Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 21
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 76. OKTÓBER 2004 2 7 samanburðar er Jörðin okkar „að- eins" rúmlega fjögurra milljarða ára gömul. Einna fremstur í hópnum var Islendingurinn Steinn Sigurðsson og hann útskýrði í fjölmiðlum að fund- ur svo gamallar plánetu kollvarpaði í raun flestum hugmyndum um tilurð sólkerfa í alheiminum. Litlar klettaplánetur skilyrði „menningar" Áður en sú gamla fannst var við- tekin skoðun að fyrstu milljarðana eftir Miklahvell - „Big Bang“ - sem markaði upphaf alheimsins, þá hefði ekki ríkt nægur stöðugleiki til að reikistjömur gætu myndast um- hverfis sólir og að minnsta kosti hefðu þær alls ekki getað lifað af umrót ármilljarðanna. En þrátt fyrir ýmsar spennandi niðurstöður hefur hinn heilagi kaleikur sem nefndur var í inngangi þessarar frásagnar ekki fúndist enn: reikistjama þar sem líf gæti þrifist. Eða að minnsta kosti viti borið líf með tæknimenningu af einhverju tagi. Þar hafa menn verið að leita að litlum plánetum á stærð við Jörðina sem em kallaðar klettaplánetur því þær em úr grjóti. Þær geta ekki orðið nálægt því jafn stórar og Júpíter og því em þær illfinnanlegar miðað við þau tæki sem við eigum enn en leitin að lífinu hlýtur að beinast að þeim. Því þar getur orðið til andrúmsloft sem hýsir skilyrði fyrir h'finu. Ekkert hægt að smíða á gas- risunum Viðtekin skoðun hefúr lengi verið að ekki geti verið um líf að ræða á stóm gasrisunum. Efnasamsetning þeirra væri einfaldlega þannig. Það er að vísu alls ekki víst og nú á síð- ustu árum hefur fleygt mjög fram rannsóknum í lífefnafræði sem gefa til kynna að lífið geti hugsanlega orð- ið til og dafhað við miklu erfiðari skilyrði en hingað til hefur verið talið. Og þar sem reikna má með að þekking okkar eigi enn eftir að aukast, þá þora nú fáir að afskrifa með öllu að um einhvers konar líf geti verið að ræða á gasrisunum. Gallinn við þær sem bólstaður viti borinnar „menningar" er hins vegar sá að þar er ekkert yfirborð og þótt hugsanlega kynnu að þróast þar ein- hvers konar verur sem svífa um í gasskýjunum, þá munu þær nær ör- ugglega aldrei geta smíðað áhöld af neinu tagi sem síðan gæti drifið „menningu" þeirra lengra áleiðis. Þróun þeirra væm því mjög ströng takmörk sett. Og spenningurinn yfir hverjum nýjum gasrisanum af öðrum er því óneitanlega farinn að dvína meðal vísindamanna. Klettaplánetur gætu náð stærð Neptúnusar En þær tvær plánetur sem nú em fundnar gefa vonir um að ný tíð kunni að vera í vændum. Þær em báðar mjög litlar miðað við Júpíter og nálgast helst Neptúnus í okkar sólkerfi að stærð. Neptúnus er að vísu gasrisi og heljarstór miðað við Jörðina en hann er þó ekki stærri en svo að vísindamenn telja ekki útilok- að að klettapláneta geti náð þvílíkri stærð. Og þeir telja alls ekki útilokað að nýju pláneturnar tvær séu kletta- plánetur sem eðli málsins sam- kvæmt gætu því hýst lrf og það meira að segja siðmenningu. önnur þeirra snýst umhverfis stjömu sem kölluð er í bransanum Gliese 436. Hún er í rúmlega 30 ára ljósára fjarlægð frá Jörðinni sem þýðir að ljósið er rúm 30 ár á leiðinni frá henni til okkar. Það telst ekki