Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 33

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 33
hafðir til taks áður en lengra yrði hald- ið. Var búið að sprengja um 43% af göngunum í lok tímabilsins. Október/'Desember 1976: Unnið var á sprungusvæðinu við bráðabirgða- styrkingu og að sprengja 20 m löng könnunargöng. Þekjan var styrkt kerf- isbundið með neti og 6,0 m fleygboltum með 3,0 m bili en oft reyndist erfitt að fá festu. Síðan var sprautað 5 cm þykku steypulagi á þekjuna. í desember komu stálbogarnir smíðaðir úr 240 mm H-prófíl og var þá haldið áfram að sprengja göngin. Sett voru upp þrjú pör af stálbogum eða alls sex bogar á 20 m kafla. Eftir á að hyggja var reynslan af þessum bogum umdeild. Bæði var tíma- frekt og erfitt að setja bogana upp og raunveruleg styrking með þeim var varla í samræmi við burðargetu þeirra og kom of seint ef um verulega hreyfingu á berginu var að ræða. Á meðan á styrk- ingu stóð var umfang sprungusvæðisins kannað með því að bora 20 m langa kjarnaholu. í lok tímabilsins voru göng- in komin í gegnum versta kaflann að stöð 490 og voru þá 48% búin af göng- unum. Jamiar/Mars 1968: Á þessu tímabili var sprengdur 150 m kafli af göngunum milli stöðva 490 og 340. Farið var i gegnum seinna sprungusvæðið, F-3 við stöð 340, fyrst með könnu.nargöng og síðan sprengt í fullt þversnið. Hér var ckki talin þörf á stálbogum og dugði að styrkja með boltum og neti enda var þessi sprungukafli mun ahæiiuminni en sá fyrri. í lok timabilsins hafði verið lokið við 62% af göngunum. Apríl/Júní 1968: Á þessu tímabili miðaði göngunum vel og voru sprengdir alls 314 m frá stöð 340 til 58 og frá gangamunna við stöð 17 að stöð 49. Inntaksskurður var sprengdur 17 m lengra en upphaflega var ráðgert til að forðast að lenda með gangamunna í sprungusvæði F-4. Gangamunninn lenti í góðu kubbabergi og var boltað um- hverfis hann áður en sprengt var út í fullt þversnið. í öryggisskyni var skilinn eftir 9 m ósprengdur tappi milli stöðva 49 og 58, sem ekki var fjarlægður fyrr en stjórnlokum hafði verið komið fyrir í veituskurði. Bestu afköst við spreng- ingu ganganna náðust á þessu tímabili, 43 m á viku. Þar með var sprengingu lengstu og stærstu jarðganga á íslandi lokið á alls um 18 mánuðum. Við útkeyrslu notaði verktakinn hjólaskóflur og grjótflutningsbíla. í fyrstu var notuð CAT 966 hjólaskófla og 12 t bílar af gerðinni Volvo N88 en síðar þegar akstursleiðir urðu lengri og afköst jukust var notuð CAT 988 hjóla- skófla og 16 t bílar af gerðinni Kockums KL-420. Grjóti var ekið á haug framan við munna aðkeyrsluganga. Heildarmagn sem greitt var fyrir nam Alimak bprkar/a, jii/í 1967. 67-2 '67-1 '66 '67-í '67-2 mxavx-\^;.ýy.y.--^i.....a..K-:-::.::i">TO.\\w :::z::::::::zz: J *67-'4 -K'4- •68-2 '6e-2r -r¥//Z^//////////////Z/////AV//t. '67-1: l. JkRSFJ. 0 20 40 m o AÐKEYRSLUGÖNG 0 5 lom AÐRENNSLISGÖNG AÐKEYRSLUGÖNG PRÝSTIVATNSGÖNG Mviul 6. I iviiiviiulu í viiinslii aðrenitslisganga. TlMARIT VFÍ 1984 — 49

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.