Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 9
S'orbougu ;ils 350pólar laqskiplmg smásrungur misgengi CJ 2% - 7 póloi ails 350PÓlar 1 . 3%-10 '¦ E 4%-14 as%-i7 " EE6%-22 ¦ Mvnrf 6. Nolkun rúmnéis. A) Hallandiplan, i. d. sprungaíbergi, skemeðrahvelkiiluístórbaugi, sein varpast (meðstefnu á hápunkl, þ. e. Zenith) s,em bogi á lárétt pian um miðbaug. Póli sprungunnar gegnum miðja kúluna er varpað cí saina hált. 13) Rúmnet uf miðbaugsplaninu. Vörpun stórbaugsins og pólsins sjást á netinu og ineð því að snúa netinu er hœgt að lesa afþví strik, halla og hallastefnu sprungunnar. C) Búið er að setja 350 póla við misfellufleti I berginu inn á miðbuugsplanið (ríinmetið). D) Dregnar eru jafngildislínur um helstu þyrpingar póla á riíiimelsplaninu og sjúst þú halli og stefna helstu misfellukerfa (sprungukerfa) i berginu (úr Hoek og lirown 1980). 81 04 0398 Mynd 7. Nokkrir berglcvknilegir eiginleikar basisks gosbergs á Islandi. borinn þá borað sig hindrunarlaust nið- ur i harðari jarðlög, og hentar slíkur út- búnaður oft vel fyrir rannsóknir við jarðgangamunna. 3. DJUPRANNSÓKNIR 3.1 Kjarnaboranir Eins og áður sagði eru rannsókna- boranir vegna jarðganga að mestu leyti kjarnaboranir þ.e. tekið er samfellt bergsýni úr borholunum — borkjarni. Neðst á borstangalengjunni er kjarna- rör og neðst á því er demantskróna, mynd 13. Krónan sker sívalan kjarna úr berginu og gengur hann upp í kjarna- rörið. Vatni er stöðugt dælt niður um borstangirnar og kælir það borkrónuna og skolar frá henni bergsvarfinu sem berst þannig upp á yfirborðið utan með borstöngunum. Hinar ýmsu gerðir af demantskrónum duga misvel eftir gerð bergsins. Kannað hefur verið hvers konar krónur duga best hér á landi (Davíð Egilson o.fl. 1984) og í hörðu, sprungnu bergi reyn- ast best svokallaðar steyptar krónur (impregnated) með mörgum smáum de- möntum. Fram að 1960 voru hér á landi yfirleitt notuð einföld kjarnarör, þannig að skolvatnið streymdi meðfram kjarnan- um auk þess sem rörið snerist um hann. Eyddist því kjarninn mjög, sérstaklega úr illa samlímdu bergi. Eftir 1960 var farið að nota tvöfalt kjarnarör sem fór mun betur með kjarnann. Innra rörið hangir í legu og snýst því ekki um kjarnann og skolvatnið streymir niður á milli ytra og innra kjarnarörs og er því ekki í snertingu við kjarnann nema rétt við krónubanann. Er kjarnarörið var orðið fullt (3 m af kjarna) þurfti að hífa það ásamt allri stangalengjunni upp úr holunni, skrúfa allar stangirnar sundur og svo saman aftur er öllu var slakað aftur niður í holuna til að halda áfram borun. Þetta tók mikinn tíma i djúpum holum. Eftir 1977 hefur hér á landi aðallega verið notuð mun njótvirkari aðferð við kjarnaborun, svonefnd vír- hífingaraðferð (wire line system), sjá mynd 14. Þá er hægt að hífa innra kjarnarörið með vír upp í gegnum stangalengjuna og renna því niður aftur. Sparar þetta gífurlegan tíma og erfiði, þar sem ekki þarf að hífa upp alla stangalengjuna þegar kjarnarörið er orðið fullt, og afköstin því mun meiri, (Birgir Jónsson 1978V Nú er algengt að kjarnaborar séu algjörlega knúnir vökvamótorum. Við það verða þeir mun léttari, en þó enn mun dýrari en eldri gerðir af borum sem TIMARIT VFÍ 1984 25

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.