Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Page 20
20 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 Sport TJV ÍSLAND-RÚMENÍA 79-73 Cvrópukeppni - Keflavlk - 19. sept Dómarar: Schwarz, Þýskalandi og Williams, Englandi (7). Ahorfendur: 810 Gæði leiks: 8. Gangur leikhlutanna: 1. leikhluti 28-16 2. leikhluti 12-22(40-38) 3. leikhluti 18-24(58-62) 4. leikhluti 21-11 (79-73) Stig íslenska liðsins: Helgi Már Magnússon 16 Jón Arnór Stefánsson 13 Páll Axel Vilbergsson 11 Magnús Þór Gunnarsson 9 Fannar Ólafsson 9 Friðrik Stefánsson 8 Jakob Sigurðarson 7 Sigurður Þorvaldsson 2 Hlynur Baeringsson 2 Jón Nordal Hafsteinsson 2 Tölfræðin: Fráköst (sókn) 26-29 (3-7) Magnús Þór Gunnarsson 5 Friörik Stefánsson 4 Helgi Már Magnússon 4 Fannar Ólafsson 4 Stoðsendingar 23-15 Jón Arnór Stefánsson 9 Magnús Þór Gunnarsson 6 Jakob Sigurðarson 4 Stolnir boltar 7-12 Magnús Þór Gunnarsson 2 Fannar Ólafsson 2 Tapaðir boltar 15-16 Varin skot 2-4 Jón Nordal Hafstelnsson 2 Villur 21-20 Friðrik Stefánsson 4 Fannar Ólafsson 4 Jón Arnór Stefánsson 4 BESTURÁ VELLINUM: Jón Arnór Stefánsson, fslandi R V A L S D I D I PV ENGLAND g llrslitin Arsenal Bolton 2-2 I O Thieriy l lemy (31.1, 1 I Radhi Jaidl (63.), 2 I Roheit l'ires (66.), 2 2 I Ifmik Ptídtrrsen (8S.I. Birmingham Charlton 1-1 0 1 Luke Yountj (49.), I 1 Dwight Yorke (68 ). Blackburn Portsmouth 1 0 I 0 Malt lansen (75.) Crystal Palace Man. City 1-2 0 1 Nicolas Ant'lka (55 ), 0 2 Nicplas Anelka, víti (64,), I 2 Andrew Johnson, viti (77.) Norwich' Aston Villa 0 0 WBA-f ulham 1-1 ()■-1 Antlyf olt'(/?.), I 1 Nwankwo Kanu (HH ). Southampton Newcastle 1-2 0 I sjállsmark (45.). 1 I Anders Svensson (53.), I 2 Stephen t.au (57) Everton-Middlesbrough 1 -0 Mjiuis Bent (47.). Chelsea-Tottenham Staöan 1-0 0 0 Arsenal (i 5 1 0 2\ -7 16 Chelsea 6 4 2 0 < > I 14 Lveiton 6 ■1 1 1 H (. 13 Bolton 6 3 2 1 11 8 I 1 lottenham 6 2 4 0 4 2 10 Middlesbr, 6 3 1 2 I 1 1010 Aston VIII.i () 2 3 1 7 -6 9 Newcastle 6 2 2 2 11 -10 8 Charlton b "2 1 2 7 • 10 8 Liverpool 4 2 1 1 C> -3 7 Man. City (> 2 1 3 8 6 7 l’ortsm ‘» 2 1 2 9 -8 7 Man. Utd S 1 3 1 r> • S (> Bnmingham 6 1 2 3 4 (> 5 iulhani (> 1 2 3 7 11 c Blai kburn 6 I 2 3 s 11 5 Soton 6 I I 4 6 10 4 Norwich (> 0 4 2 S 9 4 WBA t> 0 4 2 s . 0 <1 C. Palace (> 0 1 5 r 13 1 Markahæstir Josc* Antonio Reyes, Arsenal 5 Nicolas Anelka. Man. City 5 lltit'riy Henry, Arsenal 5 Antly Cole, I tilham 4 Hentik Pedersen. Bolton 4 Robert Pires. Arsenal 4 Stórleikur umferðnrinnar fer fram I kvöld þegar Mant hester United tekur a móti Liverpool. Allar likui eru a þvi að bæði Rlo Fetrlinand og Wayne Rooney leiki sína fyistti leikl tyiii United a tlmabilinti. íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Rúmenum í öðrum leik liðsins í Evrópukeppni landsliða. íslenska liðið vann síðasta leikhlutann með tíu stiga mun og leikinn þar með 79-73. Næsti leikur liðsins í riðlinum er eftir ár. Jón Arnór Stefánsson tók af skarið hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í síðasta leikhlutanum gegn Rúmenum í Keflavík í gær. íslenska liðið var komið fjórum stigum undir, 58-62, fyrir síðasta leikhlutann en Jón Arnór skoraði fimm fyrstu stig leikhlutans og leiddi liðið til sigurs, 79-73. Sigurinn var afar mikilvægur því íslenska liðið hefði verið nánast úr leik í baráttunni um sigur í riðlinum hefði leikurinn tapast. íslenska landsliðið í körfuknatt- leik tók á móti Rúmenum í A-riðli B- deildar í Evrópukeppni landsliða í Keflavík í gær. Sigur í leiknum hafði mikla þýðingu fyrir bæði lið enda höfðu Danir náð að knýja fram sigur bæði gegn Rúmenum og íslenska hðinu. íslendingar mættu frískir til leiks og byrjuðu sterkt strax í fyrsta fjórð- ungi. í stöðunni 17-14 skoraði íslenska liðið 11 stig gegn tveimur og höfðu 12 stiga forskot