Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 17
ingu er hætt. Ef fleiri en einn vatns- leiðari finnst í holunni er hægt að loka á milli þeirra með pakkara og mæla þrýstihæð í hverjum leiðara fyrir sig (Snorri Zóphóníasson 1983, Þórólfur H. Hafstað 1983). 3. Dæluprófanir: ídælingódýr, — úr- dæling dýrari, — geta mælt mikinn leka, — mæla lekt við dæluholu og væntanleg afköst holu. Dælt er úr holu eða í hana sífellt meira vatni í ákveðnum þrepum, stund- um í langan tíma, og fylgst með vatns- borðsbreytingum í holunni og nálægum holum ef unnt er (Jón Ingimarsson 1983). Lekaleiðir við mismunandi jarðfrœði- legar aðstœður: Erfitt er að alhæfa um lekaleiðir í mismunandi jarðmyndunum en hér á eftir er minnst á helstu lekaleiðir sem búast má við hér á landi i jarðlögum frá ýmsum aldri. Leggja ber áherslu á að nákvæmt jarðlagalíkan skiptir höfuð- máli til þess að hægt sé að setja upp gott grunnvatnslíkan og saman eiga þessi líkön að benda á mögulegar lekaleiðir. Tertiert berg. Yfirleitt er tertiert berg orðið mjög þétt vegna útfellinga í gropum og sprungum og lekaleiðir því oftast eftir brotalínum og misgengjum sem myndast hafa siðar, þótt aðrar lekaleiðir kunni að vera enn opnar t.d. lagamót. Þetta kemur fram þannig að á einstaka stað í borholum lekur mikið en e.t.v. lítið þar á milli. Misgengin geta líka verið þétt vegna ummyndunar, samlímdrar misgengisbreksíu og sprungufyllinga. Nokkrir aðskildir vatnsleiðarar, sem afmarkast af vatns- heldum setlögum að ofan og neðan og þéttri misgengisbreksiu til hliðanna geta því verið til staðar. Á jarðgangaleiðum bæði Blöndu- og Fljótsdalsvirkjunar finnast slíkar aðstæður, en þar eru þó yfirleitt aðallekasvæðin bundin við brotalínur, sjá mynd 28. Ár og miðkvartert berg. Þetta berg er yfirleitt orðið nokkuð þétt vegna holu- og sprungufyllinga, en óregla vegna upphleðslu móbergsmyndana eykur einnig á óvissu um lekaleiðir. BrotaHnur og misgengi í þessum jarðmyndunum hafa yfirleitt sömu áhrif og í tertíeru bergi, þ.e. annað hvort hindra grunn- vatnsstreymi þvert á brotflötinn, eða beina vatni eftir brotasvæðinu, sé það ennþá nógu opið. Til dæmis var eini lekinn í jarðgöngunum við Laxárvirkj- un (Laxá III) um sprungur (30-40°C) en einnig lak töluvert af köldu vatni úr yngra móbergi sem er fyrir ofan jarð- göngin niður um borholur og loku- stokk. Mestur hluti Búrfellsganga er ofan grunnvatnsborðs en i þrýstigöng- unum nálægt stöðvarhúsi lak dálítið um sprungur. Síðkvartert berg. Þetta berg er það ungt að það hefur litið þést vegna útfell- inga og reynt er að forðast að velja neð- anjarðarmannvirkjum stað í sliku bergi. Leki er því að miklu leyti eftir upp- haflegum lekaleiðum í berginu, t.d. í bólstrabergi og í basaltlögum er mikill leki bæði í lagamótakarga og eftir stuðlasprungum. í þessu bergi eru brotalínur auðvitað einnig mögulegar lekaleiðir sérstaklega nálægt virkum svæðum t.d. við Dettifoss. Setbergslögin í þessum jarðmyndun- um eru einnig mjög mislek, t. d. eru fín sandsteins-, siltsteins- og túfflög yfirleitt þétt en völuberg og jökulberg „,..,„. |_______J_J_! >.,. ,i JBB________ 3V0.9 VIRKJUMARSTAOUR BORHOLUSNtO , ., SF- 2_ Hnlt' X _?___-_>_ Y _*____5_3_ B..6 J3___., ___ lil * 5 GREINING CLASSIFICATION _ Q O _ JVB gwt LEKT PERME-ABILITY LU SF-24 er skáhola með hallanum 49° Mynd 17. Allur borkjarni ergreindur ntíkvœmlega og upplýsingarnar faerðár ú eySublaðið til vinstri. Aðalatriðin af þvl eyðublaði sjtísi síðan i einfaldara formi á myndinni lil hægri (dýpi 96-106 m), en þannig birtast Kjarnalýsingarnar i fjötfölduðum skýrslum o'g útboðsgögnum. TIMARIT VFI' 1984 33

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.