Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 19

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 19
Eðlisþyngd VS 1,» g) Zt Eirtáss brolþol 0_(MPa) Mynd 19. Endurkast Schmidi hamars gefur vísbendingu i/tn brotþol 'ef eðlisþyngd sýnis er þekkt (Franklin 1974). nokkuð mislek. í vel samlímdu völu- bergi verður aðallekinn um sprungur. Jökulruðningur/jökulberg með fínum millimassa lekur sáralitlu uns það er orðið nógu stökkt til að mynda sprung- ur sem yfirleitt leka nokkuð. Sprungur þessar eru bæði brotalínur vegna höggunar og eins sprungur vegna "flög- unar" (relief joints) sem oft liggja sam- síða yfirborði (þ.e. hallandi í hliðum), og hafa sennilega myndast vegna samblands af álagi ísaldarjökuls og farglétti við bráðnun hans. Lekaleið- irnar eru því bæði eftir stórum sprung- um og litlum (joints). Varðandi jarðgöng og önnur neðan- jarðarmannvirki er mikilvægt að geta metið mögulegan leka inn í göngin, því mikill aukakostnaður er því samfara að þurfa að dæla vatni stöðugt út. Eins þarf að áætla mögulegan leka út úr göngunum ef um er að ræða vatnsgöng með hærri þrýstingi en grunnvatnið um- hverfis (Birgir Jónsson 1983). Hættulegustu tilfellin sem hægt er að fá á byggingartíma er þegar göngin lenda skyndilega inn í vatnsleiðandi svæði með miklum þrýstingi (t.d. sprungusvæði) og vatn fossar inn. Möguleiki er á brotasvæðum með þessa eiginleika á gangaleið Blöndu- og Fljóts- dalsvirkjana, en þær lekaleiðir sem fundist hafa þar, virðast ekki geta flutt það mikið vatn að skyndilegur leki úr þeim valdi hættu. Yfirleitt hefur vatns- rennsli inn í jarðgöng á íslandi ekki valdið teljandi vandræðum (sbr. áður um Búrfell og Laxá III). Eitt besta dæmið um lektarprófum fyrir neðanjarðarmannvirki var á Mynd 20. Tæki fyrir punktúlagspróf. Sýni er sett iniHi ke'úanna og þeiin þrýst samait ineð vökvatjakk og brotþrýstingur /esinn afþrýsli- niælinuin. Z50- . BERGTEGUNDUM, X- c LÍNUR1T ?oo- Q Sfol r CTmu« SlOWPa / Erso BOGPo / Terfier Dusoll, linl<orno / 01 þóleiil. holulylll © Fljótsdalur, © Fljótsdolur, hola FS- 2. dýpi 111 Om holo FS- 2, dýpi I750m RQD- 80 RQD-85 / © Fljótsdolur, holo FS- 1, dýpi 101.Om RQD-70 / © VotnsfGll. hola 0- 9. dýpt 7.bm RCD-90 / © Fljótsdalur, holo FS 2, dýpi 38 7m RQD-90 150- / © Hrauneyjafoss, holo HP- 24, dýpi 6 5m RQD-90 Q-5 - / 100-b / ~^>^CTma. 115 MPo / ^S^ Ei,0 30GPo / yS -r>\ þóien'i, þéti 50- / / Brot ^moi 55 MPo / sy Cz) Tertier bosalt, ummyndao. bloðrótt / SjF ^ miklor tiolutyllmgo', t)1 þoleiil o- / -^SialivQr-terCTmo* I7.5MP0 Terliei wndsteinn/ siltsleinn CTmox 30MPo ET»o 5GPo Siðkvorter, jokulbctq IWol 1 ^sC----------"""*"________________ 3 1 2 S 1 5 G 7 B 9 IQ l i? 1 e streito x 10-i (stram) Mynd 21. Eináss hrotþoispróf á nokkruni íslenskum bergleguiiduin. liasaltið er inuii sterkara en setbergið /túff sandsteinn og jökulber}>), og fjaðurstuðu/l þess u. þ. b. stærðargráðu luvrri. Sýni nr. 6 sýnir óvenju inikla streilu; algengt er aðjökulberg liagi sér likt og sýni 4 og 5. stöðvarhússtæði Fljótsdalsvirkjunar (Snorri Zóphóníasson 1982). 3.6 Bergspennumælingar Þegar neðanjarðarmannvirki eru byggð á miklu dýpi má oft búast við miklum spennum umhverfis þau. Spennurnar geta auðveldlega orðið meiri en styrkur bergsins t.d. setbergs, en af því geta leitt alvarleg stæðni- vandamál. A mjög litlu dýpi geta spenn- urnar aftur á móti verið of litlar til þess að mynda styrkan bergboga yfir opn- um. Spennuástandið mótast einnig af landslaginu, t.d. má almennt búast við háum spennum i dölum og fjörðum sem eru yfir 500 m djúpir og eru með hliðar- hallayfir 25°. í grundvallaratriðum má skipta spennumælingum í tvo flokka, sem kalla má yfirborðsmælingar og djúp- mælingar. Yfirborðsmælingar ná yfir- leitt til Htils svæðis á litlu dýpi og mæla spennurnar svo gott sem í ákveðnum punkti. Sem dæmi má nefna "dilato- meter" mælingar, plötutjökkun (flat jack test) og yfirborun (overcoring) (sjá mynd 29), sem hefur náð mjög miklum TIMARIT VFI 1984 — 35

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.