Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 42

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 42
sía. í öðruni hlutum ganganna var brek- sían hulin mcð steypuásprautun (gunite) með vírnetsstyrkingu. Boraðar voru um 10 m djúpar holur í loftið með um það bil 50 m millibili til að kanna bergið næst við göngin. Út frá þeint borholum og nákvæmri kortlagn- ingu á göngunum var endanlegur frá- gangur ákveðinn. Til styrkingar hvelf- ingu var boltað með 3 m fleygboltum umhverfis breksíupoka i lofti. Að lok- um var svo boltað, þar sem ekki var styrkt á annan hátt, mcð nokkuð reglu- legu munstri; 6 boltar yfir hvelfinguna og 3 m á milli raða. Líta má á þessa boltun sem öryggisráðstöfun, þegar búið var að styrkja þá veiku staði sem komið varð auga á. Jöfnunarþrær voru steypufóðraðar, þar sem bcrgið í þeim reyndist ntjög breksíukennt. Upphaf- lega var ætlunin að hafa þær ófóðraðar. 6. I ALLGÖNG Fallgöngin, sem eru sprengd 6 m víð og 100 m löng með beygjum, voru fyrir- fram talin verða erfiðasta verkið við gangagerðina. Borholur voru til í gegn- um bæði fallgangastæðin og virtist sem efri helmingur ganganna yrði í neðri hluta Sámsstaðamúlabasaltsins, sem er töluvert minna breksíukennt en ofar. Undir basaltinu kom rnjög misþykkt skriðubcrg, síðan túffsandsteinn og loks móbergsmyndun í botni. Sérstaklega var óttast um stæðni skriðubergsins og jafnvel túffsand- steinsins. í stuttu máli má segja, að vinnan gekk ágætlega og reyndust engin vandkvæði vera á að fara í gegnum þessi lög. Steinarnir i skriðuberginu sátu vel fastir í sandsteinskenndum millimassa og engar bráðabirgðastyrkingar voru þvi gerðar og göngin síðan steypu- fóðruð eftir á í samræmi við upphaflega áætlun. 7. NEÐRI GÖNG Neðri göngin voru 2 eins og sést á mynd 7. Þau eru um 6 m í þvermál. Bergið er móberg, hæfilega ummyndað og þétt og vel samrunnið af túffkennd- um, svartbláum millimassa. Milli- massinn heldur steinum og bólstrum það föstum, að brot verða engu síður í gegnum þá en millimassann. Þetta berg niundi kallast bólstrabreksia í ungri móbergsmyndun. í gegnum þessa myndun skerast lóð- réttir berggangar undir nærri 45° horni við stefnu ganganna. Sömuleiðis voru þarna sprungur með sömu stefnu. í sumum þessara sprungna er aðflutt efni, sem virðist komið ofan frá. Leki var sumsstaðar í sprungum, en ekki í þeim mæli að nokkur hindrun væri við verkið. Þessi leki minnkaði nteð tímanum, en hætti þó ekki. Jarðgangagerðin gekk mjög vel og voru hvergi neinir erfiðleikar. Engar styrkingar voru notaðar fyrr en endan- lega var gengið frá göngunum með steypu og stálfóðrun. Helsta ágreinings- efnið voru nokkrar yfirsprengingar, sem stöfuðu af þvi, að betur sprakk en reiknað var með. Með framsýni Itefði mátt koma í veg fyrir þetta. Stöðvarhúsgrunnurinn er í sömu myndun og neðri hluti þrýstiganga og þar gekk einnig ganga- og sprungusvæði á ská í gegn. í veggjum grunnsins kom í mVOD MJ 993-HT 83 04 0595-GSJ Aðollega bólslrabreksío GRUNNMYND ÍKSWR F' br £/ 222 S veggur Þrýstigong II N veggur Vwi- uu Bas F/ br Farg/omerate Skriðuberg :-r-: Sandstemn Tuff and pillow breccia Túff og bólsfrobreksia Mynd 7. Jarötagasniö i þrýsligöng, jöfnunarþró ogfallgöng. Sýnir vel hina iniklu óreglu í þessum jarömyndunwn og sprungu- og gangakerfi í neöri hluta þrýstiganga. 58 — TÍMARIT VFÍ 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.