Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 43

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 43
ljós, að sprungur i berginu voru nokkuð sléttar og liklegra að hrun gæti orðið þar en í basaltmyndunum. Sumsstaðar varð að hreinsa svolítið niður af þeim sökum, þar sem lega sprungna gagnvart veggjum var óhagstæðust. 8. SPENNUMÆLINGAR Á þeim tíma, sem Búrfellsgöngin voru gerð, stundaði sænskur verk- fræðingur, Nils Hast, mælingar á spennu í bergi. Aðferð hans er kölluð yfirborun („overcoring") og felst í því að boruð er þröng hola í bergið og í hana sett mælitæki, sem geta mælt formbreytingar. Síðan er bergstykkið með þröngu holunni borað út með víðari bor og losnar stykkið þá við spennu bergsins, en það veldur form- breytingum, sem eru í beinu hlutfalli við spennu bergsins. Nils Hast var fenginn til að mæla spennu bergsins í og við jarðgöngin í Búrfelli. Á mynd 9 er dæmi um niðurstöður hans (Hast 1967). í Mp3 D n - I Section a-a Mynd 8. Dæmi um núkvœma kortlagningu ganga til ákvörðunar á endanlegum frágangi. Kortið er í mælikvarða 1:200 og er miðlína I lofli eftir miðju kortinu og norðurveggur hœgra megin og suðurveggur vinstra megin. Sýnt er breksíukennt berg (Fl. br.) sem er ásprautað, grófstuðlað basall (co.j, kubbabcrg (en.), sprungur (Fa.) og bergboltamynslur ( + ). i [Horiiontol '^-l mtosurtment hole lHp4 Myncl 9. Spennumælingar í göngum við Búr- fell. H/ulföllin i „spennuellipsunni" eru trufluð af göngunum en slefna skerspennuás- anna er nánasl samsíða sprungu F-4 og slefna meslu spennu er nær samsiða sprungum F-2 og FSsvo oggangakerfinu íneðri göngum og slöðvurhússgrunni. Ur: (7). lárétta spennusviðinu er mesta spennan nálægt N 60° A og skerspennan nálægt N-S eða A-V. Sprungur í Sámsstaða- múla fylgja annaðhvort skerspennu- stefnunni N-S eða eru nálægt stefnu mestu spennu. Sprungur við gangainn- tak sem var lýst sem skersprungum eftir útliti að dæma, falla inn í niðurstöður spennumælinganna. Aftur á móti eru sprungur í stefnu höfuðása spennu- sviðsins ekki útskýrðar. Verið getur, að þær séu myndaðar við vökvabrot neðan frá og hafi vökvinn, sem myndaði þær, verið bergkvika. Vökvabrot ætti að verða hornrétt á minnstu spennu, sem í þessu tilfelli er hið sama og stefna mestu spennu. Þessar tvær sprungugerðir eru ólíkar. Skersprungan er einföld og berg- veggjum þrýst saman. Oft er þar leir- kennd sprungufylling. Vökvabrots- sprungan er miklu óreglulegri með mörg brot og ekki neina verulega leirfyllingu. Þar hefur sennilega orðið einhver gliðn- un. Berggangar geta gengið upp í þessar sprungur. ÖIl eru þessi einkenni í Sáms- staðamúlanum. Vökvabrotssprungur eru erfiðari viðfangs í jarðgangagerð og stöðugleiki bergs er minnstur þar. (Vökvabrot = hydraulic fracturing). TIMARIT VFI 1984 59

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.