Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 29

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 29
lokubúnaði við jöfnunarþrær, og réð hér einnig nokkru um að óvissa var um jarðfræðilegar aðstæður í fallgöngum. Fyrst eru göngin með skeifulaga 32 m2 þversniði, 6,0 m víð og 6,0 m há, og verður vatnshraði um 3,4 m/s, en neðan jöfnunarþrónna er breytt yfir í hring- laga þversnið með 6,0 m þvermáli og 28 m2 þversniði og verður vatnshraði þá 3,9 m/s. Fallgöngin og neðri láréttu þrýstigöngin eru með þessu þversniði fram að stálfóðraða hluta ganganna, sem er á 121,6 m kafla næst stöðvarhús- inu. Stálfóðringin er 5,5 m í þvermál og þversnið ganga þar 23,7 m2 og vatns- hraði þá orðinn 4,64 m/s. Loks greinast hvor þrýstigöng í 3 stálpípur með 3,0 m þvermáli sem leiða vatn inn á vélar og er vatnshraðinn þá 5,3 m/s. Vídd þrýsti- ganga miðaðist við að falltöp væru sem minnst á móti vinnslukostnaði og stálfóðring var látin ná eins langt inn eins og álitið var nauðsynlegt vegna áraunar við þrýstihögg og tekið tillit til þykktar ofanáliggjandi jarðlaga. Hér hafa verið gefin innanmál á göngum en það varð að sprengja þau minnst 1,0 m víðari til að fá rými fyrir 50 cm steypu- fóðrun. Jöfnunarþrær eru sprengdar upp úr jörð ofan við hvor þrýstigöng. Þær eru til þrýstijöfnunar við snögga lokun ganga og miðlunar við gangsetningu véla. Jöfnunarþrærnar eru hringlaga 15,0 m að innanmáli með 3,6 m víðu opi niður í göng, samtengdar með láréttum göngum til að auka rekstrarhæfni þeirra. Botn í þróm er í hæð 223,0 m (botn ganga í 213 m) og þær ná upp í TÍMARIT VFÍ 1984 45

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.