Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 39

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 39
skekkju í Bjarnarlækjarbotnum. Ég sendi afrit af kortum Sætersmoen til Harza og þeir gerðu fyrstu áætlun um virkjun þar með þeim kortum og kom- ust að því að virkjun úr Bjarnalækjar- botnum væri mun ódýrari en í gegnum Búrfell (Harza 1962) auk þess sem hún er jarðfræðilega viðráðanleg (sjá mynd 2). Haustið 1961 var því rannsóknum beint að Sámsstaðamúla. Vorið 1962 hófst mikil og víðtæk rannsókn á hinum nýja virkjunarstað. Rannsóknirnar tóku mið af hugmynd að virkjun með neðanjarðarstöðvarhúsi og frárennslisgöngum. Vegna þessarar virkjunarhugmyndar var mikið borað í leit að heppilegu bergi fyrir stöðvarhús og einnig voru gerð tilraunagöng, sem ná áttu inn í fyrirhugað stöðvarhús. Þessum rannsóknum hefur höfundur lýst í grein í TVFÍ 1966. Heppilegt berg fyrir neðanjarðar- stöðvarhús var ekki á þeim stað, sem það var upphaflega hugsað. Árið 1964 var hætt við neðanjarðarstöðvarhús og ákveðið að byggja ofanjarðar og með aðrennslisgöngum. Styttri byggingar- tími þessarar tilhögunar réð fullt eins miklu um þetta val og jarðfræðilegar aðstæður. Þessi virkjun hefur nú verið byggð. 2. JARÐFR/LDILFGAR ADSTÆttUR Jarðfræði Sámsstaðamúla er lýst ýtarlega í áðurnefndri grein í þessu tímariti (Haukur Tómasson 1966). Verður það ckki endurtekið hér nema að stutt lýsing á megindrögum þess fylgir hér með. Á mynd 3 er teikning af suðurhlið Sámsstaðamúla gerð eftir ljósmynd og útskýrð á henni lega mismunandi jarðmyndana á svæðinu. Myndin er úr „The Stratigraphy of Sámsstaðamúli" eftir Jón Jónsson og Hauk Tómasson 1962. Jarðfræði Sámsstaðamúla er mjög flókin og má þar greina nokkur skeið dal- og giljamyndunar, sem síðar hafa fyllst af yngri jarðlögum. Elsta berg GENERAL PROJECT PLAN Scote o I Kilomeler Mynd 2. Núverandi virkjun Búrfells. Or: (4). svæðisins er kallað eldri Búrfellslögin og eru þau úr ýmisskonar bergi, svo sem líparíti, andesíti, ólivín basalti og mola- bergi, sem oftast nær er í frekar þunnum lögum. Jarðhitaummyndun er algeng í eldri Búrfellslögum. í eldri Búr- fellslögin hefur grafist dalur, þar sem Sámsstaðamúli er nú. Dalfyllingin er gerð úr jarðlögum, sem hafa verið skriður meðfram hliðum, þykk sandlög í botni, en blágrýlislög ofar. Öll þessi myndun er kölluð Sámsstaðamúlalögin. Þau eru um 1 milljón ára gömul. Síðar grófst frekar þröngur dalur í nágrenni við Sámsstaðaklif, sem einnig fylltist af jarðlögum. Eru það að mestu leyti fremur þunn blágrýtislög, sem víða eru mjög þursabergskennd. 3. TILRAUNAJARDGONG 1962 Yfirumsjón með rannsóknum við Búrfell 1962 hafði Harza. Þeir mæltu með gerð tilraunaganga sem næðu inn í væntanlegt stöðvarhús virkjunar og yrðu siðar hluti af aðkomugöngum stöðvarinnar. Að áliti verkfræðinga Harza mundi kostnaður við tilrauna- göngin sparast upp í lægri tilboðum í jarðgangavinnu ef sýna mætti bergið frá göngum, sem stöðvarhús ætti að standa í. Samkvæmt þeim frumdrögum, sem fyrir lagu að virkjun og unnið var eftir, þurftu þau að verða 650 m löng. Þessari gangagcrð hcfur vcrið lýst í áöurnefndii SAMSSTAÐAMULALOG grein í TVÍ frá 1966. Hér verða aðcins dregnar ályktanir af þessari gangagerð, en um frekari lýsingu vísað í greinina. Jarðlög þau, sem rannsóknargöngin fóru í gegnum, voru mélurík mórena, sandkennd mórena, andesít-breksía og stórstuðlað andesít. Best gekk að vinna méluríku mórenuna. Engin stæðni- vandamál voru þar. í sandkenndu mór- enunni voru miklir erfiðleikar í vinnslu og stæðni var lcleg. Stæðnin batnaði þegar efnið þornaði og lengra var komið inn. í andesítinu var yfirleitt blandað þversnið af breksíu og þéttu andesíti. Sprenging breksíunnar gekk illa og vatn olli erfiðleikum í vinnslu. Stæðnin var aftur á móti ágæt. í áætlun um jarðgangagerðina var gert ráð fyrir að Ijúka þessu á 4 mánuð- um. Gangur verksins var aðeins um hclmingur þess, sem með þurfti til að það mætti takast. Var reynt að auka afköst með því að bæta við mönnum. Viðbótarmannskapur gaf engan sýnileg- an árangur. Afköst á mann voru því i öfugu hlutfalli við fjölda verkmanna við verkið. í scinni hluta verksins var fenginn norskur verkstjóri til að hjálpa til um tíma. Honum tókst að auka gang verks- ins verulega, þótt ekki væri náð þeim hraða, sem óskað var. Mestur var árangur norska verkstjórans í að skera niður þann tíma, sem fór í ýmsar skipt- ingar á milli verkþátta. Þetta bendir á mikilvægi þess að fá góða og reynda verkstjóra strax í byrjun svona verka. SAMSSTAÐAKLIFSLÖG A ,______________________j\____________________. ELDRI BURFELLSLOG Mvnd 3. Teikning ajsudurhlið Sámsslaðanuila gerð ej'tir Ijósmynd. Myndin sýnir Jarðinyndanir Mi't/ans. en þcer sjcísl að nokkru leyti í lands- la'ni. Úr: (6). TIMARIT VFI 1984 — 55

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.