Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 8
Jarðeðlisfræðilegum mælingum er mikið beitt við yfirlitsrannsóknir, þegar þarf að fá heildarmynd á fremur ódýran hátt, oft á kostnað nákvæmni. Mynd 10 sýnir helstu tegundir slíkra mælinga sem að gagni koma vegna neðanjarðar- mannvirkja. Þar kemur fram sú sér- staða þeirra, að þær gefa vísbendingu um ákveðin atriði, en mæla þau ekki beint. Fyrir utan hljóðhraðamælingar (seismic) sem getið var að ofan má nefna segulmælingar þar sem segulsvið jarðlaganna er mælt. Segulsvið yfir berggöngum er mjög einkennandi og sjáist slíkt í mælingu má staðsetja berg- ganginn án þess að önnur vitneskja um tilvist hans liggi fyrir. Nýlega er farið að beita hér svoköiluðum VLF-mælingum (Very Low Frequency), sem geta bent á vatnsleiðandi brotalínur (Þorsteinn Egilsson 1983). Einnig hefur verið beitt fljótvirkum spanviðnámsmælingum (electro magnetic resistivity profiling) sem mæla þykkt yfirborðslaga á mjög ódýran hátt (Kristján Ágústsson 1984). Jarðeðlisfræðimælingar eru því oft nefndar óbeinar mælingar og fylgja þeim bæði kostir og gallar. Almennt eru þetta fremur ódýrar mælingar, sem beitt er á fyrri stigum rannsókna til að fá grófa heildarmynd, sem síðan er fyllt inn í með nákvæmari og dýrari rann- sókn. Jarðeðlisfræðilegum mælingum er einnig beitt í borholum á síðari rann- sóknarstigum, sjá borholumælingar í kafla 3.4 og töfiu á mynd 26. 2.3 Grunnar boranir Djúprannsóknir vegna jarðganga eru aðallcga kjarnaboranir og rannsóknir tengdar þeim, en eftir að lega væntan- iegra jarðganga er orðin nokkurn veginn Ijós er oft beitt grunnum cobra- og loftborunum við væntanlega ganga- munna, auk þess sem gryfjur eru grafn- ar þar með gröfum eða ýtum og bergið e.t.v. sprengt til könnunar ef þurfa þykir. Á cobrabornum, sem vegur aðeins 25 kg, er bensínvél og hver sprenging í henni slær aukastimpli niður á hnall efst á borstöngunum. Þetta nægir til þess að reka 25 mm sverar stangir niður í laus jarðlög, sjá mynd II. Lagskipting finnst eftir þvi hve hratt stöngin gengur niður, allt niður á "fast" (Birgir Jónsson . 1978). Loflborar hafa aðallega verið notaðir til þess að bora sprengiholur í fast berg við alls kyns mannvirkjagerð. Borunin fer þannig fram að borkrónunni er bæði snúið og hún barin niður með aflmikl- um lofthamri, sem annað hvort er festur við bormastrið eða neðst á borstanga- lengjuna fyrir ofan borkrónuna. Loftborar geta verið afkastamikil og hentug tækí til að auðvelda tengingu milli kjarnahola, sem yfirleitt eru nokk- uð dýrari. Með því að mæla bor- hraðann fyrir hvern metra má fá nokkra hugmynd um hörku jarðlaganna (mynd 12). Einnig eru tekin sýni úr svarfinu, sem berst upp úr holunni, og er yfirleitt hægt að greina jarðlögin eftir þeim (Birgir Jónsson 1978). Oft eru þessir borar með útbúnaði til þess að bora niður fóðurrór gegnum laus yfirborðslög (t.d. OD eða ODEX), svo að holan hrynji ekki saman. Getur £ M U L I Engir geislasteinar Kabosítbetti .VolþjófssfooofjoH____B_-j~ 70° 600 Myml 4 Jarðfrœðikort og jarðlagasnið úr innanverðum Fljótsdal, Neðanjarðarvirki Fljóts- dalsvirkjunar verða austan jarölagasniösins, náleegt Hóls- og Teigsbjarai (Ág. Guðm. 1978). Myml 5. Sprungurós sem sýnir helstu sprungustefnur við neðanjarðarvirki Blönduvirkjunar. Reynt er uö Itita stœrslu hvelfinguna, stöðvarhellinn, snúa þvert ú spnmgurnar og sama gildir fyrir önnur gðng eftir þvl sem við verður komið. 24 — TÍMARIT VFI 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.