Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 41

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 41
3) Efst er breksía, sem er gjallkargi hraunsins. Breksían er úr gjall- molum úr hrauninu, en bilið milli gjallsteinanna er fyllt með sandi eða leirkenndu efni. Eitthvað er líka um útfellingar í þessum holum, aðallega geislasteinar. Sprungur voru ekki áberandi í breksíunni. Þykktin er mjög breytileg og er hún mest í vesturenda ganganna, oft 4—5 m og niður í nálega ekkert í austurhlutan- um. Fyrir utan lagamót eru sums- staðar breksíupokar inni í basaltinu. Allar þessar bergeiningar stóðu vel í göngum og voru engir erfiðleikar vegna stæðni nema á sprungusvæðum. Eigin- leikar þessara laga eru þó tæknilega verulega mismunandi. Stórstuðlaða basaltið var auðborað en gat sprungið nokkuð gróft og óreglulega. í veggjum gátu stuðlar setið lausir. Lárétt kleyfni er í stuðlunum og var hvelfingin því dálítið stölluð og tilhneiging var til yfir- sprenginga. Kubbabergið var auðunnasta bergið af þessum einingum. Það var auðborað og þurfti tiltölulega litla borun og hleðslu. Það lagaði sig mjög vel að sprengdu þversniði og voru yfirspreng- ingar litlar. Breksían var erfiðust í vinnslu. Erfitt var að bora og hlaða vegna steina sem losnuðu. Hún þurfti mikla borun og hleðslu og ekki var óalgengt, að óskað þversnið næðist ekki, vegna þess að holur höfðu blásið út sprengikraftinum. Reikna má með að þversnið með brek- síu sé allt að því 50% seinlegra í vinnslu en þversnið með kubbabergi. Við inntak fóru aðrennslisgöngin í gegnum hinar tvær myndanir Sáms- staðamúla eins og sjá má á mynd 6. Eldri Búrfellslögin náðu hvergi upp í hvelfingu heldur voru þau aðeins í veggjum og gólfi. Þetta var svipað andesít og er í tilraunagöngunum, hluti af því breksíukennt og ummyndað. Sámsstaðaklifslögin voru mjög breksíu- rík og var breksían með sömu eiginleika og í Sámsstaðamúlalögunum. 5.2 Sprungur Eins og sjá má á jarðlagasniðinu á mynd 4 og 5 ganga 3 sprungur, F-2, F-3 og F-4 í gegnum aðrennslisgöngin. Tvær af þeim, F-2 og 3, hafa stefnu nálægt 45° frá stefnu ganganna, en F-4 gengur næstum þvert á stefnu ganganna við jarðgangamunnann. Sprungurnar F-2 og F-3 reyndust vera nokkuð breið brotin svæði, sem auk hinna lóðréttu aðalbrotflata höfðu marga aðra brot- fleti og suma nokkuð flata. Berg er nokkuð ummyndað á þessu svæði. Reynt var að styrkja bergið með bolt- um í báðum sprungubeltum, en illa gekk að fá festu fyrir þá. Einnig voru settir upp fáeinir stálbogar, en það verk gekk mjög illa og var því hætt eftir að 4 bogar höfðu verið settir upp. í sprungu F-3 hrundi niður um 4 m þykkt stykki úr loftinu. Vegna þessa hruns var ákveðið, þegar kom að sprungu F-3, að gera grennri göng í gegnum brotna svæðið. Voru þau um 5 m í þvermál og gekk það vel. Voru þau siðan víkkuð út og gekk það án erfiðleika. Þessi sprungusvæði voru einu hlutar gang- anna, þar sem styrkingar voru gerðar jafnóðum og göngin voru unnin. Að fenginni reynslu við sprungurnar F-2 og F-3 var hönnun á inntaki ganga breytt þannig, að farið var með skurð í gegnum sprunguna. Þessi sprunga reyndist vera miklu hreinni skersprunga en hinar og lítið brotið út frá henni. Með þessari breytingu urðu engin vandamál við jarðgangamunnann og kostnaður við breytinguna var ekki meiri en áætlaður kostnaður upphaf- legrar hönnunar. Lekavandamál voru engin í efri göng- um. Vatn draup víða í dropatali og mynduðust við það í frostum ísdrönglar á gólfi, sem voru til trafala fyrir um- ferð. Rigning skilaði sér niður í göngin eftir einn dag eða svo. 5.3 Frágangur Endanlegur frágangur aðrennslis- ganga var ekki ákveðinn í útboði. Held- ur átti að ákveða það á staðnum, þegar búið væri að gera göngin. Verktaki var skyldaður til að vera viðbúinn fóðrun ganga, styrkingu með boltum og með ásprautun. Þrýstigöng og greining í þau áttu aftur á móti að fóðrast með stein- steypu samkvæmt útboðsgögnum. Ljóst var að góngin stóðu ágætlega nema sprungusvæðin. Göngin höfðu haustið 1968 staðið ófóðruð og óstyrkt allt að því 2 ár, það sem elst var. Ekki virtist þörf á styrkingum nema í sprung- unum tveimur. Það var því strax ákveð- ið að fóðra sprungubeltin með burðar- steypu. Einnig var strax ákveðið að framlengja steypumannvirki við ganga- munna aðeins inn í göngin. Berg stóð þar vel, en var mjög breksíukennt og nokkuð ummyndað. Samtals var hér um rúma 140 m að ræða eða 13% af göngum. í öðrum hlutum ganganna var aðal- lega hugað að stæðni breksíunnar í straumvatni. Hætta er á, að breksían geti grafist og myndast skápar og holur og af því leitt hrun. Það var því ákveðið að þekja alla breksíu og þess vegna voru 140 m í vesturenda ganganna fóðraðir með þunnri fóðringu, sem reiknuð var 20 cm þykk. Á þessu svæði er um og yfir helmingur af þversniði ganga brek- Aðrennslisqonq - jorðloqosnið ST 0,00 til 10 + 64.6 Norður veqqui I Suður veqqur svipoður ) SKYRINGAR : tSvívl Smósluðtoð bosou l Hubbtrberq Mynd 6. Jarðlagasnið i aðrennslisgöngin. Einnig eru sýndar borholur og hvar góngin voru fóðruð. TIMARIT VFI 1984 — 57

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.