nema steinsnar í óravfðáttttm geims- ins en merkir að við sjáum nú sól- kerfið eins og það leit út upp úr 1970. Hitinn á plánetunni 370 gráð- ur GUese 436 má sjá - ef menn leita vel - í stjörnumerkinu Ljóninu. Hún er svokallaður rauöur dvergur af M-gerð sem þýðir að hún er lítil, meira en helmingi minni en okkar sól. Plánetan sem fundist hefur er mjög nálægt sólstjömunni og snýst umhverfis hana á miklum hraða, aðeins tveimur og hálfum sólarhring andstætt 365 sólarhringum sem það Lífágasrisa Svona Imyndaði listamaður, sem skreytti bókina Reikistjörnurnar um 1970, sérað lífverur á reikistjörnu á borð við Júpítergætu litið út. tekur Jörðina að silast kringum sína sól. Nálægðin við Gliese 436 þýðir að hitinn á plánetunni er gífurlegur eða um 370 gráður. Það hefðu menn tfl skamms trma talið ótvíræða sönnun þess að þar gæti með engu móti þrif- ist neins konar líf en nú em menn ekki lengur eins vissir. Langlíklegast er samt að plánetan sé líflaus eða hugsanlegt líf þar að minnsta kosti aðeins mjög frumstætt. Fjórar plánetur í einu sólkerfi Hin nýfúndna reikistjaman er í sólkerfinu sem kennt er við sól- stjömuna 55 Cancri og má finna hana í Krabbamerkinu. 55 Cancri er ögn minni en sólin okkar og í 41 ljósárs fjarlægð. Nýja reikistjaman er mjög svipuð að stærð og plánetan við Gliese 436, massi hennar um það bfl 20 sinnum meiri en Jarðar, sem gæti þýtt að um klettaplánetu væri að ræða. Skflyrði til lífs em þó ekki góð því þessi pláneta er líka mjög nálægt sinni sól og fer einn hring kringum 55 Cancri á tæplega þremur sólarhringum. Einna merkflegast við sólkerfi 55 Cancri er að nýja plánetan er sú fjórða sem þar finnst. Það er stærsta sólkerfið sem vísindamenn hafa enn fundið. Þegar höfðu fundist þar þrír gasrisar. Tveir em mjög nálægt stjörnunni og þeytast umhverfis hana á 15 og 44 sólarhringum. Sá þriðji er sannkallaður risi, fimm sinnum stærri en Júpíter og er lengst úti í geimnum svo hann tekur sér 13 ár í eina hringferð kringum 55 Cancri. Geimverur qeta litið W - | 9 11L* DV fékk sérfræðinga til að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn um útlit lífvera á öðrum hnöttum. Og teiknari blaðsins lét lika hugann reika til himna. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor við eðlisfræðiskorRaunvisindastofnunar Háskóla fslands, fæst ívinnunni við há- nákvæman sannleika talna og vfs- inda. En honum þykir líka heill- andi að hugleiða möguleika Iffsins á frjálslegri nótum. „í fyrsta lagi felur þró- un lífsins alltaf í sér tfl- vfljunarkenndan þátt þó að ekki sé þar með sagt að hvað sem er geú orðið til með þróun. Við getum tfl dæmis hugsað okkur að einhvers staðar úú í geimnum sé reikistjama svipuð jörðinni, álíka nálægt sól sem sé áþekk okkar sól og svo fram- vegis. Þá er ekkert víst að lífið mundi þróast þar alveg eins og hjá okkur þó að þar gætu orðið til eitthvað sem við mundum kalla viú bomar vemr, alveg eins og hér. í öðm lagi getum við hugsað okkur refldstjömu þar sem skilyrðin væm talsvert öðmvísi en hér og samt lífvænleg. Þá er líklegast að þróunin verði enn ólíkari því sem við þekkjum hér á jörðinni. Þessu em samt engu að síður takmörk sett þó að við þekkjum þau kannski