Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 34

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 34
106.000 m' og var það miðað við greiðslumörk sem lágu 20 cm utan við Iágmarksþversnið. Göngin voru þver- sniðsmæld með 20 m millibili og reynd- ust yfirsprengingar utan greiðslumarka vera um 7.000 m' eða um 7% af heildar- magni. Jafnóðum og sprengingu ganganna miðaði áfram voru þau kortlögð með tilliti til jarðfræðilegra aðstæðna og eft- ir að sprengivinnu lauk á miðju ári 1968 voru siðan boraðar kjarnaholur með 50 m millibili 10 m upp í þekjuna til frekari rannsókna. Byggt á þessum athugunum var stæðni ganganna og hættan á hruni og leka metin og ákvarðanir teknar um frekari styrkingar og steypufóðrun til að tryggja öryggi ganganna í rekstri. í töflu á mynd 7 eru teknar saman þær aðgerðir sem framkvæmdar voru. Slálbogar á sprungusvceði 1-2, des. 1967. STÖÐ STEYPU-FÓÐRUN M ÁSPRAUTUN 5 CM M.NETI M2 ÁSPRAUTUN 2 CM ÁN NETS M2 6 M LANGIR BERGBOLTAR STK 3 M LANGIR BERGBOLTAR STK 1NNTAK 32,24-318 2880 2323 102 390 318 - 356 356 - 498 38 623 2805 72 200 498 - 570 570 - 925 72 2882 2282 48 597 925 -1064,6 139 6 SAMTALS 249 6 6385 7410 222 1187 % AF GÖNGUM 24 2 23,1 26,8 Mynd 7. Varunlegur styrkingar og steypufóörun i aörennslisgðngum. Sprungukaflarnir tveir milli stöðva 318-356 og 498-570 voru fóðraðir með burðarstyrkingu úr 60 cm þykkri stein- steypu járnbentri i bæði borð. Fyrst varð að víkka göngin til að koma fóðr- uninni fyrir og síðan var steypt í 10 m löngum færum með færanlegu stálmóti. Við steypuna voru notaðar Schwing steypudælur og dælt um op á hliðum og rör í toppi. Á eftir voru síðan boruð göt í toppinn og sandlögun dælt inn til að fylla holrými milli steypu og bergs. Til að jafna vatnsþrýsting að baki fóðrun- arinnar voru loks boraðar 3" drenholur með reglulegu millibili í gegnum steyp- una. í neðri hluta ganganna frá greiningu og að stöð 925 þar sem breksíulög voru þykkust og styst er út í gegnum fjalls- hlíðina voru göngin, m.a. vegna leka- hættu, fóðruð með 20 cm þykkri steypufóðrun styrktri með einfaldri járnagrind. Nálægt efri endanum á þessari fóðrun var steypt 1 m djúp grjótgryfja sem nær (rá stöð 980 að stöð 953. Aðrir hlutar ganganna voru styrktir með steypuásprautun og bergboltun eins og sjá má á mynd 7, þar sést að tæp 26% þurftu alls enga styrkingu. Þar sem breksiu- og leirlög voru í veggjum og lofti var vegna rofhættu sprautað minnst 5 cm þykkri steypu á bergið í tveim lögum með stálneti á milli. Á sprungin og varhugaverð basaltsvæði í lofti var látið nægja að sprauta 2 cm þykkri steypu. Sprautusteypan var þurr- blönduð með hámarkskornastærð 9,5 mm og 600 kg af sementi í rúmmetra og voru notaðar 2 Aliva BS-12 dælur við verkið. Víða var talið nauðsynlegt að styrkja hvelfinguna með kerfisbundinni berg- boltun eins og sýnt er á mynd 8. Lengd boltanna réðst af þykkt basaltlaganna í þaki og að þeir næðu festu. Notaðir voru þensluboltar (expansion shell-type) sem voru forspenntir með álagsmæli og síðan dælt sandlögun í holuna. Vinna við styrkingar og fóðrun gekk vel eftir að hún komst af stað og á miðju ári 1969 var verkinu full lokið. Vatni var hleypt á göngin niður að lokum við jöfnunarþrær í ágústmánuði 1969 og var það gert mjög gætilega til að forðast að vikur úr lóninu bærist inn í þau. 3.3 Þrýstigöng Vinna við þrýstivatnsgöng hófst í febrúar 1967 með því að sprengja láréttan hluta ganganna á bak við stöðvarhús. Við verkið var notaður tveggja hæða borpallur sem fluttur var 50 — TÍMARIT VFI 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.