eftir fyrsta fjórðung. Liðið nýtti 8 af 13 skotum sínum og var með 100% vítanýtingu. Minnugir tapsins gegn Dönum þar sem íslendingar byrjuðu vel en misstu svo leikinn úr höndunum, voru leikmenn landsliðsins ákveðnir í að halda fengnum hlut í öðrum fjórðungi. Rúmenar skiptu yfir í svæðisvörn sem íslendingar lentu í basli með. Jón Arnór Stefánsson, sem byrjaði leikinn vel, fór illa með nokkur upplögð færi og gaf boltann í stað þess að fara sterkur upp sjálfur. Á sama tíma lék rúmenska hðið vel, hitti vel úr þriggja stiga skotum og voru grimmir í sóknarfráköstunum. Rúmenar unnu fjórðunginn, 22-12, og staðan í hálfleik var 40-38, íslend- ingum í vil. Rúmenska liðið hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og fundu íslensku leikmennirnir engin svör við sterkri svæðisvörn gest- anna. í upphafi fjórða fjórðungs small loks aUt saman, Jón Arnór keyrði duglega upp að körfunni og skoraði fyrstu fimm stig fjórðungsins. Ein- hver örvænting virtist grípa Rúmen- ana sem túku ótímabær skot og létu dómarana fara í taugarnar á sér. Helgi Magnússon og Magnús Gunnarsson gerðu mikilvægar körf- ur fyrir íslendinga á lokakafla leiks- ins og voru það Jón Arnór og Fannar Ólafsson sem ráku endahnútinn á glæsilegan sigur á Rúmenum, 79-73. Mjög ánægður með leikinn Sigurður Ingimundarson, lands- liðsþjálfari, var ánægður með sína menn. „Þetta er frábært lið sem við spiluðum gegn og þeir komu ekkert hingað til að láta rassskella sig. Þeir spiluðu vel og breyttu varnaraðferð- inni og það tók smá tfma að aðlagast henni. í heOdina var ég mjög ánægður með þennan leik,“ sagði Sigurður. Jón Amór Stefánsson var ánægð- ur með að íslendingar skyldu halda haus gegn sterku liði Rúmena. „Þetta var allt annað en gegn Dönum" sagði Jón eftir leikinn. „ Við náðum að halda forskotinu. Smá óvissa var í gangi gegn svæðisvöm- inni en um leið og við fundum svör við því sigum við fram úr og unnum. Það sem skipti líka mestu máli var að vörnin small hjá okkur undir lokin og það gerði gæfumuninn. Svo er bara að ná góðum úrslitum gegn þeim á þeirra heimavelli" sagði Jón Arnór. sXe@dv.is Góður Jón Arnór Stefánsson var með 13 stig og 9 stoðsendingar gegn Rúmenum í gær og tók afskariö í lokin. DV-mynd Teitur Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu Bolton stöðvaði Arsenal Arsenal-hraðlestin var loks stöðvuð um helgina þegar Stóri Sam kom með lærisveina sína frá Bolton í heimsókn. Arsenal hafði unnið alla leiki sína í deildinni fram að leiknum og stjóri Arsenal, Arsene Wenger, var svekktur í leikslok. „Við fundum aldrei okkar leik. Strax í byrjun voru sendingar okkar of langar eða of stuttar og það var erfitt að jaftta sig á því. Þetta voru kannski sanngjörn úrslit en samt svekkjandi því við komumst tvisvar yfir í leiknum," sagði Wenger en kollegi hans, Sam Allardyce, var ívið léttari. „Að koma tvisvar til baka og ná jafntefli á Highbury er ekki slæmt. „Það sýnir gæði liðsins og andann innan hópsins. Ég get ekki verið annað en sáttur við þessa byrjun á tímabilinu hjá okkur.“ Keegan bjargað í bili Nicolas Anelka bjargaði starfi Kevins Keegan er hann skoraði tvisvar í sigri Man. City á Palace. „Ég er öruggur í viku,“ sagði Keegan. „Kannski kemur pressan aftur í næstu viku eða þið farið annað með ykkar fjölmiðlasirkus og látið annað grey finna fyrir þeirri pressu sem ég hef verið undir síðustu viku. Það er erfitt að segja." Mark Hughes byrjaði vel með Blackburn er þeir lögðu Portsmouth, 1-0. „Að sjálfsögðu er ég hæst- ánægður með úrslitin," sagði Hughes eftir leikinn. henry@dv.is Markaskorarar Robert Pires fagnar hér Thierry Henry eftir að hann haföi skoraö fyrsta markið gegn Bolton. Pires skoraði sjálfur síðar en mörk þeirra I leiknum dugðu ekki til sigurs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.