Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 48

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 48
hálfu meira fyriv smjörið sitt, eu áður fyrir kornið. Og Danir elska lundið sitt og treysta á það, og gjöra sér gott úr því, þó að svona ulda ríðiyfir. Hjá Fjord kenmr fram svo einkennilega fögur föðurlandsást í orðum, sem eftir honum eru höfð: Hunn sagðist helzt geta talið það sér til ágietis, að hann hefði unnið að því um dagana, að frjó- moldin danska fengi nú hvíldina um stund, hún hefði verið orðin svo mögur og útslitin af miskunnarlausri korn- rœkt. Sömu forlög lægju og fyrir kornlöndunum fyrir liandan hafið, þau yrðu lika gömul og slitin, en þá væri danska moldin aftur orðin feit og frjó til kornræktar. Fjord var hraustbygður maður og heilsugóður alla refi, og með fullu íjöri og fullum þrótti til efstu ára. Hann andaðist 4. janúar 1891. Þórh. Bjarnarson. Árbök íslands 1901. a. Ýmsir atburöir. Janúar 1. Upphaf tuttugastn aldar. — 6. (nótt). Ofsaveður á Vestfjörðum, sem gjörði þar ærinn skaða á skipum og húsum, einkum á Bíldudal. — 13. Við bæinn á Brunnastöðum í Suðursveit féll skriða sem tók af mest alt túnið, ásamt 5 húsum, ineð 2 hest- um 1 einu þeirra. — 18. Aldamótasamsæti með söngum og ræðum var haldið í Reykjavík. í J>. m. Byrjaði nýtt blað „Dvöl“ í Rvík, útg. Torfhildur Þ. Hólm. Árg. 1,25.—Á Folafæti í Ísaíj.s. datt 2 ára gamalt barn ofan í pott með sjóðandi .vatni og beið fjaiia af.—Varð uppvíst tvikvæni á Kjalarnesi. Febrúar 6. Bergþór bóndi Bergþórsson á Straumfirði drukknaði af báti, 71 árs. (38)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.