Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Page 43

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Page 43
ljós, að sprungur í berginu voru nokkuð sléttar og líklegra að hrun gæti orðið þar en í basaltmyndunum. Sumsstaðar varð að hreinsa svolítið niður af þeim sökum, þar sem lega sprungna gagnvart veggjum var óhagstæðust. 8. SPENNUMÆI.INGAR Á þeim tíma, sem Búrfellsgöngin voru gerð, stundaði sænskur verk- fræðingur, Nils Hast, mælingar á spennu i bergi. Aðferð hans er kölluð yfirborun („overcoring”) og felst í því að boruð er þröng hola i bergið og í hana sett mælitæki, sem geta mælt formbreytingar. Síðan er bergstykkið með þröngu holunni borað út með víðari bor og losnar stykkið þá við spennu bergsins, en það veldur fornt- breytingum, sem eru í beinu hlutfalli við spennu bergsins. Nils Hast var fenginn til að mæla spennu bergsins í og við jarðgöngin í Búrfelli. Á mynd 9 er dæmi unt niðurstöður hans (Hast 1967). í Mp 3 I t ^ l a a -- œ -- n -- i Section a-o Mynd 9. Spennumœlingar í göngum við Búr- feli. Hiutföilin í ,,spennuellipsunni” eru trufiuð af göngunum en stefna skerspennuás- anna er nánasl samsíða sprungu 1-4 og stefna mestti spennu er nær samsíða sprungum F-2 og F-3 svo og gangakerfinu í neðri göngum og stöðvarhússgrunni. Úr: (7). lárétta spennusviðinu er mesta spennan nálægt N 60° A og skerspennan nálægt N-S eða A-V. Sprungur í Sámsstaða- múla fylgja annaðhvort skerspennu- stefnunni N-S eða eru nálægt stefnu mestu spennu. Sprungur við gangainn- tak sem var lýst sem skersprungum eftir útliti að dæma, falla inn í niðurstöður spennumælinganna. Aftur á móti eru sprungur i stefnu höfuðása spennu- sviðsins ekki útskýrðar. Verið getur, að þær séu myndaðar við vökvabrot neðan frá og hafi vökvinn, sem myndaði þær, verið bergkvika. Vökvabrot ætti að verða hornrétt á minnstu spennu, sem í þessu tilfelli er hið santa og stefna mestu spennu. bessar tvær sprungugerðir eru ólíkar. Skersprungan er einföld og berg- veggjunt þrýst saman. Oft er þar leir- kennd sprungufylling. Vökvabrots- sprungan er miklu óreglulegri nteð mörg brot og ekki neina verulega leirfyllingu. bar hefur sennilega orðið einhver gliðn- un. Berggangar geta gengið upp í þessar sprungur. ÖII cru þessi einkenni í Sáms- staðamúlanum. Vökvabrotssprungur eru erfiðari viðfangs i jarðgangagerð og stöðugleiki bergs er niinnstur þar. (Vökvabrot = hydraulic fracturing). Mynd 8. Dœmi um ndkvæma kortiagningu ganga til dkvörðunar a endanleguin frágangi. Kortið er í mælikvarða 1:200 og er miðlína I lofti eftir miðju kortinu og norðurveggur hægra megin og suðurveggur vinstra megin. Sýnt er breksíukennt berg (Fl. br.) sem er ásprautað, grófstuðlað basalt (co.), kubbaberg (en.), sprungur (Fa.) og bergboltamynstur ( + ). TÍMARIT VFÍ 1984 — 59

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.