Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Qupperneq 28

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Qupperneq 28
Páll Olal'sson, verkt'ræðiní>ur: Búrfellsvirkjun — jarðgangagerð Grein byggð á erindi sem höfundur flutti á ráðstefnu um jarðgöng á Islandi 3. apríl 1981. 1. YFIRLIT Búrfellsvirkjun er fyrsta stórvirkjunin sem Landsvirkjun hefur látið reisa á Ljórsár- og Tungnaársvæðinu og var 1. áfangi byggður á árunum 1966—1970. Eftir að I’órisvatnsmiðlun var fullgerð 1973 bættust þrjár seinni vélasamstæð- urnar við og nú er afkastageta virkjun- arinnar alls 210 MW með 6 vélasam- stæðum sem hver er 35 MW. Forsaga að virkjun bjórsár við Búr- fell er rakin í grein Hauks Tómassonar og þar er einnig gerð grein fyrir jarð- fræðilegum aðstæðum á virkjunar- svæðinu sem réðu miklu um þá endan- legu tilhögun virkjunarinnar sem hér er stuttlega lýst og sýnd er á mynd 1. Þjórsá er stífluð í farvegi sínum á Hafinu austan Búrfells með lágri 400 m langri steyptri stíflu og eru ísskolun- armannvirki, sandrásir og yfirfall með lokum við vesturbakkann. Með lágum en löngum grjótstíflum á báðum bökk- um sem tengjast steyptu stíflunni er vatnsborð árinnar hækkað um 4,0 m, og er vatnið leitt um veituskurð inn í lít- ið inntakslón í lægðinni ofan við Sáms- staðamúla og um inntaksskurð að munna aðrennslisganga. Aðrennslisgöngin liggja í gegnum Sámsstaðamúla í um 225 m hæð yfir sjó og eru 1065 m löng. Vestan til í múlan- um rétt ofan við jöfnunarþrærnar greinast göngin í tvenn lárétt um 100 m löng þrýstigöng. Neðan við jöfnunar- þrær taka við 100 m lóðrétt fallgöng sem ná niður í 120 m hæð y.s. og í fram- haldi af þcim koma 190 m lárétt göng sem liggja að ofanjarðarstöðvarhúsi vestan undir Sámsstaðamúla. Ofan við stöðvarhúsið greinast hvor þrýstigöng í þrennt er út úr fjallinu er komið og er vatninu veitt þaðan um stálpípur að vélasamstæðunum. Frá stöðvarhúsinu liggur stuttur frá- rennslisskurður út í Fossá, sem rcnnur í Þjórsá vestan Búrfells rétt neðan við Þjófáfoss. Með þessu fyrirkomulagi cr virkjuð fallhæð 115 m miðað við venju- legt vatnsborð 244,.5 m y.s. í inntakslóni og virkjað rennsli er 220 m’/s við full afköst 6 véla. Verkfræðilegur ráðunautur við und- irbúning og hönnun Búrfellsvirkjunar var bandaríska fyrirtækið Harza Engi- neering Company International í Chi- cago og sá það einnig um eftirlit með framkvæmdum á byggingartíma. Fram- kvæmdirnar voru boðnar út og var til- boði Fosskrafts sf tekið en að því stóðu verktakafyrirtækin SENTAB i Svíþjóð, E. Pihl & Sön í Danmörku og Almenna Byggingarfélagið hf. í Reykjavík. Sá Fosskraft um allar byggingarfram- kvæmdir við virkjunina, smíði og upp- setningu á lokubúnaði og þrýstivatns- pípum og niðursetningu á þrem fyrstu vélasamstæðunum. Byggingu Búrfellsvirkjunar hefur áður verið gerð skil í TVFÍ 1973 og i þessari grein verður eingöngu fjallað um framkvæmdir við jarðgangagerð Búr- fellsvirkjunar en það er umfangsmesta neðanjarðarvinna sem enn hefur verið framkvæmd hér á landi. 2. HÖNNUN NKHANJARHARVIRKJA Við val á gangaleið og hönnun jarð- ganga verður að taka tillit til margra at- riða og ber þar fyrst að nefna jarðfræði- legar og bergtæknilegar aðstæður. Vinnsluaðferðir, styrkingar og kostnað- ur við gangagerðina ráðast mjög af þessum aðstæðum en einnig verður að velja þversnið ganganna þannig að orkutap verði í lágntarki. Endanleg hönnun ganga ákvarðast því að lokum af kostnaðarsamanburði á ýmsum lausnum, breytilegum þversniðum og mismunandi mikilli fóðrun. I.ega og langskurður af göngum við Búrfell er sýndur á mynd 2. Aðrennslis- göngin eru 10 m víð og 10 m há með Páll Ólafsson lauk prófi í byggingaverk- fræði frá TH í Karlsruhe 1961. Verk- fræðingur hjá Verkleguin framkvœnul- um hf 1961—65 og hjá Verk hf 1965— 66. Aðstoðarverkfrœðingur hjá staðar- verkfrœðingi Harza Engineering Co. við virkjun Þjórsár við Búrfell 1966— 70 og sá þá um eftirlit með jarðganga- vinnunni. Verkfrœðingur hjá Electro- watt í Sviss 1970—71 í Guatemala í Mið- Ameríku við lokarannsóknir fyrir 420 MW vatnsaflsvirkjun Atitlan Project, hafði jafnframt umsjón með byggingu 30 MW gufuaflsstöðvar í Esquintla. Verkfræðingur hjá ístak 1971—1973 við 2. áfanga Vatnsfellsveitu við Þóris- vatn, einnig gerð vinnsluganga fyrir Danish Construction Contractors í blý- og zinknámum í Marmorilik á Græn- landi. Verkfræðingur Itjá Landsvirkjun frá 1973, aðstoðarstaðarverkfræðingur við byggingu Sigölduvirkjunar og stað- arverkfrœðingur við Hrauneyjafoss- virkjun 1978— 83, aðstoðarbyggingar- stjóri frá 1983 og forstöðumaður bygg- ingadeildar frá júli 1985. bogamynduðu þaki og um 89 m2 þver- sniði og heildarlengd þeirra er 1065 m með 0,75% botnhalla. Hæðarlega gang- anna réðst m.a. af staðháttum, hag- kvæmri dýpt inntaksskurðar, áætluðum niðurdrætti í lóni og einnig var leitast við að hafa gangaþakið i sem heillegust- um basaltlögum. Upphaflega var ráð- gert að göngin yrðu ófóðruð að mestu og hæfilegur vatnshraði var talinn 2,4 m/s og réði það vídd ganganna. Stað- setning gangamunna var ákveðin út frá jarðfræðilegum aðstæðum og kostnað- arsamanburði á göngum og greftri sam- •svarandi skurðar. Aðrennslisgöngin greinast í tvenn jafnvíð steypufóðruð þrýstigöng rétt of- an við jöfnunarþrær eins og sýnt er nán- ar á mynd 3. Hagkvæmt var talið vegna áfangaskifta við byggingu virkjunar- innar að hafa tvenn þrýstigöng með 44 — TÍMARIT VFI 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.