Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Síða 40

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Síða 40
Mynd 4. Kort af Sámsstaðamúla. 4. BÚRFELLSGÖNG 1966-1969, ALMENN ATRIDI Gangagerðin við Búrfell er lang- stærsla verk þessarar tegundar hér á landi til þessa. Samtals voru gerðir 1800 m af göngum. Aðrennslisgöng voru 10 m í þvermál og 1064 m að lengd. I’rýsti- göng og aðkeyrsla voru 6—7 m í þver- mál. Lýsing á verkinu og gangi þess eru í grein Páls Ólafssonar og verður það ekki cndurtekið hér. Byrjað var á aðkeyrslugöngum sumarið 1966 og lokið var fóðrun ganga og öðrum frá- gangi sumarið 1969. Á mynd 4 er sýnt kort af Sámsstaða- nrúla, sem sýnir aðstæður og borholur á svæðinu og á mynd 5 er sýnt jarðlaga- snið i Sámsstaðamúla. Megnið af göng- unum er í Sámsstaðamúlalögunum, en snerta aðeins eldri Búrfellslögin og Sánrsstaðaklifslögin. Fallgöng eru í gegnum skriðuberg og sandstein, en ncðri hluti þrýstiganga er í móbcrgi. Sama móberg er undirstaða stöðvar- húss. Eins og sést á kortinu er ekki þétt borun á jarðgangaleið. Megnið af borunum við Búrfell beindust að öðrum virkjunarhugmyndum og þá fyrst og fremst neðanjarðarstöðvarhúsi með frá- rennslisgöngum. Pekking á jarðlögutn þeim, sem göngin liggja í, var þó góð því opnur eru góðar í Sámsstaðanníla- lögin. í þeim eru aðrennslisgöng og var hægt að kortleggja jarðfræðilegar aðstæður nákvæmlega. Gangabergið er reyndar að mestu hulið skriðu, en það er samskonar berg og ofar sést. Sprung- ur sjást einnig vel á yfirborði, en unr þær var ekki sjáanlegt neitt umtalsvert misgengi. Segja má að lárétti hluti þrýstigangana væri í nrestri jarðfræði- legri óvissu, þar sem bergið, sem þau liggja í, kemur hvergi fram á yfirborði. Par komu fram sprungu- og gangakerfi, senr ekki voru þekkt fyrirfram. Að öðru leyti voru jarðlög, þau sem göngin fóru í gegnuni hin sömu og ætlað var. Gangagerðin var á tveimur hæðum. Efri göng i 215—230 m y.s. og neðri göng í um 120 m y.s. og á milli þeirra lóðrétt fallgöng. Efri göngin voru aðkeyrslu-, aðrennslis- og efsti hluti þrýstiganga. Einnig stóðu upp úr þessu jöfnunarþrær sprengdar í sanrskonar berg. 5. EFRI GÖNG Efri göng eru fyrst og fremst í basalt- hraunlögum með lagamótabreksíu á milli. Ekki eru nein millilög á því svæði, senr göngin eru á, og minnir þetta að því leyti töluvert á dyngjubasalt. Skriðu- berg sést þó ganga inn á milli basaltlaga við munna aðkeyrsluganga. Jarðgöngin eru í þremur basaltlögum um 5—10 m að þykkt, sern hallar örlítið til austurs. 5.1 Hraunlög Sámsstaðamiíla Hverju basaltlagi má skipta í þrjár einingar út frá mannvirkjajarðfræðileg- utn eiginleikum. Þessar einingar eru: 1) Neðst er reglulega stuðlað basalt í nokkuð stórum stuðlum. Þykkt þessa lags er oft 1—2 m. 2) í miðið er óreglulega og þétt stuðlað basalt, kallað kubbaberg. Kubba- bergið er litlir stuðlar fléttaðir sam- an, sem gerir það að verkuni að í opnu sýnist þetta vera gert úr kubb- unr. Þykkt kubbabergsins er mjög breytileg, en er oft meginhluti lagsins. Mynd 5. Langsnið af Sámsstaöannila ájarðgangaleið. (Sjá staðsetningu á ntynd 4). SM tögin eru blágrýlið, sem aðrennsligöng liggja í; lóðréttu þrýstigöngin liggja í gegnum skriðuberg Tl \ sandstein TS og enda i móbergsmyndun PL; lárétti hluti þrýstiganganna liggja i móbergi PL. 56 — TÍMARIT VFÍ 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.