Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Síða 24

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Síða 24
a. Yfirborun Mynd 29. Aðferðir lil bergspennumœlinga niílægl yfirboröi. A) Yfirborun B) Plölt/ljökkim. (Sveinn Þorgrímsson 1981). tilliti til mismunandi aðferða sem beitt er við gangagerð og koma þeim upplýs- ingum skýrt til hönnuða, sem ekki hafa sömu jarðfræðikunnáttu. Góð samskipti þessara aðila eru mjög mikil- væg við öll jarðgangaverk, og raunar öll stór jarðverk. Það er því brýnt að við gangagerðina sé starfandi sérfræðingur sem getur notað upplýsingarnar frá undirbúningsrannsóknunum þannig að þær komi að sem mestu gagni við gangagerðina. Æskilegt væri að hann hefði sjálfur tekið þátt í rannsóknun- um. Margir telja að yfirleitt sé frekar of lítið en of tnikið gert af undirbúnings- rannsóknum og prófunum og það sé slæm aðferð að reyna að minnka heild- arkostnað verksins með því að skera niður rannsóknir (Obert 1972). Framar- lega í þessari grein er bent á að e.t.v. sé hæfilegt að kostnaður við undirbúning sé um 3% við lok verkhönnunar (sjá mynd 1), þ.e. áður en ákvörðun um framkvæmd verksins er tekin og hafist er handa við gerð útboðsgagna og ná- kvæmnisrannsóknir tengdar því, sem gætu kostað álíka mikið. Samtals gæti þvi undirbúningur og hönnun kostað 5—6% af heildarkostnaði mannvirkis- ins. Það ætti að líta á þennan kostnað sem iðgjald af tryggingu gegn óvæntum aðstæðum, sem er ekki síður mikilvæg en brunatrygging. Það getur hjálpað mikið við undir- búning og kostnaðaráætlanir síðari verka að halda til haga, við undirbúning og framkvæmd verksins, ýmsum mikil- vægum upplýsingum á aðgengilegu formi fyrir þá sem leysa þurfa svipuð vandamál annars staðar. Aðaltilgangur- inn með ráðstefnuninni 1981 um jarð- göng á íslandi var einmitt sá, að koma á framfæri upplýsingum um þau jarð- göng sem gerð voru á 7. og 8. áratugnum hér á landi, en mjög lítið hafði birst um þau á prenti. Nokkur heilræði að lokum Við undirbúningsrannsóknir fyrir neðanjarðarmannvirki þarf að hafa eft- irfarandi í huga: 1. Rannsóknin þarf að fara fram á hæfilegum hraða, í áföngum þar sem hverjum áfanga er lokið áður en næsti áfangi, sem jafnframt er mun dýrari, tekur við. 2. Nauðsynlegt er að vinna eftir rann- sóknaráætlun til nokkurra ára í einu, af því að ójafnar fjárveitingar milli ára valda óskipulegum vinnubrögðum og slæmri nýtingu á mannafla og fjár- munum. 3. Áhættusamt er að reyna að ”kaupa tíma” með því að leggja fyrir- varalaust fram háar fjárhæðir til rann- sókna. 4. Það er slæm aðferð til að minnka heildarkostnað neðanjarðarvirkis að skera niður rannsónarkostnað. 5. Það á að líta á undirbúningskostn- að eins og iðgjald tryggingar gegn óvæntum aðstæðum, sbr. bruna- tryggingar húsa. 6. Mestu tafir við neðanjarðarvirki eru yfirleitt vegna óvæntra aðstæðna er varða grunnvatn eða aðra jarðfræðilega þætti. 7. Mikilvægt er að við gangagerðina starfi sérfræðingur sem hafi góða jarð- fræði- og bergtækniþekkingu og sé gjörkunnugur niðurstöðum undir- búningsrannsóknanna; helst að hann hafi sjálfur tekið þátt í þeim. 8. Nauðsynlegt er að skrá mikilvægar upplýsingar um hvert verk jafnóðum á aðgengilegu formi fyrir þá sem þurfa að leysa svipuð vandamál síðar. HEIMILDASKRÁ Ágúst Guðmundsson, (1978): "Austurlands- virkjun — Múlavirkjun. Frumkönnun á jarðfræði Múla og umhverfis.” Orkustofnun, OS-ROD-7818, 50 s. Ágúst Guðmundsson, Birgir Jónsson og Björn A. Harðarson, (1982): "Blönduvirkjun, Jarðfræði- rannsóknir, I, Almenn jarðfræði og mannvirkja- jarðfræði.” Orkustofnun, OS-82090/VODI4, 249 s. Attewcll, P.B. og Farmcr, I.W., (1976): "Prine- iples of Enginccring Geology”. Chapman and Hall, London, 1045 s. Barton, N., Lien, R. og Lunde, J., (1974): "Analysis of rock tnass quality and support pract- ice in tunnelling, and a guide for estimating support requiremcnts”. NGI Internal Report 54206, 74 s, Oslo. Bieniawski, Z.T., (1974): ”Geomcchanics classi- fication of rock masses and its application in tunn- elling”. Proccedings of the Third Congress of the Int. Soc. for Rock Mechanics. Denver, ll-A 27-32. National Academy of Sciences, Washington, D.C. Birgir Jónsson, (1971): "Geotechnical propcrties of tillitc and móberg from Southcrn Central- lceland”. M.Sc. ritgerð við Háskólann í Durham, Englandi, 95 s. 40 — TÍMARIT VFÍ 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.