Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 70

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1903, Side 70
1833, þá varð hann skrifari við mentafélag eitt (Society for the diffusion af useful knowledge) og meðan hann var þar, fór hann að hugsa um endurbætur á bréfburðargjalds- töxtunum. Árið 1837 gaf hann út flugrit, Post office re- form, þar sem hann berst f'yrir að bréfburðargjald um alt Stóra Bretland og Irland sé lækkað niður í 1 penny og alt borgað fyrir'fram með frímerkjum. Eins og áður er skýrt frá var burðargjaldslækkun þessi lögleidd þar 1839 og nokkrum árum síðar varð Rowland Hill embættismaður i stjörnardeild póstmálanna. Árið 1864 sleppti bann em- bætti sínu, og þótti mönnum hann þá hafa unnið svo mikið gagn með endurbótum sínum á póstmálum, að hann fékk 36000 kr. í eftirlaun og var gefið í heiðursgjöf 360000 kr. Hunn dó 27. ágúst 1879 og var grafinn í West- minster-kirkjunni í Lundúnaborg við hliðina á James Watt, er fann upp gufuvélina. Heinrich von Stephan er fæddur 7. janúar 1831 í bænum Stolp í Pommern á Þýzkalandi, en dó 8. apríl 1897 Þegar hann var 17 ára gamall fékk hann stöðu við póst- málin og sýndi þegar mikinn dugnað við störf sín og var gæddur framúrskarandi gáfum. Hann komst því skjótt til mikilla valda og varð fyrstur yfirpöstmeistari í þýzka- rikinu. Honum eru eignaðar margar og miklar endurbæt- ur á póstmálum á Þýzkalandi, sem önnur lönd hafa síðar innleitt lijá sér að ýmsn leyti. Eitthvert mesta afreksverk, sem eftir hann liggur má þó telja stofnun alþjóðapóst- sambandið 1874, er hann átti mestan þátt i, eins og áð- ur er getið. 1872 varð hann þingmaður í efri þingdeild Prússa, og 1885 var hann gjörður aðalsmaður. Sigurður Briem. (60)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.