Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 46

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 46
Grein af aflfræði, þar sem fjallað er um hreyfingar efnis eða hluta án þess að rekja þær til áhrifa frá kröftum. kvikefni e. fluid Efni, sem lætur undan hvaða krafti sem er, hversu lítill sem hann er. Það er andstæða fastefnis að því leyti, að það veitir einungis viðnám gegn formbreytingu, meðan breytingin fer fram. Það getur streymt, og það lag- ar sig að formi íláts, sem það er í. Það er vökvi eða gas. vökvi d. væske e. liquid s. vátska þ. Fliissigkeit Kvikefni, sem getur myndað yfir- borð í íláti, sem það er í. vökvakcnndur d. væskeformig e. liquid s. flytande þ. fliissig Lýsingarorð um efni, sem er í vökva- ástandi (fljótandi). gas (flt gös) d. gas e. gas s. gas þ. Gas Kvikefni, sem dreifir sér um allt það ílát, sem það er í. gaskenndur d. gasfortnig e. gaseous s. gasformig þ. gasförmig Lýsingarorð um efni, sem er í gas- ástandi (loftkennt). aflfræði kvikcfna, kvikcfnaaflfræði e. íluid mechanics Hluti af aflfræði, þar sem fjallað er um kvikefni í kyrrstöðu og á hreyf- ingu. stöðufræði kvikcfna, kvikcfna- stöðufræði e. fluid statics Grein af aflfræði kvikefna, sbr. stöðufræði. hrcyfifræði kvikcfna, kvikcfna- hreyfifræði e. fluid dynamics Grein af aílfræði kvikefna, sbr. hreyfifræði. straumfræði kvikefna, straumfræði e. íluid mechanics Hluti af aílfræði kvikefna, sem eink- um varðar tæknileg viðfangsefni. vökvaaflfræði d. hydromekanik e. hydromechanics s. hydromekanik þ. Hydromechanik Hluti af aflfræði, þar sem fjallað er um vökva í kyrrstöðu og á hreyfingu. vökvastöðufræði d. hydrostatik e. hydrostatics s. hydrostatik þ. Hydrostatik Grein af vökvaaflfræði, sbr. stöðu- fræði. vökvahreyfifræði d. hydrodynamik e. hydrodynamics s. hydrodynamik þ. Hydrodynamik Grein af vökvaafifræði, sbr. hreyfi- fræði. vökvastraumfræði, straumfræði d. hydraulik e. hydraulics s. hydraulik þ. Hydraulik Hluti af vökvaaflfræði, sem einkum varðar tæknileg viðfangsefni. vatnamæling(ar) d. hydrometri e. hydrometry s. hydrometri þ. Hydrometrie, Wassermessung 1. Mæling á ýmsu, er varðar vatn, hér einkum vatnsstöðu og rennsli. 2. Fræði um vatnamælingu. hæð, hæðartala d. hojde, kote e. level, elevation (Bandaríkin) s. höjd þ. Höhe, Höhenzahl, Kote (kvk) Hæð punkts í tilteknu mælingakerfi, t. d. hæð yfir sjávarfleti. hæðarlína d. hojdekurve e. contour, contour line s. nivákurva, höjdkurva þ. Höhenkurve, Höhenlinie Lína á uppdrætti, sem tengir saman punkta, er hafa sömu hæð. straumur d. strom, stromning e. current, fiow s. ström, strömning þ. Strom, Strömung I fráveitutækni: hreyfing vatns eftir farvegi eða leiðslu. streymi d. stromning e. flow s. strömning, fiöde þ. Strömung Það að streyma; oft notað í samsett- um orðum, t. d. lagstreymi, iðu- streymi. andstreymis, móti straumi d. opstroms e. upstream s. uppströms þ. stromaufwárts I stef'nu á móti straumi. forstreymis, undan straumi d. nedstroms e. downstream s. nedströms þ. stromabwárts I sömu stefnu og straumur. halli d. hælding; fald e. slope; grade, gradient s. lutning; fall þ. Neigung; Gefálle Hlutfallið milli hæðarmunar tveggja staða og láréttrar lengdar milli þeirra. botnhalli d. bundhældning e. bottom slope, bottom gradient s. bottenlutning þ. Sohlengefálle Halli á leiðslubotni (rörbotni) eða farvegsbotni í straumstefnu. Oft til- greindur í %o. leiðsluhalli d. ledningsfald e. sewer grade s. ledningslutning þ. Leitungsgefálle Með leiðsluhalla er í fráveitutækni yfirleitt átt við botnhalla leiðslu. sjálfstreymi d. tyngdestromning e. gravity fiow s. sjálvfall þ. Gefálleströmung Það, að vatn streymir vegna þrýst- ingsmunar, sem stafar af þyngd vatnsins. 62 — TÍMARIT VFÍ 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.