Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Side 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Side 16
mjög næmar fyrir því hversu mikið af vatni er í berginu. Þessi eiginleiki nifteindanna er notaður til að mæla grop bergsins neðan grunnvatnsborðs. Svipuð tækni er notuð við að ákvarða rúmþyngd bergsins, en þar er notað geislavirkt efni sem sendir út gamma- geisla og dreifing þeirra skoðuð með gammanema, sem er hafður i vissri fjarlægð frá þeim stað sem gammageisl- arnir eru sendir út (gamma-gamma mæling). Dreifing gammageisla er háð cðlisþyngd þess efnis sem þeir ferðast í. Viðnámsmælingar mæla m.a. magn af vatni í bergi. Jarðlagaskiptingin kem- ur yfirleitt mjög vel fram í viðnáms- mælingum einkum þar sem jarðlögin eru hraunlagastafli. Á milli hraun- laganna er yfirleitt hraunkargi eða millilög sem eru gegndræpari en kjarni hraunanna. Hraunlagamótin koma fram sem lægra viðnám í þessum mæl- ingum (Valgarður Stefánsson 1980). Samfelldar hljóðhraðamælingar i mælihólki sem slakað er niður í holu gefa upplýsingar um lagskiptingu, brotabelti o.fl. Svipaðar en ýtarlegri upplýsingar gefur hljóðhraðamæling frá yfirborði niður í nema á mismun- andi dýpi í holunni (Kitsunezaki 1980). Þá er hægt að fá enn nákvæmari upp- lýsingar um eiginleika bergsins (t.d. fjaðurstuðul og sprunguþéttleika) með því að senda hljóðbylgjur frá einni holu til annarrar eftir sama berglaginu (cross hole seismic), (Butler og Curro 1981). Fjallað er um jarðeðlisfræðimælingar á yfirborði í kafla 2.2. Hægt er að meta tíðni og eiginleika sprungna í borholuveggjum með beinni skoðun, t.d. með borholusjónpípu í grunnum holum og borholu-myndavél eða sjónvarpsmyndavél. 3.5 Lektarprófanir Tilgangur lektarprófana er að afla upplýsinga um streymi, eða mögulegt streymi vatns um jarðlögin. Þarna gildir sem annars staðar, að reyna að fá sem mestar upplýsingar fyrir sem minnstan kostnað. Ef á annað borð er verið að bora holu í jarðlögin er yfirleitt hægt að fá einhverjar upplýsingar um lekt jarð- laganna sem holan fer í gegnum án nokkurra aukatækja og með mjög lítilli töf á borverkinu. Vilji menn fá nánari lektarprófanir kostar það viðbótartæki og meiri tíma. Áður en prófun er gerð þarf að skoða borkjarna og/eða svarf sé það fyrir hendi (Birgir Jónsson 1983). Helstu tegundir lektarprófana vegna neðanjarðarmannvirkja eru: 1. Rennslisprófanir: ódýrar — geta mælt mikinn leka — mæla lekt í næsta umhverfi borholu. Einföld og ódýr prófun sem kemur að mestum notum ef hún er endurtekin á sama hátt meðan á borun stendur við mismunandi dýpi í holunni. Ein mæling sýnir bara heildarlekt holunnar miðað við visst dýpi hennar en mælingar við mismunandi holudýpi sýna hvar leka- svæðin eru. Dælt er í holuna og henni haldið fullri og rennslið mælt, eða mælt hve ört vatnsborð sígur í holustúti, eða vatnsborðsbreytingar í holunni mældar með þrýstiskynjara meðan á dælingu stendur. 2. Pakkaraprófanir: nokkuð ódýrar, — mæla ekki nákvæmlega mesta leka, — mæla lekt í næsta umhverfi holunn- ar. Afmarkað er bil í holunni frá botni og upp að útþöndum gúmmípakkara (sjá mynd 27), eða bil milli tveggja pakkara. Dælt er vatni í þetta bil undir mismunandi þrýstingi og rennsli mælt vandlega. Fylgst er með vatnsborðs- breytingu í holunni strax eftir að dæl- Myrnl 16. Skýrar litmyndir eru teknar aföllum borkjarna af virkjunarstöðum á íslandi. Hér er kjarnifrá Fljótsdalsvirkjun, hola Fl -4. k/arna kassar 5 og 6 af 6 alls. (Ljósm.: Snorri Zóphónlasson). 32 — TÍMARIT VFÍ 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.