Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 10
eru beindrifnir (sjá mynd 15). Mikil sjálfvirkni er komin í útbúnað til þess að skrúfa stangir sundur og saman aftur og raða þeim í grind við hlið bormasturs- ins. Sparar þetta mikla vinnu. Meðan lítið er vitað um jarðfræði svæðis þarf að staðsetja borholur þannig að þær gefi sem mestar upplýs- ingar um legu jarðlaganna og hægt sé að tengja jarðlógin á milli holanna eða úr holu í bergopnur á yfirborði. Eftir- farandi atriði ætti að hafa í huga varð- andi kjarnaboranir: 1. Ekki byrja kjarnaboranir fyrr en búið er að beita ódýrari aðferðum á yfirborði eins og hæfilegt þykir. 2. Fyrstu holuna skal bora þar sem mest óvissa er í jarðlagalíkani mann- virkjasvæðisins eða þar sem yfirborðs- athuganir benda til að rannsaka þurfi nánar. Oft er ekki rétt að bora fyrstu holuna nákvæmlega þar sem talið er við fyrstu sýn að væntanlegt mannvirki verði. 3. Þar sem landslag og erfiðar aðstæður ráða oft miklu um staðsetn- ingu borhola, þarf að nota hentug bor- tæki sem eru auðveld í flutningi. Borstjórar færa skýrslu um borverkið fyrir hvern dag eða hverja vakt. Þar er oft að finna mikilvægar upplýsingar fyrir túlkun á eiginleikum jarðlaganna, t.d. borhraða eða lit og hegðan skol- vatns. Sérstaklega eru mikilvægar upp- lýsingar um hvernig vatnsstaða breytist í holunni við borun og þarf að mæla dýpi á vatn hvenær sem hlé er á boruninni. Allur kjarni sem upp kemur úr hol- unni er greindur nákvæmlega og ljós- myndaður (mynd 16) og lýsing hans færð á sérstök eyðublöð (mynd 17). Þar eru skráðar hæðir á lagamótum og vatnsborði, lýsing jarðlaga, kjarna- heimta, hve sprungið bergið er, Iekt o.fl. 3.2 Berggæðamat Framar í þessari grein var minnst á að meta má berg sem jarðgangaberg með vissum aðferðum. Þessu berggæðamati má beita á yfirborði ef góðar opnur eru í bergið, en annars er því beitt á bor- kjarna frá viðkomandi jarðgangaleið. Helstu berggæðamatskerfi sem notuð hafa verið á síðustu árum eru (Hoek og Brown 1980): 1. Suður-Afríkukerfið (CSIR Geo- mechanics Classification), (Bieniawski 1974). 2. Norska kerfið (NGI Tunnelling Quality Index, eða Q-system), (Barton o.n. 1974). Berggæðamatskerfin eru mjög nyt- samleg, sérstaklega meðan á undir- búningsrannsóknum stendur til þess að: 1. Bera saman berg á mögulegum gangaleiðum. 2. Áætla styrkingar í væntanlegum neðanjarðarvirkjum. Berggæðamatskerfin má hins vegar alls ekki nota ein sér til að: 3. Ákveða styrkingu í neðanjarðar- virki í byggingu. Styrkingu í jarðgöngum og öðrum neðanjarðarvirkjum á að ákveða eftir aðstæðum sem koma í ljós eftir að gangagerðin er hafin. Hér á landi hefur aðallega verið beitt norska kerfinu (Björn A. Harðarson 1984) og hér á eftir er lýst hvernig það er l3Íh- ^,-^-*-.. .K-1,— ~1**.; -tn Mynd 8. Hljóðhraðainælingum (seismic) beitt viö kOnnun áþykkt lausra jarðlaga á mögulegri skurðleið frá frárennslisgóngum Bessastaðaúrvirkjunar í Fljótsdal. í baksýn er Valþjófs- staðarfjal/, sem hlaðið er upp úr nær láréttum basaltlögum frá tertier, sums staðar með set- bergslögum á milli. HLJÓOHRAÐI í KM/S I-----L Z 3 4 -1_______I_______I_______I_______I________I I I I I I I I I YFIRBORÐSLÖG LEIR STORKUBERG GRANÍT BASALT ¦^MÓBERG SETBERG FLÖGUBERG (SHALE) SANDSTEINN SILTSTEINN LEIRSTEINN VÖLUBERG (CONGL.) ÞURSABERG (BRECCIA) ífcjÓKULB. OG JÖKULRUÐN. ^•^ s\ \sl »1 \\ s\l W] n\ -V -\1 :-:-::| -v >> v- \\ \\ tt RIPPANLEGT Á MORKUM fSXXtvi&iííi EKKI RIPPANLEGT SSSSS55S3 AÐ MESTU BYGGT A CATEPILLAR PERFORMANCE HANDBOOK ED 10. MYNDIN ER ÖRLÍTIÐ LÖGUÐ AD ÍSLENSKUM AÐSTÆÐUM (*). BREYTINGIN BYGGIR EKKI Á SKIPULEGRI GAGNASÖFNUN OG SKAL TEKIN MEÐ FYRIRVARA. E 81.06.0799 Mynd 9. Hljóðhraðamælingar geta bent á vinnsluhœfni mismunandi jarðlaga, þ. e. hvort jurðýta með riftönn (hér Cat. 9) vinnur á berginu, eða beita þarf sprengingum. 26 — TÍMARIT VFl' 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.