Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 35

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 35
til með bíl og unnið samhliða við bæði göngin. Við frákeyrslu voru notaðir Volvo N88 grjótflutningsbílar og mok- að á með CAT 966 hjólaskóflu með hliðarsturtu svo komist var hjá því að sprengja útskot. Á mynd 9 er sýnt snið af göngunum og bormynstur sem notað var. Boraður var Coromat kíll með tveim 3" þenslu- holum og var bordýpt 4,0 m og áætluð inndrift 3,6 m. Alls voru boraðar 65 holur eða 260 bormetrar sem gefur um 2 bormetra/mJ. Hlaðið var með dýnamíti og nabíti og fóru að jafnaði 162 kg af sprengiefni í salva sem losaði um 129 mJ af bergi og meðalsprengiefnisnotkun var því 1,17 kg/m3. Göngin liggja að mestu í bólstrabergs- breksíu með góða stæðni og vatn var ekki til trafala. Vinnsla ganganna gekk mjög vel og á miðju árinu 1967 voru þau bæði komin inn að neðri beygju. Samtímis var unnið við að sprengja efri hluta láréttu ganganna. Gekk það einnig vel nema tafir urðu við vinnslu á göngum nr. 2 meðan unnið var við styrkingu í greiningu. Ekki var þörf frekari styrkinga og voru bæði göngin komin að efri beygjum um haustið og hægt var að byrja á að sprengja fall- göng. Vinnsla lóðréttu fallganganna hófst með því að 3" kjarnaholur voru borað- ar niður í gegnum göngin ofan af múl- anum, sjá mynd 3. Síðan voru sprengd 2 m víð leiðigöng neðan frá og var notuð til þess sérstök karfa sem dregin var upp Steypufóðrun þrýstivutnsgungu, inurs 1968. Mynd 8. Styrkingar utun fóðruðu kafianna. TÍMARIT VFÍ 1984 — 51

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.