Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 3 Magnús Örn Á kafí I hjólreiðaviðgerðum alltáriðum kring. „Með batnandi veðri hafa viðskiptin skánað," segir Magnús Öm Óskarsson sem starffækir reiðhjólaverkstæði á Hverfisgöt- unni. „Fólk notar hjólin sín nú allt árið og það er vaxandi reið- hjólamenninga héma í miðbænum. Úrvafið hefur líka aukist til muna, nú er hægt að kaupa hjól út um allt meira að segja í stór- mörkuðum og byggingavömverslunum. Það er miklu meira af msli í boði nú en áður þó megnið af þessum hjólum sé nokkuð gott. Munurinn á góðu hjóli og slæmu er svona eins og á steik og pizzu. Mér finnst steikin betri. Sum hjól em mikið notuð og þau þurfa regluiegt viðhald. Gott hjól getur enst í mörg ár sé því vel við- haldið," segir Magnús Öm og er hrifin af nýjustu hjólatískunni. „Fjallahjófin em mest í tísku nú eins og síðustu ár. Það er mjög gott fyrir mig það er svo mikið viðhald á þeim, enda búnaðurinn tals- vert flóknari en á einföldu hjóli," segir Magnús sem firmst gömlu hjólin flottari en þau nýju. „Ég fékk flottasta hjól sem ég hef séð í langan tíma hingað í morgun. Það var DBS hjól sem var keypt í Góða hirðinum en hafði aldrei verið notað. Það var gaman að sjá svona gamalt hjól sem er alveg eins og nýtt," segir Magnús Örn sem hefur starfað við reiðhjólaviðgerðir í meira en 20 ár. „Ég er alveg að komast á aldur, orðin 66 ára gamall. Ég er ekk- ert á leiðinni að hætta, held áffam eins lengi og ég get“ segir Magn- ús Öm sem finnst starfið þó ekkert sérstaklega skemmtilegt. „Ég byrjaði á þessu þegar ég varð atvinnulaus. Ég hafði verið til sjós í mörg ár þar sem ég var vélstjóri. Ég var svo rekinn í land einhverra hluta vegna og opnaði þá hjólreiðaverkstæði sem ég hef verið með hér á Hverfisgötunni í 20 ár.“ Þjónustan hefur vaxið á síðustu árum og í seinni tíð býður Magnús upp á brýningar. Skerpir hnífa og skæri en ekki skauta sem hann segist einfaldlega ekki verða var við. Magnús selur fika leðurbuxur, jakka, skó og hjálma, allt fyrir mótorhjólafólk, auk þess að leigja út reiðhjól sem hann segir túristana nýta sér í auknum mæfi á sumrin. „Ég var mótorhjóla- maður í gamla daga og hef afitaf haft áhuga á þessu síðan," segir Magnús Örn á reiðhjólaverkstæðinu sínu á Hverfisgötu. freyr@dv.is Spurning dagsins Á að fækka ríkisstofnunum? Mikilvægt er að allir sitji við sama borð „Fækkun ríkisstofnana er í munni forkólfa þessarar rlksstjórnar aukin einkavæðing og skerðing fjármagns til velferðarmála. Enda hefurhún á stefnuskrá sinni stórfelldar skattalækkanir og niðurskurð á aimannaþjónustu. Bætirþað póstþjónustuna < að loka pósthúsinu, heilsugæsluna að loka sjúkrahúsinu? Sameining og stækkun eininga getur átt rétt á sér, en hún leiðir oft til aukinnar fjarlægðar frá fólkinu og verri þjón- ustu. Mikilvægt er að allirsitji við samaborð. Ég hélt að þjóðin hefði fengið nóg af einkavæddri opinberri þjón- ustu sem sent getur reikninginn beint á ríkissjóð. ‘ Jón Bjarnason alþingismaður „Að sjálfsögðu á að fækka rikis- stofnunum, bæði með því að sam- eina stofnanir og færa verkefni út á markaðinn. Sam- kvæmt lögmáli Parkinsons hafa allar opinberar stofnanir tilhneygingu til að vaxa og auka umsvifsín og þess vegna er hollt að spyrja reglulega hvort þær eigi rétt á sér og hvort verk- efnin væru beturkomnin hjá öðr- um.“ Birgir Ármannsson alþingismaður „Ekki nokkur spurning. Það er hægtaðspara mikla peninga bæði með sam- einingu ríkisstofn- ana og minna eftirliti hins opinbera með at- vinnugreinum í tandinu." Gunnar Örlygsson alþingismaður „Að fækka ríkisstofnun á ekki að vera markmið í sjálfu sér. Hins veg- armá aukaskil- virkni stofnan- anna í einhverj- um tilvikum og fara betur með fjármuni. Til dæmis hjá eftír- litsstofnunum sjávarútvegsins." Birkir J. Jónsson alþingsmaður „Fækka ríkisstofnunum? Ég er sammála því að það eigi aö selja þær ríkisstofnan- irsem eru í sam- keppni eins og t.d. samkeppnis- hlutann afSím- anum.Afturá móti held ég að við verðum að standa vörð um ákveðna almenningsþjónustu sem verðuraldrei rekin öðruvísi en á hendi opinberra aðila. “ Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður