Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 15
Mynd 15. Kjarnaborar: A) Kjarnaborinn Dugandi að bora tæplega 400 m djiipa skáholu (45°) á mögulegri fall- gangaleid Blönduvirkjunar. Byggja þurfti sérstakt hliðarmastur fyrir skúborun. B) Einföld skýringannynd af freinur litlum kjarnabor. seinni mælingar, Við hitamælingar í borholum vegna neðanjarðarmann- virkja eru nolaðir viðnámshitamælar sem virka allt upp í 150° C. Hita- mælingar og mismunahitamæjingar benda á helstu vatnsæðar, þ.c. helstu lekastaði, í holunni. Oft hefur þeirra orðið vart meðan á borun stóð, en dýpi þeirra e.t.v. ekki nákvæmlega þekkt. Straummæling hjálpar einnig við að meta vatnsæðarnar, þ.e. hvcrjar gefa vatn og hvort og hve mikið lekur á milli þcirra, sem bendir á mismunandi vatns- þrýsting í aðskildum grunnvatns- kerfum. Þrýstimælingar, þ.e. vatns- borðsmælingar í borholunni eru mjög mikilvægar meðan á lektarprófum stendur (sjá nánar síðar), því vatnsborð- ið í holunni er þá mikið á hreyfingu. Halla- og stefnumælingar eru nauð- synlegar sérstaklega í djúpum holum og skáholum til að gefa nákvæma staðsetn- ingu holunnar í þrívíðu rúmi, en það er mikilvægt fyrir gerð nákvæms jarðlaga- líkans af gangaleiðinni. Vatnssýni úr ýmsum vatnsæðum sem gefa e.t.v. mismunandi efnainnihald og samsætur benda á fleiri en eitt grunnvatnskerfi sem holan sker. Nú á síðustu árum hcfur það færst í vöxt að mæla ýmsa cðliseiginlcika bor- holuveggjanna, svo sem viðnám, rúm- þyngd, grop og gcislavirkni bergsins. Jarðeðlisfræðilegar mælingar eru cinnig í reynd viss grcining á bergteg- undum. Náttúruleg gamma geislun bergs er nokkurn veginn i bcinu hlutfalli við kísilsýruinnihald (Si02) bergsins, svo þær mælingar sýna nákvæmlega hvar í holu eru súr eða ísúr jarðlög. Svipaðar upplýsingar fást einnig með því að mæla samtímis grop og rúmþyngd borholu- veggjanna. Grop er mælt á þann hátt að í borholumælitækinu er geislavirkt efni sem sendir út nifteindir, auk þess sem þar er.einnig niftcindanemi sem skráir hvernig nifteindirnar dreifast og end- urkastast frá berginu (neutron-neutron mæling). Nifteindirnar, sem eru álíka þungar og kjarninn í vetnisatóminu, eru TIMARIT VFÍ 1984 — 31

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.