ekki í smærri atriðum. Lífið þarf alltaf vatn Til dæmis höldum við að líf þurfi vatn, að minnsta kosú allt líf sem lfldst því sem við þekkjum. Einnig er erfitt að hugsa sér að eitthvað geú komið í stað kolefhis í lífverum því að kolefni er dálítið sérstakt frum- efrii í lotukerfinu. Úr því geta mynd- ast þessar stóm sameindir og löngu keðjur sem einkenna lífið og erfða- efrflð eins og kunnugt er. Þörfin fyrir tiltekin frumefrii og efriasambönd þarf ekki að takmarka svo mjög möguleikana á lífi úú í geimnum. Við þekkjum öll stöðugu frumefhin og vitum hvernig þau myndast, þannig að við þekkj- um að því leyú efnasam- setninguna úú í geimnum í grófum dráttum. Við eigum því til dæmis ekki von á að finna sólkerfi eða reikistjörnur þar sem efnasamsetning í byrjun er mjög ólflc því sem hér er. Geta litið út hvernig sem er Ef við hugum nú nánar að því hvemig geimverur utan jarðar muni líta út, þá verð ég að segja að mér finnst skorta mjög á ímyndunarafl hjá höfúndum skáldsagna og kvik- mynda sem um þetta fjafla. Ég get að minnsta kosú vel hugsað mér geimverur sem séu miklu ólíkari mönnum en þar getur yfirleitt að fl'ta. Ég held sem sé að geimverur geú liúð út hvernig sem er, þannig að ég treysú mér ekki til að segja neitt meira um það! Hugurinn og höndin En það er vissulega gaman að hugleiða þróunina, takmarkanir hennar og möguleika. Miklu skipúr að gera sér ljóst að þróunin tekur til lffverunnar í heild, til að mynda þannig að hinir ýmsu hlutar hennar þróast í ákveðnu samræmi við aðra parta. Hugurinn og höndin hjá okk- ur mönnunum tengjast órjúfanlega í þróuninni svo sem sjá má meðal annars af því hvað stýring handar- innar tekur mikið rými í heilanum. Og við gætum auðvitað ekki gengið og hlaupið á tveimur fótum nema af því aö við höfúm líka hendur til að hjálpa okkur að halda jafhvægi. Og þannig mætú lengi telja dæmin um samvirka þróun. Líf á vatnsplánetu Við getum ímyndað okkur reiki- stjömu þar sem myndast hefði svo mikið vaúr að ekkert land stæði upp úr. Engu að síður gætu lfklega orðið þar úl lífverur sem væm sæmilega viú bornar eins og við köllum það, samanber til dæmis hugmyndir okkar um sjávarspendýrin í höfum jarðar. Þau hafa orðið til við það að spendýr þróuðust fyrst á landi eftir að lífið „nam land" og nokkrar teg- undir spendýra fóm síðan aftur út í hafið. En að vísu kann að vera að umhverfið í hafinu sé fábreyttara en á landi og það setji þróun lífvera einhverjar skorður. Og ef ekkert land hefði nokkum tímann verið á þessari ímynduðu plánetu þá væm þar heldur engar venjulegar plöntur eða skógar þannig að framboðiö á súrefrfl í lofthjúp yrði kannski tak- markað, en sjávarspendýrin sem við þekkjum þurfa einmitt súrefni úr loftinu. Menn eru háðir ánamöðkum Mér finnst fátt meira heiflandi en að hugleiða fjöibreytileika lffsins sem verður til með þróuninni. Þar hefúr hver tegund lflvera sína vist (“niche") eins og það er kaflað, það er að segja sitt hólf og sitt hlutverk í víðasta skilningi. Þanrflg em flestar tegundir lífs á sama svæði háðar hver annarri. Mennimir em til dæmis háðir ánamöðkunum og öfugt og fuglamir em háðir flugun- um. Lífið á jörðinrfl felur í sér mörg og hrífandi