Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 12
1 0 J 1 0 .00 1 22 29.5 HEQQUR Mynd II. A) Dýpi á ,,fast" kannaö með cobrubor núlægl inntaki vœntanlegra fullgunga Fljótsdals- virkjunar. B) Oft er unnt uð greinu lagskiptingu með eobraborunum. Hér er borhruðulínurit af áreyrum Jöku/súr í Fljótsdal við munna vœntunlegru frúrennslisgungu Fljótsdulsvirkjunur. Einnig er hægt að mæla togstyrk bcrg- efnisins. Hægt er að mæla ýmsa fjaðureigin- leika bergsins með hljóðhraðamæling- um (seismic) ef mældur er hraði bæði P-og S-bylgna (þrýsti- og þverbylgjur), t. d. dynamiski fjaðurstuðullinn (Edyrl), bæði fyrir stóran bergmassa og lítið sýni úr ósprungnu bergefni. Það síðarnefnda sýnir hærra gildi en sprunginn berg- massinn. Ejyn fyrir lítið sýni mælist hærri en E úr hægri (statiskri) prófun, sem tekur tillit til plastískrar hegðunar sem bergið sýnir að hluta (Griffiths og King 1965). Með því að bera saman hljóðhraða í stórum bergmassa og litlu sýni úr honum, sem sýnir þá meiri hraða, fæst óbeint grófur mælikvarði á hver sprunguþéttleiki (RQD) bergmass- ans er (Sjogren o. fl. 1979). í þríásaprófi er sívalningur af bergefni brotinn í pressu, sem einnig setur hliðarþrýsting á sýnið. Hann á að samsvara þrýstingsástandi í berginu á vissu dýpi. í þessu prófi fæst brotþol bergefnisins við mismunandi hliðar- þrýsting og þar með brotferill Mohrs sem gefur viðnámshorn, <p (internal friction angle) og sýndarsamloðun, c (apparent cohesion). Ef prófað væri stórt sýni af sprungnum bergmassanum fengist lægra brotþol, sjá mynd 22. (ISRM 1978). DRI og BWI eru reynslugildi og hefur notkun þeirra verið þróuð i Bergtækni- deild Tækniháskólans í Þrándheimi, NTH. Borhraðastuðullinn, DRI, er byggður á stökknigildi bergsins en leiðréttur út frá borhraðagildi Sievers og raunverulegum prófunum í fullri stærð í berginu. Borkrónuslitstuðullinn, BWI, er reiknaður út frá slitgildi bergsins og DRI ásamt reynslutölum við boranir á staðnum, sjá mynd 23. (NTH 1979, Tamrock 1983). Áðumefndar bergprófanir og berg- gæðamat sýna glöggt þann mikla mun sem er á basalti (ásamt öðru storku- bergi) annars vegar og hins vegar karga- bergi, túffi og setbergi (völubcrgi, sandsteini og siltsteini), en hér á landi er mjög algengt að nekðanjarðarmann- virki séu gerð þar sem sífellt skiptast á berglög með þessa mismunandi eigin- leika, t.d. basalt og kargaberg (sjá mynd 24) , og oft einnig setberg. Þessir mis- munandi eiginleikar koma berlega í Ijós á töflunni á mynd 25. Ýmsar prófanir eiga sérstaklega við um veikara berg t.d. setbergslög, mis- gengisbrotaberg og sprungufyllingar. Þar þarf að kanna hvort þenjanlegar leirsteindir eru til staðar í svo miklum mæli að efnið fari að þenjast út við þrýstingslétti þann sem verður við 28 — TÍMARIT VFÍ 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.