Ríkisstjórnin hefurákveðið að kanna hvortfækka megi ríkisstofn- unum. Skipuð verður framkvæmdanefnd sem endurskoða á stofnanakerfi og rekstur verkefna á vegum ríkisins. Flóttinn til Medínu Tímatöl Á norðaustanverðum Arab- íuskaganum heitir iandsvæði Hejaz og í lok 6. aldar voru helstu kjamar þar verslunar- borgin Mekka og land- búnaðarsamfélagið í Jathrib. Quarishi-ættinn réði yfir vold- ugu verslunameti sem þjónaði Hejaz-svæðinu en hafði auk þess ítök í suðurhiuta Sýriands, Mesópótamíu, Jemen og Aust- ur-Afríku. Um árið 570 fæddist drengur í Banu Hasim-ættkvísl Quarishi-ættar og var látinn heita Múhameð ibn Abdallah. Fullorðinn stundaði hann kaupmennsku í Mekku og gekk ljóm- andi vel. Þegar hann stóð á fertugu vitjaði Gabíel erkiengill hans og hann fékk upp ffá því vitranir frá Guði í 22 ár, til dauðadags 632. Safn þessara vitrana nefnist Kóran og telja múslimar þær hreint og ómengað orð Guðs og að sama skapi óhagganlegt. Þær liggja til grundvallar íslamskri trú og trúarsiðum en Kóran- in er bæði tákn og hlutgervingur hins nákomna sambands Guðs og manna. Múhameð ibn Abdaliah lét nú með öllu af kaupmennsku og sneri sér að siðaboðun. Framan af tóku íbúar í Mekku honum af umburðariyndi en þegar hann snerist til hreinnar eingyð- istrúar og gagnrýndi heiðinn sið í Haram helgidóminum, mið- punktí fjölgyðistrúarfifs á Arab- íuskaganum og áfangastað píla- gríma, þá var Mekkubúum nóg boðið og árið 622 urðu ofsóknir á hendur Múhameð spámanni og fylgismönnum hans til þess að þeir flúðu til landbúnaðar- borgarinnar Jathrib, nokkru norðar. Sú borg fór fljótlega að heita Madinat al Nabi eða borg spámannsins, við þekkjum hana sem Medínu. Ferð spá- mannsins frá Mekku tif Medínu heitir Hijrah eða flótti og markar upphafi ís- lamska trúarsamfélagsins og upphaf tímatals músfima. Á sjöundu öld reiknaðist mönnum að Múhameð spámaður og fylgis- menn hans hefðu stokkið frá Mekku 16. júh' 622 og við þann dag miða margir múslimar hátíðahöld sín. Síð- ari rannsóknir hafa leitt í ljós að spá- maðurinn flúði sennilega til Medínu 20. september 622. Forstjórinn blaðakonan Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Arna Schram, blaðakona á Morgunblaðinu, eru systrabörn, og það sem meira er tvibura- systrabörn. Arnaer dóttir Ellerts Schram og Önnu Guðlaugar Ásgeirsdóttur sem er tví- burasystir Ásu Ásgeirsdóttur móðurJóns Ás- geirs Jóhannessonar. Á meðan Jón Ásgeir dvaxtar pund sitt í viðskiptunum fylgja honum vökul augu frænku hans sem verið hefur þingfréttaritari á Morgunblaðinu með. Um reynslu Evruþjóða af evrunni Þriðjudaginn 21. september, kl. 12:00 -13:15 flytur dr. Paul van den Noord, deildarstjóri í hagfræðideild OECD, erindi „Um reynslu Evruþjóða af evrunni" í sal 132 í Öskju, náttúruvísindahúsi Háskóla íslands. í erindinu reifar Paul van den Noord kosti og galla evrunnar og hvað aðildarríkin þurfa að gera til að njóta ávinnings af henni. Paul van den Noord er á Islandi í boði Samtaka iðnaðarins og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla íslands. Fundarstjóri er Gylfi Magnússon dósent og Þorsteinn Þorgeirsson, hag- fræðingur SI, kynnir framsögu- erindið og ræðumann. Paul van den Noord Gylfi Magnússon Þorsteinn Þorgeirsson Paul van den Noord hefur starfað við hagfræðideild OECD frá 1989. Sem deildarstjóri ber hann ábyrgð á árlegri skýrslu OECD um þróun efnahagsmála á Evrusvæðinu, sem nú nær til tólf ESB ríkja. Á starfsferli sínum hefur hann öðlast víðtæka reynslu af greiningu efna- hagsmála og veitt aðildarríkjum OECD, þ.á.m. Ástralíu, Belgíu, írlandi, Hollandi, Noregi, Finnlandi og Bretlandi, ráðgjöf um stjórn efnahagsmála. Áður en hann gekk til liðs við i OECD starfaði hann sem ráðgjafi og lektor í þjóðhagfræði við Háskólann í Amsterdam, I þar sem hann hlaut doktorsgráðu. Paul van den Noord nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar R fyrir sérþekkingu og framlag sitt á sviði hagstjórnar. Erindið verður flutt á ensku og fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir Samtök iðnaðarins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.