undur og samverkandi þróun til auldnnar fjölbreytni er þar ekki síst." Það er síðla sumars á Nörkúr og þó ekkl sé nema vika liðin frá þvi að ungu Snar- stekkjurnar skriðu undan skel fóstur-móðurinnar eru þær strax farnar að gæða sér á frjóum brennisteinsplantnanna. DV-myndog texti:IngiJensson. Þó Gúnarnir líti ógnvænlega út eru þeir með félagslyndari skepnum á haf- plánetunni Maris. Það hefur nýlega verið staðfest að ungir Gúnar yfirgefi ekki vernd móður sinnar fyrr en á 30. ári en haldi sig þó í grenndinni fyrstu árin eftir aðskilnað. DV-mynd og texti: Ingi Jensson. sem nota brennisteinssambönd enná bara bakteríur. Getum ekki einu sinni ímynd- að okkur útlit þeirra ÚÚit þessara vera gæú verið svo ólíkt okkar að við getum ekki einu sinni ímyndað okkur það, hvað þá hvort borgaði sig fyrir þær að vera mjög stórar eða örsmáar. Hér á jörð- inni em lflca til fleiri bakteríutegund- ir sem lifa við sérstæðar aðstæður, t.d. mikinn kulda eða hita og hafa aðlagað sig að þeim. Svo er heill lífheimur við neðan- sjávarhveri í dýpstu undirdjúpunum þar sem hvorld er súrefni né Ijós. Undirstaðan em bakteríur sem tii- Ifla ýmis efni eins og brennistein sem koma upp úr hverunum. í sam- býli við bakteríumar lifa skrýtnir þriggja metra langir pípuormar og svo em þama fleiri tegundir. Þetta em dæmi um hvemig öðmvísi líf getúr þróast við aðrar aðstæður en þær sem við mennimir höfum og því þá ekki á öðmm reikistjörnum?" Hringurinn að þrengjast Þótt nær útilokað verði að teljast að líf þrífist á þessum nýju plánetum og altént geú það vart verið viti bor- ið, þá er fundur þessara reikistjarna þó ótvírætt merki um að leit vísinda- manna að plánetum sem em svipað- ar Jörðinni og gætu hýst líf er sífellt að verða nákvæmari. Og bara tíma- spursmál hvenær slflc pláneta finnst. Og þá er hringurinn um geimver- urnar - hvemig sem þær kunna svo að h'ta út - ærlega farinn að þrengj- ast. sér lífi á öðmm hnöttum. Ég tek það líka ffam að ég er ekki laus við áhrif frá alls konar vísindaskáldskap. Hug- myndin um illa lyktandi grængular lífverur sem víöa kemur þar fyrir er sennilega byggð á því aö lífefnaferlar þeirra nýti brennisteinssambönd og lyktin kæmi frá H2S. Reikistjarna án súrefnis Setjum nú sem svo að til væri reikistjama í geimnum þar sem ekki væri súrefrti í lofthjúpnum heldur brennisteinssambönd. Þar þætú okkur væntanlega ekki sérstaldega gott að vera en þar hefðu þróast viú bomar verur. Löið á jörðinni þróað- ist á á milljónum ára frá einföldum lífsameindum til flókinna lífvera. Þetta gæti líka gerst á öðrum reiki- stjömum og þá öðmvísi lflverur, jafrtvel viú bomar verur, eftir að- stæðum sem gætu verið allt aðrar en á jörðinni, því hér em lífverumar Edda Benediktsdóttir er Iffefnafræðing- ur viö Raunvfsindadeild Háskóla fs- lands. Þótt brennisteinn sé talinn hálfgert eitur lífinu á Jörðinni þá veltir hún fyrir sér lífi sem byggist á brenni- steini. „Ég hefði gaman af að velta þessu fyrir mér út frá fornbakterí- um sem lifa á brenni- steinssamböndum. Nú er ég ekki bakteríufræðingur en mér finnst þessi tegund nokkuð spennandi þegar maður veltir fyrir A V ■sunmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.