Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Blaðsíða 32
síður bannað ríkum en fátækum, að betla á götunni,
stela brauði og sofa undir brúnum á Signu.
Hann var stöðugt að læra, ihuga og virða fyrir
sér, elskaði bækur og listaverk, óma, ilmi, fögur
form, lífið í öllum myndum þess — og hið almáttuga
orð, sem öllu fær lýst. Stíll hans var léttur og leik-
•andi, óbrotinn og gagnorður, hann ritar sem næst
vönduðu taimáli. Hann er einn af meisturum hins
skýra, nákvæma, fáorða latneska stíls, en í hverri
setningu sem hann skrifar kennir lifandi hjartsláttar.
Mönnum hefir orðið tíðrætt um andlegan skyld-
leika France og Renan’s. Eg hlaut að minnast
France þegar eg fyrir tveim árum var viðstaddur
minningarhátíð háskólans í Paris á hundrað ára af-
mæli Renans og heyrði Maurice Barrés tala á þá
leið, að einn höfuðveikleiki Renans hefði verið sá,
að hlusta eftir vindum allra átta, að reyna altaf að
íinna hvar gallar eða veilur voru á jafnvel því, sem
hann hafði hugsað af mestri sannfæringu. Fram eftir
öllum aldri var Anatole France meira um það hug-
að, að hafa sviþast um af sem flestum sjónarhólum,
minna um hitt, að gerast öflugur liðsmaður þeirra
stefna í þjóðfélagsmálum, sem hann helst hallaðíst að.
En eftir Dreyfus-hneykslið, þar sem hann barðist
við hlið Zola, tók hann að fylgja stefnu jafnaðar-
manna og friðarvina af miklum áhuga og gerðist
svarinn fjandi hervaldsins og hins katólska klerka-
valds. Hann vex þá að vilja, einbeitni, karlmensku,
og jafnframt því sem nann heldur áfram að vera
hið fjölvitra og víðsýna skáld, þá virðist hann fá
aukna trú á gildi mannlegrar viðleitni til framfara,
rikari tilfinning fyrir skyldunni til þess að berjast
fyrir sannleik og rétti. Hann beitir nú lærdómi sín-
um, viti, rökfimi og snild í þjónustu þessarar bar-
áttu með meiri krafti og sannfæring en áður. Og þó
var alla tíð ofarlega í honum efagirni heimssþek-
ingsins. Aldrei varð hann svo mikill flokksmaður, aö
(28)