Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Page 31

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Page 31
aðrennslisgöng. Jafnframt varð að byrja á láréttum þrýstigöngum neðanfrá um leið og gröftur fyrir stöðvarhúsi leyfði. Leggja varð áherslu á að konta aðrennslisgöngum niður að jöfnunar- þróm og að fallgöngunum sem fyrst vegna vinnsluaðferðar við lóðrétt göng. Samtímis varð að kappkosta að Ijúka vinnu við neðri hluta láréttu þrýstigang- anna vegna stálfóðringanna og að- komuleiða að baki stöðvarhússins, en nyrðri göng lokuðust um leið og upp- steypingu hússins miðaði áfram. Þetta var leyst með milligöngunt yfir í syðri göngin sem voru opin þar til gangavinnu lauk. Til fróðleiks er hér birt á mynd 4, verkáætlun Búrfellsvirkjunar gerð í apríl 1968 borin saman við raunveruleg- an framkvæmdatíma, en rétt er að geta þess að ekki var unnið samfellt við alla verkþætti þótt þeir séu sýndir með heil- dregnum línunt á áætluninni. í byrjun unnu aðallega Svíar og Fær- eyingar við gangagerðina þar sent ekki var völ á reyndum íslenskum starfs- mönnum en þegar kom fram á árið 1968 höfðu íslendingar að mestu tekið við þessum störfum. Við Búrfellsvirkjun var lengst af unnið á víxl 5 daga aðra vikuna en 6 daga hina og þegar mest var um að vera var unnið á tveim 10 tíma vöktum við göngin. Verður nú vikið nánar að vinnu við cinstaka þætti jarð- ganganna. 3.1 Aðkeyrslugöng Aðkeyrslugöngin eru 5,15 m á hæð og breiddin var valin 7,0 m svo vinnu- tæki gætu mæst. Göngin voru sprengd í fullt þversnið, 33 nt2, og var notaður Svenljunga borpallur á bíl við verkið. Lengd þeirra var 130 m og þau opnuð- ust inn í aðrennslisgöngin 200 m ofan við greiningu. Vinnslu ganganna miðaði frekar hægt og tók 4 mánuði, frá júni fram í nóvember 1966, að ljúka þeim. Jarðfræðilegar aðstæður reyndust samt góðar þar sem göngin Iiggja í kubbuðu basalti með góða stæðni, sem hvorki þurfti að styrkja né fóðra. í verklok var þessum göngunt lokað í innri enda með 4,0 m þykkri steypu. Samhliða vinnslu aðkeyrsluganga var unnið að undirbúningi við ganga- munna. Steypt var umhverfis munnann, sett upp spennistöð og loftræstikerfi og 3 rafknúnum loftpressum kontið fyrir og voru afköst hverrar þeirra 17 m' af þrýstilofti á mínútu. LEGEND CONSTH SCHEDULE REVISION APR/L I ‘68 ACTUAL (7) DIVERSION EEATURES REAOY FOR OPERATION (?) F/Rsr UN/r READY FVR COMMERC/AL OPERA r/ON. SECONO UNir REAOY FOR COMMERC/AL OPERAnON 4 rH/RD UN/T REAOY FOR COMMERC/AL OPERA T/ON Myutl 4. Wrktía'thm J'ni apri! IV6X. s) final coupletion NOTE / ■ AS WORK NEED NOT BE SCHEDULED FOR EVEN OISTR/BUT/ON IN TINE, THE LENGHT OF A SECTION OF A BAR DOES NOT REFLECT THE AMOUNT OF WORF /NWLVED ESTIMATED OR ACTUAL FIGURES SHOWN ON THE CHART SHOW ACTUAL ANO ESTIMATED DEGREE OF COMPLETION IN PERCENT TÍMARIT VFÍ 1984 — 47

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.