Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Side 23
PLÁNETURNAR 1920.
Merkáríus er venjulega svo nærri sólu, að hann sjest eigi með
berum augum. 14. mars, 10. júli og 5. nóvember er hann lengst i
austurátt frá sólu og gengur þá undir 2 stundum og 15 mín. eftir,
30 min. eftir og 30 mín. fyrir sólarlag. 28. apríl, 25. ágúst og 14. dez-
ember er hann lengst í vesturátt frá sólu og kemur þá upp
15 min. eftir, 2 stundum og 10 mín. fyrir og 2 stundum og 45 mín.
fyrir sólarupprás.
Venug er i ársbyrjun kvöldstjarna, en gengur 7. febrúar fyrir S
sólu yfir á morgunhimininn og er lengst í vesturátt frá sólu 18.
apríl og kemur þá upp 20 mín. fyrir sólarupprás. 21. nóvember
gengur Venus bak við sólu yfir á kvöldhimininn. Hún skin skærast
2. janúar.
TVÍar» er í ársbyrjun i sporðdrekamerki og reikar austur á
bógipn gegnum höggormshaldarann, bogmannsmerki, • steingeitar-
merki, vatnsberann, fiskamerki og inn í hrútsmerki; snýr þar við
28. september og færist nú um stund vestur á við, en snýr aftur
austur á bóginn 7. dezember. Hann er við árslok í hrútsmerki.
Mars er gegnt sólu 4. nóvember. Hann er í hásuðri (hádegisstað) við
upphaf árs kl. 9 50 f. m., í lok febrúar kl. 9 f. m., í apríllok kl. 8
f. m., í byrjun september kl. 4 40 f. m., i nóvemberbyrjun kl. 12
30 f. m., og við árslok kl. 8 10 e. m.
-Jópíter er i ársbyrjun í steingeitarmerki og reikar fyrst austur
á við inn í vatnsberamerki; þar snýr hann við 16. júní og reikar nú
vestur á bóginn og fer aftur inn i steingeitarmerkið. 14. október
snýr hann við enn þá og færist nú austur á við; við árslok er hann
i vatnsberamerki. Júpíter er 15. ágúst gegnt sólu. Hann er í hásuðri
(hádegisstað) í ársbyrjun kl. 1 50 e. m., i febrúarlok kl. 11 f. m.,
í byrjun mai kl. 7 40 f. m., í ágústlok k'l. 11 20 e. m., í byrjun
nóvember kl. 7 10 e. m. og við árslok kl. 3 45 e. m.
^atárnus er í ársbyrjun i metaskálamerki og reikar fyrst austur
á viö, en snýr við 6. marz, og heldur nú vestur á bóginn. 25. júli
snýr hann við aftur og reikar úr því austur á við og er við árslok
í sporðdrekamerki. Satúrnus er 14. maí gegnt sólu. Hann'er i hásuðri
(hádegisstað) í ársbyrjun kl. 9 10 f, m., í marsbyrjun kl. 5 30 f. m.,
i byrjun maí kl. 1 20 f. m., í ágústbyrjun kl. 7 e. m., í lok október
kl. 1 30 e. m. og við árslok kl. 10 f. m.
ÚranuK og Neptánus sjást ekki með berum augum; Úranus
er í ársbyrjun i vatnsberamerki, gengur þvi næst inn í fiskamerki,
°g er i því við árslok. 21. september er hann gegnt sólu, og er þá
Um miðnæturskeið í hásuðri, 24 stig fyrir ofan sjóndeildarhring
Reykjavikur. Neptúnus hefst við í ljónsmerki og er gegnt rsólu 12.
febrúar; þá er hann [i hásuðri um miðnæturskeið 40 stig fyrir ofau
sjóndeildarhring Reykjavíkur.
(21)