Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Page 37

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Page 37
Þrígreining á svðri þrýslivalnspípu, ágúst 1968. Yfirleitt má segja að jarðfræðirann- sóknir hafi reynst gefa mjög rétta mynd af aðstæðum og m.a. höfðu bæði sprungusvæðin (F-2 og F-3) verið staðsett allnákvæmlega fyrirfram. Mesta óviss- an var stæðni skriðubergsins i fallgöng- unum en lu'm reyndist síðan mikið betri en rannsóknir gáfu tilefni til að ætla. í svo umfangsmiklu verki er hætt við að upp komi ýmis ágreiningsatriði og varð svo einnig hér en þeim málum hef- ur áður verið gerð nokkur skil annars staðar. Varðandi gangagerðina greindi aðila mest á um yfirsprengingar sem voru verulegar, sérstaklega í þrýstigöng- unum og höfðu í för með sér mikinn kostnaðarauka vegna steypufóðrunar. Verklýsing var rnjög skýr og gerði ekki ráð fyrir neinum greiðslum utan við greiðslumörk vegna jarðfræðilegra aðstæðna og varð verktakinn að reikna með að taka alla áhættuna. Þrátt fyrir fullyrðingar verktaka taldi eftirlitið aðstæður í engu frábrugðnar því sem búast hefði mátt við og yfirsprengingar væru fyrst og fremst vegna ónákvæmra vinnubragða. Ekki urðu aðilar sammála og þetta atriði varð eitt af þeim kröfum sem leystar voru í heildaruppgjöri aðila í verklok. í upphaflegri verkáætlun var gert ráð fyrir gangsetningu fyrstu vélasamstæðu l. desember 1968 en því seinkaði til 11. september 1969 af ýmsum ástæðum m. a. verkalýðsmálum og seinkun á af- hendingu búnaðar. Þrátt fyrir mikla magnaukningu sérstaklega við varanleg- ar styrkingar í aðrennslisgöngum tókst að ljúka þeim verkum öllum í tteka tíð og olli gangagerðin ekki töfum á gangsetningu virkjunarinnar. Æskilegt hefði verið að gera nokkra grein fyrir kostnaði við jarðgangagerð- ina eins og hún varð í raun. En slíkt numdi ekki gcfa rétta mynd vegna þeirr- ar verðlagsþróunar og verðbólgu sem ríkt hefur í heiminum Irá þessurn tíma. í lokaskýrslu Harza er bókfærður verk- takakostnaður fyrir byggingarvinnu við virkjunina gefinn upp 18,531 MUSD (milljónir bandaríkjadala) miðað við 30. september 1971. Afþessari upplueð nam kostnaður við byggingu stöðvar- lniss og uppsetningu vcla 4,818 MUSD eða 26%, vinna við vatnsvegi, stíflur og lokur var 7,969 MUSD eða 43% og vinna við jarðgangagerðina var alls 5,744 MUSD eða 31% af heildarverk- takakostnaði. Heildarlengd jarðganga við Búrfellsvirkjun er um 1.800 m og alls var sprengt úr neðanjarðarvirkjum um 155.000 m' af bergi. Sambærilegar tölur fyrir Blönduvirkjun sem nú er í byggingu eru 3.000 m af jarðgöngum og sprengt magn úr göngum og stöðvarhúsi er áætlað um 115.000 m' og vinnan nemur um 15% af áætluðum heildar- verktakakostnaði fyrir byggingarvinn- una. Nú eru liðin meir en 15 ár síðan Búr- fellsvirkjun var tekin i notkun og það var fyrst í júní 1984 að svigrúm gafst, vegna álags á raforkukerfi landsins, til að stöðva virkjunina og tæma aðrennsl- isgöngin. Göngin voru skoðuð og var hvergi að merkja galla eða slil á steypu- fóðrun eða sprautusteypu né hrun úr bergi og sýnir það best að hönnun og framkvæmd verksins hefur tckist vel. Maí 1985 Hcimildir 1. Búrl'cll Hydroclcctric Project l inal Rcport, prc- parcd by Harza Knginccring Company Intcr- national, May 1970 2. Ársljórðungsskýrslur byggingareftirlitsins. 3. Ciögn úr skjalasafni byggingarcftirlitsins. TÍMARIT VFÍ 1984 — 53

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.