Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Síða 38

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Síða 38
Haukiir Tómasson, jarófræðingur: Jarðgangagerð við Búrfell. Rannsóknir og jarðfræðilegar aðstæður Grein byggð á erindi sem höfundur flutti á ráðsiefnu um jarðgöng á Islandi 3. apríl 1981 1. HUGMYNDIR AD VIRKJUN 1‘JÓRSÁR VID BÚRFELL Fyrsta hugmynd og verkfræðileg út- færsla á virkjun Þjórsár við Búrfcll kom fram hjá norska verkfræðingnum Sætersmocn í riti hans „Vandkraften i Thjórsá Elv, Island” útgefnu í Kristjania 1918. Hann hugði á yfir- borðsvirkjun með veitu úr Þjórsá og inntaki í Bjarnalækjarbotnum eins og það er í dag. Nýjar hugmyndir að virkjun Þjórsár við Búrfell komu ekki fram fyrr en 1960 hjá Harza Engineering Company Inter- national í umsögn fyrir Raforkumála- skrifstofuna um rannsóknir og rann- sóknaþörf vegna beislunar vatnsorku í Þjórsá og Hvítá (Harza 1960). Harza gerði tillögu að stórri stíflu milli Búrfells og Sauðafells og göng í gegnum Búrfell (mynd I). Næstu tvö ár var þessi hugmynd rannsökuð og kortlögð og borað vegna hennar seinna árið. Þá kom fljótt í Ijós, að ekki er fýsilegt að hafa stóra stíflu á þessunt stað vegna jarðfrreðilegra aðstæðna og ekki síður vegna þess að rúmmál stíflufyllingarinn- ar reyndist miklu meira en menn héldu við lauslega athugun. Af þessum sökum var hætt við stóru stífluna, en í þess stað hugað að rennslisvirkjun meða sama jarðgangastæði og áður. (Harza 1961). Jarðgangastæðið var rannsakað með borunum beggja vegna Búrfclls, en jarðfræði Búrfells er svo flókin, að ekki náðist nein tenging jarðlaga í gegn og neikvæð niðurstaða fékkst á staðsetn- ingu stöðvarhúss neðanjarðar austan í Búrfelli (Þorleifur Einarsson og Haukur Tómasson 1962). Rannsókn stiflustæðis á Bjarnalæk, sem um leið er inntaksstilla virkjunar, sýndi ntjög slæmar jarðfræðilegar aðstæður með ntjög þykkar vikurskrið- ur Búrfells gangandi inn á milli Tungnaárhrauna. Höfundur fór því að leita að bctra stíflustæði á Bjarnalæk og fann ágætt stíflustæði á þeint stað, sem Búrfellsstíflan er núna. Einnig er þar möguleiki á inntakslóni, sem ekki var á hinum staðnum. Þessar upplýsingar voru sendar til Harza, en þeir voru ráð- gjafar Raforkumálaskrifstofunnar við virkjun Búrfells og hönnuðir virkjunar- innar. Nokkru síðar komst höfundur í bók Sætersmoen frá því 1918 og sá þá, að Itann hafði valið þetta sama stiflustæði á Bjarnalæk og höfundur mælti með, en auk þess hafði hann kortlagt Bjarna- lækjarbotna. Á þessum tínia voru ekki til nein kort af virkjunarsvæðinu Haukur Tómasson lauk prófi í landa- frœði og jarðfrœði frá Stokkhólmshá- skóla 1959. Störf á Raforkumálaskrif- stofunni að loknu námi við jarðfræði- rannsóknir virkjanastaða. Hefur unnið við og stjórnað jarðfrœðirannsóknum á virkjunarstöðum síðan. Nám við mann- virkjagerð 1965-1966 við University of Idaho. Deildarstjóri mannvirkjajarð- fræði á Orkustofnun síðan 1969. For- stjóri Vatnsorkudeildar frá 1981. nákvæmari en 1:50.000 og með 20 m hæðarlínubili, og var það mcð 20 m Mytul I. Hugmynd Harza að virkjun við tiiirfell frá árinu 1959. Hugmynd að virkjun úr Bjarnalœkjarbotnutn er einnig sýnd en bundin við vatnsborð í lóni 260 m y. s. Á þessum stað er uin 20 in hœðurskekkja i korti A.M.S., sein notað var við þessa athugun. Lœgðin i tijarnu- lcekjarbotnum er í raun í 240 m y. s. Úr: (I). 54 — TÍMARIT VFÍ 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.