvægust er kortlagning berggrunnsins, en jarð- grunnurinn, sem er lausu og hálf- samlímdu lögin ofan á fasta berginu, má ekki gleymast, sérstaklega nálægt væntanlegum gangamunnum. Jarð- grunnskortið bendir einnig á mögulegar steynuefnisnámur. Kortleggja þarf nákvæmlega helstu brotalínur, þ.e. sprungur, misgengi og bergganga á jarðgangaleiðinni og næsta nágrenni. Dæmi um jarðfræðikort má sjá á mynd 4 frá jarðgangasvæði Fljótsdalsvirkjunar (Ágúst Guðmunds- son 1978). Ef brotalínur eru nær lóð- réttar eins og algengt er hér á landi nægir að skrá stefnur þeirra á einfalda brotalínurós, sjá mynd 5, en ef brotaflet- irnir hafa mismunandi halla og stefnu er skýrast að skrá upplýsingarnar á rúmnet (stereonet), sjá mynd 6, (Sveinn Þorgrímsson 1976, Hoek og Brown 1980). Ef til staðar eru góðar opnur í berg- grunninn í bröttum hlíðum og giljum er hægt að fá, áður en byrjað er á borunum, miklar tæknilegar upplýs- ingar um berglögin, sjá mynd 7. Einnig sjást brotalínur vel ef laus yfirborðslög eru þunn. í góðum bergopnum er hægt að beita sérstökum aðferðum til að meta bergið sem jarðgangaberg, en ef góðar opnur eru ekki fyrir hendi bíður slíkt mat eftir því að kjarnaborun fari fram og borkjarninn þá notaður við matið (sjá nánar siðar). Ef lítið er um opnur i bergið er erfitt að búa til gott jarðlagalíkan út frá yfirborðsrann- sóknum eingöngu; þá þurfa að koma til boranir. Við kortlagningu á brotalínum er fyrst og fremst stuðst við loftmyndir, sem teknar eru lóðrétt niður og skarast þannig að unnt er að sjá landslagið í þrívídd í þar til gerðum stækkunarglerj- um. Þar sem brotalinur eru óljósar má nota innrauðar myndir sem geta sýnt öðruvísi litblæ á brotalínum en öðru bergi vegna breytinga á gróðurfari, t.d. vegna meiri raka. Einnig er hægt að nota skámyndir (stundum innrauðar) til að skýra aðstæður enn frekar. Bestar upplýsingar gefa skámyndir ef þær eru teknar þegar sól er lágt á lofti og fyrsta snjóföl haustsins þekur landið. 2.2 Jarðeðlisfræði Fyrir utan almennar jarðfræðirann- sóknir eru einnig stundaðar jarðeðlis- fræðilegar mælingar á yfirborði, t.d. til þess að staðsetja brotalínur (sprung- ur, bergganga og misgengi) og finna hvort þær séu vatnsleiðandi eða ekki. Sumar brotalínur eru að mestu santgrónar, en aðrar hal'a brotnað upp við skorpuhreyfingar og jarðskjálfta á síðustu árþúsundum og leiða því vel vatn og geta skapað vandræði við jarð- gangagerð. Einnig eru jarðeðlisfræði- legar mælingar notaðar t.d. til þess að finna þykkt lausra yfirborðslaga (sjá mynd 8), og eins hljóðhraða (seismic velocity) í berggrunninum, sem gefur upplýsingar um hversu heillegt og þétt bergið er og hvort unnt sé að vinna það án sprenginga, t. d. með ýmiss konar jarðgangaborvéium (TBM full facer), ”róthausum” (road headers), högg- Heygum (hydraulic rannners) eða rif- tönn á jarðýtu (sjá mynd 9). FOG VERKÞÆTTIR ALMENN GÖGN GRUNN RANNSÓKNIR FORHÖNNUNAR RANNSÓKNIR VERKHONN- RANNSÓKNIR UTBOÐS RANNS BYGG RANN. REKST RANN Kort I 50 000 < Londmoeling I 20000 2 Kort I 20 000 Londmœling I 5000 Q Kort I 5000 2 < Mœlinet f útbod Sérmœlingor Votnom -londskerfi < Síritor ó virkjunorstodom 2 Rennslismœlingor — ■< — y Isovondomól Vedurforsgögn 2 Vedurothugomr > Issjórmœlmgor Votnosvidsgremmg Ö Grunnvotnsmœlingor QC Rennslisiikon < 2 Dœluprófomr < > Stroumlíkon 2 O ■ ' “ Atndokonnun 2 O 3 Q Aurburdur O 2 X t— & Jordfrœdikonnun X O o cr Q cr Byggingorefmskönnun < X L- 2 2 —> Atridokonnun o Li. o D 2 O CZ Umhverfiskonnun o U- -J 2 :0 o UJ Nóttúruvernd f— LO c < I X. § X Londeign cr >- t 2 O UJ t Q Átridokonnun 3 CE Jordedlisfrœdi o Jordgrunnsboromr < “3 Kjornoboronir < Lektarpróf Lousefnopróf > Berggœdomot 2 Bergspennumaelingor 5 Atridokonnun 2 Vinnsluprófun s Stífluefmspróf ó vettvongi h- O Steypupróf CC < Konnunorjordgong 7 Atridokonnun ' Orkuvinnslureiknmgor o Vettvongskónnun _J Linustoedisothugun I Atridokonnun '>- Slódo-og vegogerd HÖNNUN, FORVINNA SKYGGÐU REITIRNIR SÝNA Á HVAOA RANNSÓKNARSTIGUM ERUNNIÐ AO HINUM EINSIÖKU VERKÞÁTTUM REITUR SKYGGOUR TIL HÁLFS TÁKNAR AÐ ÞORFGÆTI VERIÐ AÐ VINNA VIÐ ÞANN VERKÞÁTTÁ ÞVÍ STIGI. Mynd 3. Hina inargvíslegu verkþœtli við undirbúning virkjana og neðunjaröarvirgi þeirra ber að frainkvœma ú mismunandi rannsóknarstiguin. TÍMARIT VFÍ 1984 — 23

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.